Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 47

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 47
GÓÐ LJÓSMYND 307 ræmi sé milli myndflata og lína og myndin túlki eitthvað eða sé sönn. Hvað er ,,sönn“ ljósmynd ? Því er auðvelt að svara með dæm- um. Setjum svo, að tveir menn séu að taka mynd af einu og sama ,,mótívi“, t. d. eldfjalli. Annar velur sér falleg- ar, stórar og beinvaxnar birkihríslur að forgrunni, sem jafnframt á að lífga og byggja upp myndina. Við skulum gera ráð fyrir óaðfinnanlegri byggingu, að allir fletir myndarinnar séu hag- nýttir, eftir því sem bezt verður á kos- ið, samræmi sé hvarvetna á milli þeirra, birtuskil séu ágæt og myndin í heild skrautleg, eða með öðrum orð- um, vel heppnuð í alla staði og falleg. Hinn ljósmyndarinn velur sér hraun að forgrunni. Bygging, samræmi milli myndflata og birta er allt jafngott og í hinni myndinni. Hvor þeirra er þá betri ? Ég er sannfærður um, að níu- tíu, ef ekki níutíu og níu af hundraði, mundu gefa myndinni með skógar- hríslunni atkvæði sitt, af þeirri ein- földu ástæðu, að hún kemur oftast glæsilegar fyrir. En hvor myndin er sannari og betri ? Sú með hraunið að forgrunni. Hún er sannari, vegna þess að hraunstorkan í forgrunninum leiðir athyglina til upphafs síns — til eld- fjallsins, en tréð er ekki bein afleiðing eldfjallsins, og hlýtur því að draga at- hygli um of frá því og spilla myndverk- un. Annað dæmi: Við tökum mynd ofan af fjallstindi af fallegum fjöllum eða jöklum, en til að auka líf myndar- mnar staðsetjum við mann í forgrunft- mum. Væri þá viðeigandi, að þessi maður væri prúðbúinn pótintáti eða stássmey á hælaháum skóm ? Ekki að- eins óviðeigandi, heldur svo ósmekklegt °g í slíku ósamræmi við tilgang mynd- arinnar, að hún væri betur ótekin. Allt öðru máli væri að gegna, ef um fjall- göngumann í ferðabúningi væri að ræða, með vað um öxl eða íshaka í hendi. Hann mundi skýra tilgang og auka áhrif myndarinnar og gera hana sanna í heild. Eitt dæmi enn er ljós- mynd af gamalli súðarbaðstofu. Ef inni í þessari baðstofu sætu karlmenn í pokabuxum og gúmmístígvélum og stuttklippt kvenfólk að dyfta sig og spegla, en mitt á milli fólksins glitti í útvarpstæki og rafmagnsljósakrónur, — hversu sönn væri þessi mynd ? Hver hefði yndi af henni til annars en draga að henni dár ? Yrði myndin ekki sannari, ef gömul kona sæti á rúmi sínu og þeytti rokkinn ? Og til að auka áhrif myndarinnar mætti hún hafa hyrnu bundna um axlir, að gömlum ís- lenzkum sið, sauðskinnsskó á fótum og fléttur á baki. Auk þess færi vel á því, að djúpar hrukkur mörkuðu and- litsdrættina, til þess að tjá miskunnar- leysi mannlegrar lífsbaráttu. Það er óendanlega margt, sem ljós- myndarinn verður að athuga, áður en hann tekur mynd. Eitt einstakt smá- atriði getur gerónýtt myndina, sé það x ósamræmi við tilgang hennar. Hann verðurávallt að hafa það í huga, hvern- ig hann geti gert myndina sem sann- asta, einfaldasta og áhrifamesta. Oft getur ljósmyndari aukið mynd- verkun með hugkvæmni og snillibrögð- um. Vilji hann t. d. ná hæðarverkun í mynd af fjallstindi, verður hann að Iáta tindinn ná upp að efri myndbrún. Gæta verður þess þó, að halla mynda- vélinni ekki aftur. Við það myndast svokölluð ,,forteikning“, fjallið dregst aftur og hæðarverkunin missir marks. Óvenjulega stærð má fá á hlut, t. d. tré, stein eða hvað annað, með því að staðsetja mann eða dýr hæfilega langt hliðhallt á bak við hlutinn. Með því fæst stærðarverkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.