Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Morgunblaðið gefur þann 14. mars út glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16, föstudaginn 8. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík .– . . Frumvarp efnahags- og viðskipta- nefndar um gjaldeyrismál var lagt fram á Alþingi á laugardag og var orðið að lögum innan við klukkustund síðar. Kveða lögin á um að gjaldeyr- ishöft verða ótímabundin og um sam- ráðsferli í tengslum við stærri und- anþágur frá höftunum. Þverpólitísk sátt var um málið á Alþingi. Nefndin ákvað einróma á fundi sín- um á laugardagsmorgun að flytja frumvarpið samdægurs, í framhald- inu var það kynnt þingflokkum og samþykkt á þingi. Athygli vekur hve óumdeilt frum- varpið var og hve vel gekk að ganga frá því enda er um gífurlega hags- muni að ræða. „Ég vona að þetta end- urspegli það að allir stjórn- málaflokkar á Alþingi geri sér grein fyrir því að þetta er eitt stærsta ein- staka hagsmunamál íslensku þjóð- arinnar. Ég held að það endurspegl- ist í því samráði og samstöðu sem var á þinginu í gær,“ segir Eygló Harð- ardóttir, þingmaður Framsókn- arflokksins og nefndarmaður í efna- hags- og viðskiptanefnd. „Ég vona svo sannarlega að þetta sýni það að allir stjórnamálaflokkar ætli að setja hagsmuni íslensku þjóð- arinnar í fyrsta sæti, og við höfum lært af þeim átökum sem hafa verið á kjörtímabilinu m.a. í tengslum við Icesave, hversu mikilvægt er að við stöndum saman og gætum hagsmuna okkar. Ég held að við gerum okkur öll grein fyrir því hvað þetta skiptir miklu máli,“ segir Eygló. Þverpóli- tísk sátt um lög Eining Sátt var um málið í nefnd.  Gjaldeyrishöft ótímabundin Morgunblaðið/Eggert BAKSVIÐ Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Aðeins þrír starfsdagar eru eftir af starfsáætlun þingsins. Fjöldi stjórn- arfrumvarpa hleypur á tugum auk fjölda stjórnartillagna. Þar á meðal eru stór og umfangsmikil mál eins og frumvarp um almannatryggingar, frumvarp um stjórn fiskveiða, frum- vörp um uppbyggingu á Bakka, LÍN-frumvarpið og frumvarp um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu ný Landspítala. Þá má ekki gleyma að enn er óljóst um lykt- ir stjórnarskrármálsins. Við upphaf þingfundar í dag verð- ur vantrauststillaga Þórs Saari á rík- isstjórnina tekin fyrir á Alþingi. Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna vilja lítið tjá sig um hvaða mál verða sett á oddinn í vikunni. Fulltrúar stjórnarandstöðu segja að með hlið- sjón af starfsáætlun þingsins sé ljóst að mörg stór mál verða ekki afgreidd á þessu þingi. Gefur ekkert upp Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á von á því að framhald mála skýrist í dag. Formenn stjórnar- flokkanna ætli að hittast og fara yfir málin eftir afgreiðslu vantrauststil- lögunnar. Hún vill ekkert segja til um hvaða mál hún leggur mesta áherslu á að klára en ítrekar að enn sé hægt að klára mörg þeirra stóru mála sem liggi fyrir. Ekkert mál hafi verið slegið út af borðinu. Katrín segir að þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar hafi verið kynntur frumlisti af málum fyrir helgi og áfram verði fundað nú í byrjun vikunnar. Aðspurð hvort til greina komi að óska eftir fjölgun starfsdaga segir Katrín það koma til greina. „Annað eins hefur nú gerst. Mér fyndist ekki hundrað í hættunni þó að nokkrir dagar bættust við þinghaldið,“ sagði Katrín. Illugi Gunnarsson, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins, segir að sá málalisti sem hann hafi séð frá meirihlutanum sé mjög langur. Á listanum séu mál sem allir viti að muni ekki fara í gegn. Á sama tíma hangi stjórnarskrármálið í lausu lofti. Illugi segir að meirihlutinn verði að átta sig á því ekki sé mögu- leiki að þrýsta stórum og umdeildum málum í gegn á svo fáum dögum. Ill- ugi