Morgunblaðið - 11.03.2013, Síða 17

Morgunblaðið - 11.03.2013, Síða 17
Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Gegn krabbameini í körlum Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ N IC 13 01 02 Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars. Mundu að það eru bláu pakkarnir frá Nicotinell sem styrkja gott málefni. 100 KRÓNUR Eingöngu selt á hársnyrtistofum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Heimsókn Chucks Hagels, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, féll í skuggann af tveimur sjálfmorðstil- ræðum og ræðu Hamids Karzai, for- seta Afganistans, þar sem Karzai gagnrýndi Bandaríkjamenn harð- lega. Þá þurfti að aflýsa sameiginleg- um fréttamannafundi þeirra Hagels og Karzai af öryggisástæðum en fundurinn átti að vera hátindur heimsóknarinnar. Harðorð ræða Karzai Samskipti Karzai við Bandarík- in og Atlantshafsbandalagið hafa verið erfið að undanförnu en Karzai hefur gagnrýnt loftárásir bandalags- ins hart að undanförnu. Í sjónvarps- ávarpi sínu í gær sakaði Karzai talib- ana og Atlantshafsbandalagið um að vinna saman til þess að tryggja áframhaldandi veru þess síðar- nefnda í Afganistan. „Þeir vilja hræða okkur til þess að trúa því að ef Bandaríkin eru ekki hér verði okkar fólk drepið,“ sagði Karzai meðal ann- ars. Joseph Dunford, yfirmaður her- afla bandalagsins í Afganistan, hafn- aði því og gagnrýndi ræðu Karzai. Sagði hann það alrangt að Banda- ríkjamenn ættu í samstarfi við talib- ana. Stefnt hefur verið að því að allt herlið bandalagsins verði horfið úr landinu fyrir árslok 2014. AFP Liðsskoðun Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (annar frá vinstri), heimsækir hér þjálfunarbúðir fyrir liðsforingja í afganska hernum. Heimsóknin gekk illa  Nýráðinn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sótti Afgan- istan heim í fyrsta sinn  Þurfti að aflýsa fréttamannafundi Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Íbúar Falklandseyja gengu í gær að kjörborðinu til þess að taka þátt í tveggja daga þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þeir vilji tilheyra Bret- landi áfram. Úrslitin verða tilkynnt í nótt. 1.672 manns eru á kjörskrá og er talið að mikill meirihluti þeirra styðji áframhaldandi tengsl við Bretland. Tilgangur atkvæðagreiðslunnar er því ekki síst sá að senda skýr skilaboð til umheimsins um að íbúar Falklandseyja líti á sig sem breska þegna og að þeir vilji vera það áfram. Argentínumenn hafa á móti sagt að atkvæðagreiðslan sé merk- ingarlaus og breyti engu um kröfur þeirra um yfirráð yfir eyjunum. Bretar hafa ráðið yfir Falk- landseyjum frá árinu 1833 en Arg- entínumenn segja að eyjarnar séu undir hernámi Breta. Árið 1982 yfir- tóku Argentínumenn eyjarnar með hervaldi. Bretar sendu þá herlið til eyjanna og unnu þær aftur á sitt vald. Deilan komst í hámæli aftur í kjölfar þess að olía fannst í land- grunni Falklandseyja árið 2010. Cristina Kirchner, forseti Argent- ínu, hefur lagt mikla áherslu á að landið fái yfirráð yfir eyjunum. Hafa íbúar eyjanna ásakað Kirchner um að nota deiluna til þess að breiða yfir efnahagsvanda Argentínu. Senda skýr skilaboð  Þjóðaratkvæðagreiðslu á Falklandseyjum lýkur í dag  Líklegt að mikill meirihluti vilji tilheyra Bretlandi áfram Falklandseyjadeilan » Bretar ná yfirráðum yfir eyjunum árið 1833. » Nær allir íbúar eyjanna eru komnir af breskum inn- flytjendum. » Argentínumenn tóku eyj- arnar með hervaldi 1982.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.