Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 ✝ Óskar IngólfurÁgústsson fæddist á Eskifirði 2. júní 1926, hann lést á Landspít- alanum 1. mars 2013. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Pálsson, verkamað- ur, f. 11. ágúst 1886 á Þiljuvöllum, Beruneshreppi, d. 6. apríl 1955 í Vestmannaeyjum og Sigurlaug Stefanía Ein- arsdóttir, húsfreyja, f. 24. sept- ember 1896 í Gamlagerði, Suð- ursveit, d. 24. desember 1970 í Neskaupstað. Systkini Óskars eru Stefán f. 1917, d. 1998, Guð- laugur f. 1919, d. 2004, Guðný Lára f. 1920, d. 1930, Einar Páll f. 1923, d. 2010, Pétur f. 1929, d. 1999, Guðný Lára f. 1931, Hjör- dís f. 1933, Guðmundur f. 1936, Veiga Jenný f. 1938. Óskar kvæntist 17. janúar 1948 Önnu Jónsdóttur, félagsráðgjafa, f. 18. desember 1926. Foreldrar hennar voru Jón Benjamínsson, skipstjóri í Neskaupstað, f. 22. júlí 1883, d. 23. júlí 1964 og kona hans Margrét Sveinbjörnsdóttir, Lawrence J. Muscat. Börn þeirra eru: a) Hunter f. 3. des- ember 1986, dóttir hans er Anja Sigurrós, móðir hennar er Eva Magnúsdóttir. b) Jósef f. 5. maí 1988. c) Anna Lucy f. 16.desem- ber 1989, dóttir hennar er Írena Rós, faðir Írenu er Ástþór Mar- grétarson. Óskar flutti ungur frá Eskifirði með foreldrum sín- um á Berufjarðarströnd en það- an lá leið fjölskyldunnar til Fá- skrúðsfjarðar þar sem hann ólst upp. Hann fór ungur í Skíða- skólann á Ísafirði og kenndi um tíma á skíðum fyrir austan. Eftir að hann kvæntist bjó hann í Nes- kaupstað í tíu ár. Þar lærði hann múrverk og fékk meistarabréf í múrsmíði 1955. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1956, en byggði síðan hús í Garðabæ 1960 og bjó þar í 45 ár. Þegar Óskar flutti hét staðurinn Garðahreppur en stuttu seinna hófst þar mikil uppbygging og alltaf voru næg verkefni fyrir iðnaðarmenn. Óskar var oft með marga menn í vinnu og sá t.d. um byggingar fyrir Garðabæ árum saman. Óskar söng með Karlakór Fóst- bræðra í mörg ár og bar gull- merki kórsins, síðan söng hann með Gömlum Fóstbræðrum meðan heilsan leyfði. Útför Óskars fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 11. mars 2013 og hefst athöfnin kl. 15. húsfreyja, f. 21. nóvember 1892, d. 15. október 1972. Börn Óskars og Önnu eru: 1)Jón Grétar f. 17. sept- ember 1947, d. 12. mars 1985. Fyrri kona hans var Lilja Ágústa Guðmunds- dóttir, sonur þeirra var Óskar Örn, f. 9. desember 1966, d. 24. júlí 1989. Seinni kona hans var Kristín Jónsdóttir. Börn þeirra eru: a) Arna Björk f. 17. október 1977, gift Gunnari Stef- ánssyni, synir þeirra eru Pétur og Jón Grétar. b) Örvar K. f. 23. október 1978, kvæntur Ingunni M. Ágústsdóttur, sonur þeirra er Kristinn Ágúst. Úr fyrri sam- búð á Örvar Kára Grétar, móðir hans er Díana Sigurðardóttir, úr fyrri sambúð á Ingunn Val- gerði og Kolbein. 2) Ómar f. 13. september 1951, kona hans er Ásdís Petra Kristinsdóttir, dótt- ir Ómars er Linda Rán f. 29. maí 1975, móðir hennar er Elín Snorradóttir. 3) Ósk f. 16. des- ember 1959, gift Núma Björns- syni. Fyrri maður hennar var Hann Óskar Ingólfur, pabbi minn, var skírður í höfuðið á tveimur strákum sem fórust ungir í sjó. Í seinni tíð rifjaði hann oft upp atvik frá æskunni. Honum var hugleikin sagan um heimiliskött- inn sem fór að heiman af því að pabbi kom með annan kött inn á heimilið. Hann sá köttinn mörgum vikum síðar í þorpinu og sagði hann hafa litið á sig með vott af ásökun í augnaráðinu, gengið síð- an á braut og horfið upp frá því. Það komu tár í bláu augun þegar hann talaði um þetta og það rifjast nú upp fyrir mér hvað hann hugs- aði vel um villikettina í Goðatún- inu þar sem ég ólst upp. Hann gaf þeim ávallt