Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Golli. Vinkonur Þórdís V. Þórhallsdóttir og Hjördís Lára Hreinsdóttir eru í forsvari fyrir Kvenfélagið Silfur. fóstra Konukot og gefa fisk reglu- lega.“ Á síðasta bingókvöldi var gríðarlega góð mæting og fólk þurfti jafn- vel að sitja á gólf- inu vegna pláss- leysis. Þá söfnuðust um 300.000 krónur sem félagið gaf Lífi, styrktarfélagi Kvennadeildar Landspítalans, og fór ágóðinn upp í þrívíddarsónartæki sem er gríð- arlega dýrt. Þær eru þó við öllu búnar í þetta sinn og ætla að bæta töluverðu við af stólum og borðum. „Við verðum líka með mun fleiri bingóspjöld, en þau seldust upp í fyrra.“ Kvenfélagið Silfur var stofnað fyrir þremur árum af vinkonuhópi úr Kvennaskólanum í Reykjavík. „Markmið félagsins er að standa að fjáröflunum sem varða konur og börn, skemmta sér og fræðast,“ segir Þórdís en hún, ásamt Hjör- dísi Láru Hreinsdóttur, er formað- ur félagsins og ætla þær stöllur nú að rífa það upp af krafti en félagið hefur legið í dvala um árabil. Öll- um er frjálst að mæta en bingóið hefst kl. 20 og húsið opnað 19:15. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Árið 2010 hannaði Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarkona sýn- inguna Ormurinn ógnarlangi að beiðni Gerðubergs og vakti sýningin mikla lukku meðal sýningargesta og sló að- sóknarmet. Kristín Ragna setti upp listsmiðjur með börnunum og starfs- fólk sótti námskeið hjá henni þar sem hugað var að því hvernig nýta má efni- við goðafræðinnar í starfinu með þeim börnum og unglingum sem dvelja á BUGL hverju sinni. Nú fær sýningin ný heimkynni en hún var opnuð í húsnæði barna- og unglingageðdeildar Landspítalans við Dalbraut síðastliðinn fimmtu- dag. Hönnun sýningarinnar gengur út á að láta sýningargripi og aðra um- gjörð falla að daglegu vinnu- og leik- umhverfi barna, foreldra og starfs- fólks á BUGL. Þau geta hreiðrað um sig á afmörkuðum svæðum, leikið sér og lifað sig inn í sögurnar sem vísað er í. Goðafræðin er óþrjótandi efniviður fyrir starfsfólk að vinna með börn- unum á skapandi og skemmtilegan hátt auk þess sem sýningin skapar hlýleika og stemningu í um- hverfi spítalans. Ormurinn ógnarlangi Morgunblaðið/Ernir Ormurinn Sýningin flytur á BUGL. Ormurinn á nýjum stað Þórdís segir að það sé gott að styðja við málefni sem ekki er oft á vörum fólks. Hún segist finna fyrir mikilli sam- kennd í samfélaginu og allir séu af vilja gerðir þegar kvenfélagið ber á dyr. „Ég bjóst ekki við þessu,“ segir Þórdís, ánægð með viðbrögðin. Nokkur fyrirtæki höfðu samband að fyrra bragði eftir að hafa frétt af viðburð- inum og vildu ólm leggja sitt af mörkum. Bingóstjóri verður Edda Hermannsdóttir Gettu betur- spyrill og dæmi um vinninga er t.d. leikhúsferð fyrir tvo, út að borða á fína veitingastaði, spa-meðferðir, gjafabréf í búðum á borð við Kormák og Skjöld og fleira. Finnur fyrir samkennd GOTT MÁLEFNI Mörkum stefnuna... Iðnþing 2013 Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 14. mars kl. 13–16. Á Iðnþingi verður fjallað um þau efnahagslegu tækifæri og ógnanir sem Ísland stendur frammi fyrir á næstu árum. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN Skráning á www.si.is Dagskrá: Erlendir fyrirlestrar verða túlkaðir á íslensku H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA – 13 -0 13 8 Pallborðsumræður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins Brad Burnham, Managing Partner hjá Union Square Ventures Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum Fundarstjóri er Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis Dr. Laurence C. Smith, prófessor í jarð- og geimvísindum við UCLA Matthias Krämer, framkvæmdastjóri hjá BDI, Samtökum iðnaðarins í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.