nefnir sem dæmi frumvarp um stjórn fiskveiða. Illugi segir klárt að samstaða muni nást um einhver mál. Hann segist halda að nokkuð góð samstaða sé um frumvörp er varða uppbygg- ingu vegna kísilvers á Bakka á Húsa- vík. Gunnar Bragi Sveinsson, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, segist vona að hægt verði að klára frumvörp um uppbyggingu á Bakka. Fjöldi umfangsmikilla mála bíður afgreiðslu þingsins  Óljóst um forgangsröðum  Stór mál þurfa að bíða að mati stjórnarandstöðu Morgunblaðið/Kristinn Þingið Óvíst er með afdrif fjölda stórra og umdeildra mála sem bíða afgreiðslu þingsins sem skv. áætlun lýkur á föstudag. Aðeins þrír starfsdagar eru eftir en á miðvikudag eru eldhúsdagsumræður og á föstudag er þingi frestað. 28 ára gamall Íslendingur búsettur í Svíþjóð, Davíð Örn Bjarnason, var handtekinn á flugvelli í Antalia í Tyrklandi á föstudaginn, sakaður um tilraun til fornmunasmygls. Dav- íð keypti marmarastein á markaði og fannst hann í ferðatösku hans við gegnumlýsingu á flugvelli. Hann verður leiddur fyrir dómara í dag og sagði eiginkona hans, Þóra Birgis- dóttir, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að hann gæti átt yfir höfði sér þriggja til tíu ára langan fangelsisdóm eða 24 milljóna króna sekt, verði hann sakfelldur. „Ég er eiginlega bara dofin og veit ekki almennilega hvernig mér líður. Þetta er eins og úr bíómynd og mað- ur hélt að svona lagað gæti ekki hent mann,“ sagði Þóra. Ræðismaður Íslands Davíð til aðstoðar Samkvæmt upplýsingum frá ís- lenska utanríkisráðuneytinu er verið að aðstoða Davíð við að komast í samband við ákæruvaldið ytra og eiga samskipti við það. Ræðismaður Íslands í Tyrklandi veitir Davíð að- stoð en hann er lögmaður. Engar frekari upplýsingar var að fá í gær um stöðu málsins eða bakgrunn. Þóra sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að ferðaskrif- stofan sem seldi þeim ferðina til Tyrklands hefði ekkert gert til að að- stoða þau. Tyrkneskur leiðsögumað- ur á vegum hennar hefði þvert á móti öskrað á þau þegar þau voru stödd á lögreglustöð og sagt að þau hefðu átt að kynna sér reglurnar sem giltu í landinu. „Hann var bara með kjaft og leiðindi og svo fór hann bara. Hann hjálpaði okkur ekki neitt. Ég veit ekkert hvernig fangelsin eru þarna úti og þessi óvissa skemmir mann,“ sagði Þóra. Þau hefðu keypt steininn á markaði þegar þau voru í skoðunarferð um byggðir Rómverja og ekki grunað að þau mættu ekki flytja hann úr landi. Þóra og Davíð Ræðismaður Íslands hefur komið Davíð til aðstoðar. „Hélt að svona lagað gæti ekki hent mann“  Íslendingur handtekinn á flugvelli í Tyrklandi, sakaður um fornmunasmygl  Keypti marmarastein á markaði Vantrauststillaga Þórs Saari á rík- isstjórnina verður á dagskrá Al- þingis í dag, kl. 10.30. Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en þingmenn Bjartrar framtíðar segjast ekki styðja tillöguna. Gunnar Bragi Sveinsson, for- maður þingflokks Framsókn- arflokksins, á ekki von á að van- trauststillagan verði samþykkt. Hann segir að framsóknarmenn hafi fengið lista með fjölmörgum málum frá ríkisstjórninni. Mörg málanna sé algerlega óraunhæft að klára. „Þetta lítur þannig út að meirihlutinn átti sig ekki á því hvaða mál hann vilji klára,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir að mörg þau mál sem liggi fyrir séu algerlega órædd og þarfnist mikillar yfirlegu nefnda. „Það er algerlega óraun- hæft að klára eitthvað af þessum stærstu málum. Menn hljóta að einblína á mál sem ekki er mikill ágreiningur um. Það er ljóst að það er þá ekki stjórn fiskveiða eða eitthvað slíkt,“ segir Gunnar sem hugnast ekki að fjölga starfs- dögum þingsins. Óraunhæfur listi mála Á EKKI VON Á AÐ VANTRAUST VERÐI SAMÞYKKT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.