vænan mjólkurdreitil áður en gengið var til náða. Hún er sterk minningin um pabba þar sem hann sat með píp- una sína og tebollann á ganginum og þá var gott að setjast hjá hon- um og spá í líf og tilveru þessa heims og annars. Pabbi var sendur með bréf að Kirkjubóli þegar hann var lítill strákur og þá samdi hann fyrstu og einu vísuna sína og gerði óspart grín að: Hingað hef ég komið fyrr en aldrei þó á skíðum með poka á baki og bréf þar í til Jóa á Kirkjubóli. Einu sinni lenti pabbi í sjálf- heldu og sagði oft frá því. Hann var að koma á skíðum yfir fjall þegar það varð skyndilega ein klakahella og hann bara rann og rann, naumlega tókst honum að skorða sig við lítinn stein og þann- ig fór hann frá einum steini til annars og komst hægt og bítandi niður fjallið og til byggða. Menn á nærliggjandi bæ stóðu í angist og fylgdust með gegnum kíki. Múrarameistarinn keyrði snemma dags til vinnu og frá blautu barnsbeini hljóp ég út í glugga til að vinka bless. Hann gleymdi aldrei nema einu sinni að vinka á móti og hann var sko lát- inn finna fyrir því og það kom aldrei fyrir aftur! Ég spurði hann iðulega hvort hann hefði nokkuð séð rebba á leiðinni úr vinnunni en hann var ótrúlega duglegur að hrista fram úr erminni nýja rebbasögu á hverju kvöldi og oft urðu þetta framhaldssögur. Engin voru bílbeltin í þá daga þegar Valli frændi í aftursætinu var næstum dottinn út úr bílnum á fleygiferð og pabbi með augun í hnakkanum náði að grípa í hann á meðan hann keyrði. Svona var hann, svo vakandi og tilbúinn að fást við allar þær uppákomur sem lífið sjálft bíður upp á. Blístrið fallega og söngurinn hans ljúfi kemur upp í hugann er ég lít til baka. Hann ferðaðist víða með Karlakór Fóstbræðra, t.d. tvisvar til Rússlands. Þaðan kom hann með rosalega fína brúðu handa litlu stelpunni sinni sem var alltaf höfð á sérstökum stað í her- berginu. Seint gleymi ég sorginni þegar ég ákvað að fara með hana og sýna á dótadegi í skólanum og glerfóturinn hennar brotnaði. Það var mikið grátið en dúkkunni fót- brotnu var komið fyrir á ný uppi á sínum stalli og ekki ónáðuð fram- ar. Alltaf dreif pabbi mig með sér á skíði þegar snjóa tók á fjöllum, jafnvel eftir að úrill unglingsárin voru tekin við og ég fékk að upp- lifa víðáttuna á fjallstindinum. Fyrir það verð ég honum ævin- lega þakklát. Þú sagðir við mig stuttu áður en þú kvaddir að þú værir að fara upp í sveit. Ég bið að heilsa honum rebba, pabbi minn. Þín, Ósk. Ég sá Óskar í fyrsta sinn árið 1976 þegar Jón Grétar heitinn kynnti mig fyrir verðandi tengda- föður mínum. Hafa samskipti okk- ar ævinlega verið eins og best verður á kosið og aldrei borið skugga þar á. Ekki er hægt að nefna Óskar án þess að nefna jafn- framt Önnu, konu hans. Það eru ekki mörg hjónabönd þar sem ást- in og umhyggjan heldur áfram að vaxa þar til yfir lýkur eftir ríflega 65 ár. Samskipti þeirra voru falleg og það fór ekki fram hjá neinum hin mikla virðing sem þau báru hvort fyrir öðru. Þau hjón voru miklir spjallarar og höfðu lifandi áhuga á öllu því sem var að gerast hvort heldur er í stjórnmálum eða bókmenntum. Þau lágu ekki á skoðunum sínum og þeim tókst ávallt að koma af stað líflegum umræðum. Óskar og Anna voru höfðingjar heim að sækja. Sama hvenær bankað var upp á, alltaf beið hlað- ið veisluborð með dýrindis kræs- ingum. Oft hef ég undrast hvernig Anna fer að þessu. Börnin mín Arna Björk og Örvar hafa haft það fyrir sið, frá því að þau voru lítil, að heimsækja afa og ömmu nánast um hverja helgi enda er þeim fátt dýrmætara. Ég hefði ekki getað óskað mér betri tengdaforeldra eða börnunum mínum betri afa. Stærsta áfallið