Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 37
Góðir Fiðluleikari og sellóleikari Árstíða fóru heldur betur á kostum. Fljóð Þessar ungu konur (ásamt einum karli) hlustuðu hugfangnar. Áheyrendur Ekki var annað að sjá en að gestir á Kex Hosteli væru sáttir. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Nú síðast fékk ég æði fyrir tyrk- nesku hipparokki þar sem margar perlur leynast. Af þeim þykir mér platan Elektronik Turkuler með Erkin Koray bera af, en hana hef ég hlustað á jafnt í vöku sem svefni undanfarið misseri. Annars hef ég verið að dusta rykið af plötunum Fresh Cream með Cream, Exotica frá Martin Denny og Gæti eins ver- ið… með Þursaflokknum. Tónlistin úr kvikmyndinni Basic Instinct hef- ur líka setið fast í mér, en ég mæli með því að spila Ólsen, Ólsen við þá dramatík. Hvaða plata er sú besta sem nokk- urn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Mér finnst engin plata best. Þær eru allar eitthvað svo öðruvísi. Það eru þó nokkrar sem koma upp í hugann sem mínar uppáhalds, þó að það sé nú ljúfsárt uppgjör. There’s a Riot Goin’ On með Sly & the Fa- mily Stone kemur einna fyrst upp í hugann. Annars kemur líka Man- hattan Research Inc, safnplata með tónlist Raymond Scott, fljótt upp í hugann. Það er alveg hreint þrot- laus nautn. Svo að ógleymdri Heart of the Congos með Congos. Og Radio- Activity með Kraftwerk. Og og og og og og … Hver var fyrsta platan sem þú keypt- ir og hvar keyptir þú hana? Fyrsta platan sem ég keypti er Enter the Wu-Tang (36 Chambers) með Wu-Tang Clan. Frændi minn spilaði hana stöðugt þegar ég dvaldi á Siglufirði eitt sumarið. Þegar það- an var komið átti ég ekki eintak sjálfur svo úr Wu-Tang-leysinu þurfti að ráða. Með einbeittum brotavilja skrapaði ég saman mynt og leiddi pabba í Japis í Braut- arholti. Pabbi þurfti að samþykkja kaupin vegna viðvörunarmiða á al- búminu til foreldra sökum óheflaðs málfars sem gerði mig þó varla að mikið verra barni en ég var, hugsa ég í dag. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Mér þykir óendanlega vænt um Eftir þögn með Óskari Guðjóns og Skúla Sverris. Plat- an hefur fylgt mér í gegnum svo margt og gefur sífellt meira af sér. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Af hverju ætti ég ekki að vilja hafa fengið að vera Miles Davis? Kannski því að ég vil svo sem ekkert mikið vera einhver annar en ég er? Nema ég væri Gy- örgi Ligeti? Nú ef Kraftwerk væri fullnægjandi svar væri rökstuðn- ingur með fullu óþarfur. Hvað syngur þú í sturt- unni? Einhverjar bældar fals- ettur og útúrsnúninga. Svo bulla ég bara eitthvað og skvampa og skrúbba. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Evil Madness katalógurinn fær þann heiðurssess. Campari sóda með. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Lagið „Persian Love“ eftir Holger Czukay. Ég held að það sé mitt uppáhaldslag. Sjáum til með hvort það endist þó að sáttur væri ef ekki. Í mínum eyrum Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður Af hverju ætti ég ekki að vilja hafa fengið að vera Miles Davis? Morgunblaðið/Ómar Listhneigður Arnljótur árið 2009. Hann hefur verið lengi að í listinni, hélt sína fyrstu myndlistarsýningu fimm ára og söng óperuaríur í sjónvarpi. Nautn Manhattan Research Inc. Seiðandi Tónlistin úr Basic Instinct fer vel með Ólsen, Ólsen. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 5:20 OZ:GREATANDPOWERFULVIP2DKL.5:20-8-10:40 ÞETTAREDDAST KL. 8 -10:10 BEAUTIFULCREATURES KL. 8 -10:40 FLIGHT KL. 8 -10:10 WARMBODIES KL. 8 -10:50 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 KRINGLUNNI OZ:GREATANDPOWERFUL KL. 5:20 - 8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL 3D KL. 10:10 ÞETTAREDDAST KL. 8 - 10:40 THIS IS 40 KL. 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 FJÖLSKULDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6 OZ:GREATANDPOWERFUL3DKL.5:20-8-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL.6 IDENTITYTHIEF KL.5:30-8-10:30 FLIGHT KL.9-10:30 BEAUTIFULCREATURES KL.5:20 ARGO KL.8 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8 IDENTITY THIEF KL. 10:40 ÞETTA REDDAST KL. 6 - 8 - 10:10 AKUREYRI OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 5:20 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 8 ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10 BEAUTIFUL CREATURES KL. 10:40 TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT  LA TIMES DISNEY BÝÐUR ÞÉR Í HREINT MAGNAÐ FERÐALAG TIL TÖFRALANDSINS OZ  K.N. EMPIRETöfrandisjónarspil! BÍÓVEFURINN/SÉÐ & HEYRT FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ALICE INWONDERLAND OG LEIKSTJÓRA SPIDERMAN ÞRÍLEIKSINS FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA MORGUNBLAÐIÐ  VIÐSKIPTABLAÐIÐ FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR! LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR. 350 KR. SKYRTAN hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur - NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is Efnalaug - Þvottahús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.