Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 49

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 49
GÓÐ LJÓSMYND 309 næstum óhæf til Ijósmyndatöku, og er þá ekkert heppilegra við ljósmyndavél- ina gert en læsa hana niður, unz gang- ur sólar hækkar aftur og skilyrði til myndatöku batna. Hér að framan hef ég eingöngu vik- ið að landslagsmyndum í örfáum höf- uðatriðum. En það eru til óendanlega miklu fleiri viðfangsefni fyrir ljósmynd- ara en landslagsmyndir, og þarf ekki annað en nefna mannamyndir, dýra- myndir, jurtamyndir, húsamyndir, götumyndir, atburðamyndir, íþrótta- myndir, samstillingamyndir (stille- ben), þjóðlífsmyndir, atvinnumyndir, vísindamyndir o. s. frv. Hér er því miður ekki rúm til að fara út í þá sálma nánar, enda mætti skrifa langt mál um hverja myndgrein fyrir sig. Allt geta þetta verið bráðskemmtileg viðfangs- efni, ef vel er á haldið, enda mættu ljósmyndarar vorir taka sér fram um fjölbreytni í efnisvali. Sérstaklega vil ég benda þeim á, að hér er að mestu leyti óleyst stórmerkilegt viðfangsefni, þar sem þjóðlífsmyndirnar eru. íslend- ingar standa á krossgötum hins gamla °g nýja tíma, en þokast óðfluga úr forneskju til framfara. — Því er ekki seinna vænna að festa hið hverfandi líf, siðu og háttu á ljósmyndaplötuna, áður en það hverfur að fullu í gleymsk- unnar djúp. En víkjum nú andartak að hinni al- gildu, ,,góðu“ ljósmynd, af hverju sem hún er. ,,Góð“ er myndin því aðeins, að hún tali til manns, hvórt sem hún gerir það með yndisleik sínum, ein- faldleik eða stórfelldni. Stundum hafa myndir líka ákveðinn tilgang, þær geta verið táknrænar eða sagt sögu um eitt- hvað, sem gerzt hefur eða er að gerast. Dæmi um vel gerðar myndir eru birt hér j heilsíðustærð. Til leiðbeiningar t>eim, sem lítið hafa skoðað ljósmynd- ir og gera sér ekki fyllilega grein fyrir myndverkun, vil ég reyna að skýra þessar myndir í örfáum dráttum, ef það mætti á einhvern hátt hjálpa sjón og skilningi myndskoðenda. Myndin ,,Á mörkum lífs og dauða“ segir sögu, ömurlega sögu um eyði- leggingu uppblástursins. Hún sýnir tré, sem enn er í fullum blóma, en rætur þess naktar og dauðastríðið haf- ið. Til enn skýrari fullvissu um enda- lokin er lík trésins, kalkvisturinn, sýndur við rofbakkann, og öll athygl- in beinist að honum, sem lokatakmarki þess, sem í vændum er. Auk þess sem myndin segir í örfáum, einföldum dráttum álíka mikið og heil ræða gæti gert, er hún jafnframt ímynd vel gerðr- ar Ijósmyndar, bæði um ljós og bygg- ingu. Maðurinn og tréð mynda mót- vægi hvort gegn öðru, staða manns- ins og látbragð er auk þess gott dæmi þess, hvernig hægt er að leiða athygli myndskoðandans að aðalatriði mynd- ar með hreyfingu eða ákveðinni stöðu manns á myndfleti. Skýið á bak við manninn gerir hvorttveggja í senn, að mótast í samræmi við stöðu hans á myndinni og fylla upp auðan him- inflötinn, sem annars hefði orðið of stór og tómlegur. Tægjuþústin gefur forgrunninum líf, og myndverkunin verður sterkari fyrir það, hve mynd- in er einföld og hversu tiltölulega lít- ið er um aukaatriði í myndinni. Myndin ,,Á Reykjavíkurhöfn“ sýn- ir mynd, sem er alveg andstæð hinni. Gildi hennar er ekki fyrst og fremst fólgið í byggingu hennar né heldur í því, að hún segi sögu né hafi ákveð- inn tilgang. Hún er ekkert annað en falleg ljósmynd, en líka eins og þær geta verið glæsilegastar, yndislegast- ar og ákjósanlegastar til að gera sér fagra augnablikssýn ógleymanlega. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.