í lífi Óskars var þegar hann missti frumburðinn Jón Grétar. Hann minntist hans oft og ævinlega með miklum trega enda erfitt að skilja hvers vegna ungir menn í blóma lífsins eru kvaddir á brott fyrirvaralaust. Eftir lát hans varð Óskar föður- ímynd barnanna minna og hann stóð fyllilega undir því. Fyrir það er ég honum óendanlega þakklát. Anna og Óskar voru dugleg að ferðast bæði innanlands og utan. Á hverju sumri leigðu þau sér sumarbústað og þess nutu barna- börnin því þau voru alltaf með í för. Í slíkum ferðum var aldrei setið auðum höndum, spilin voru dregin fram, farið í sund, göngur og á veiðar ef bústaðurinn var ná- lægt vatni. Utanlandsferðir voru líka tíðar. Lengi vel fóru þau árlega til Spán- ar. Oftast átti Anna frumkvæðið og Óskar féllst á að fara þótt hann væri heimakær. Alltaf kom hann þó til baka glaður og reifur, alsæll með ferðina. Við sem heima sátum biðum spennt eftir heimkomu þeirra. Þau voru svo mikið sagna- fólk. Alltaf fengum við að heyra skemmtilegar frásagnir af öllu því sem þau upplifðu, hversdagsleg- ustu atvik urðu að skemmtilegu ævintýri. Heimsóknirnar í Sóleyjarima halda áfram en þess verður sárt saknað að Óskar komi ekki lengur til dyra og bjóði gesti velkomna. Nú munum við ekki oftar heyra Óskar segja: „Hún Anna mín veit þetta“ eða „Spurðu Önnu, hún veit það“. Óskar lá í um mánuð á melting- ar- og nýrnadeild Landspítalans áður en hann lést. Starfsfólkinu ber að þakka sérstaklega kær- leiksríka framkomu og góða umönnun. Þökk sé íslenskri heil- brigðisstétt. Ég votta börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og systkinum Óskars mína dýpstu samúð. Mest- ur er þó missir Önnu sem hefur misst sinn besta félaga og kæran samferðamann til rúmra 65 ára. Blessuð sé minning hans. Kristín Jónsdóttir. Ég hef alltaf hlakkað til að hitta afa og ömmu. Ég hef alltaf verið velkominn í heimsókn, fagnað eins og hetju og hvattur til að koma sem oftast. Þar hefur alltaf verið gaman og mér liðið svo vel. Oft komum við mamma og Arna syst- ir í Garðabæinn um kaffileytið, eða við Arna í næturgistingu sem börn ef maður var heppinn. Í heimsóknum spiluðum við ótelj- andi mörg spil, fórum í sund, tínd- um jarðarber, hlustuðum á afa segja sögur um rebba, höfðum skemmtilegt borðhald, bökuðum smákökur, upplifðum bæði góðan hversdagsleika og ævintýraheim. Þegar við hittumst þá hlógum við svo endalaust mikið saman og afi hló hátt og innilega. Afi hafði svo skemmtilegan húmor. Grínið var af ýmsum toga og ýmsum tilefnum, allt frá frum- legu orðasullumbulli yfir í góðlát- lega stríðni, ásamt því að sjá spaugilegu hliðina á manneskjum og atburðum. Afi gat líka gert grín að sjálfum sér enda sjálfsöruggur og átti aldrei í vandræðum með að svara fyrir sig. Við fórum ýmislegt saman, t.d. í dagsferðir í golf, að veiða eða á skíði. Síðan fórum við í vikulangar ferðir í sumarbústað, því alltaf buðu amma og afi okkur barna- börnunum með. Það var ávallt yndislegur tími þar sem við tínd- um bláber, fórum í minigolf, spil- uðum, borðuðum kanilsnúða, fór- um út á bát, í göngutúra, í sund og leiki. Allt eru þetta góðar minningar, yndislegar minningar sem ég mun alltaf varðveita. Amma og afi hafa alltaf verið svo góð við okkur barnabörnin, sýnt okkur sanna væntumþykju og umhyggju. Ég veit hvað það hafði mikil áhrif á afa að faðir minn skyldi deyja ungur. Afi talaði svo fallega um pabba og sagði oft að það bjargaði miklu hvað það væri gott samband við okkur barnabörnin. Eina sem ég gerði var að njóta þess að hitta afa minn. Það var hann sem gaf mér svo mikið, ég missti föður minn en ég hafði afa minn. Og hann hafði svo mikil og góð áhrif á mig. Ég leit upp til afa og vildi vera eins og hann. Afi kenndi mér svo margt. Ég hef allt- af verið stoltur af honum. Ég gat montað mig yfir því hvað hann var fyndinn og skemmtilegur, mynd- arlegur, sterkur og duglegur, og alltaf til í að hitta mig. Ég vildi óska að ég gæti ennþá hitt hann, en geri mér grein fyrir að þetta var góður endir á góðu lífi góðrar manneskju. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir allar okkar stund- ir saman og mun alltaf minnast afa míns. Örvar K. Jónsson. Þegar ég hugsa til afa hlýnar mér um hjartarætur. Ég man eft- ir brosinu hans, ég man eftir hlátrinum hans, ég man eftir „bullmálinu“ hans sem mér fannst svo fyndið, ég man eftir rebbasög- unum hans þegar ég var lítil, ég man eftir skíðaferðum með hon- um í Bláfjöll, ég man eftir fjöru- ferðum og ég man eftir kærleik- anum á milli ömmu og afa og hvað þau áttu auðvelt með að hlæja saman. Þau höfðu líka alltaf eitt- hvað að tala um. Þau voru ánægð hvort með annað og ófeimin við að láta það í ljós. Ég hugsaði alltaf þegar ég var yngri að í framtíðinni myndi ég vilja vera í sambandi eins og amma og afi áttu. Þrátt fyrir að pabbi minn, son- ur ömmu og afa, hafi dáið þegar ég var sjö ára héldum við mamma og Örvar bróðir minn áfram að- fangadagskvöld með ömmu og afa og öðrum börnum og barnabörn- um þeirra þangað til ég var orðin fullorðin. Það voru dásamleg kvöld. Amma og afi höfðu einstakt lag á því að láta manni finnast maður innilega velkominn. Mér leið alltaf vel í návist þeirra og lengi á eftir. Við fórum yfirleitt alltaf í heim- sókn til ömmu og afa um helgar. Ég man sérstaklega eftir heim- sóknunum í Garðabæinn þar sem afi og amma áttu heima í 45 ár. Ég hlakkaði alltaf til þeirra. Við bróð- ir minn vorum nefnilega hálfpart- inn alin upp á gulrótum og múslí hjá mömmu, en hjá ömmu og afa fengum við nammi, kex og kökur. Þá var hátíð. Bústaðaferðir með ömmu og afa og Mæju frænku og Einari heitnum eru minnisstæðar. Þá fengum við Örvar og fleiri barna- börn að fara með í viku í senn, ár eftir ár. Fullorðna fólkið spilaði mikið brids og kana og svo var far- ið í sund og leikið minigolf inn á milli. Þetta voru yndislegar ferðir. Afi var músíkalskur og kunni mörg lög sem hann annaðhvort söng eða blístraði fyrir munni sér. Hann var ekki hrifinn af tækni- nýjungum og var lengi að taka takkasímana í sátt, ólíkt ömmu sem á fína tölvu og gemsa. Honum fannst virðingarvert að vinna mik- ið, sem hann og gerði, og var vandvirkur. Hann var duglegur að hrósa og mér fannst ég geta allt þegar ég var nálægt honum. Ég hefði ekki getað verið heppnari með afa og ömmu. Þau hafa gert líf mitt betra og bjartara. Megi afi hvíla í friði. Arna Björk Jónsdóttir. Elsku afi minn, þú ert búinn að vera í huga mínum hverja stund undanfarið. Við sem eftir sitjum horfumst í augu við þá staðreynd að þú hefur kvatt þetta jarðneska líf og skilur eftir þig stórt skarð. Þú hafðir nefnilega sérstaklega góða nærveru, afi minn, en ekkert getur breytt því að þú átt stóran stað í hjarta mínu þar sem ég geymi minninguna um þig. Það er svo skrítið til þess að hugsa að fara í heimsókn í Sóleyjarrima og hitta ekki Óskar afa. Ég get þó yljað mér við góðar minningar og stend sjálfa mig að því að brosa mikið og hlæja oft upp úr eins manns hljóði þegar ég rifja þær upp, sem segir kannski meira en nokkur orð. Það sem lýsir þér einna best er nefnilega bros, húm- or og góðlátleg stríðni. Við gátum gantast mikið saman og þú varst sko prakkari af Guðs náð. Þú varst líka dálítið dulur og leynd- ardómsfullur maður sem ég bar mikla virðingu fyrir og mig lang- aði oft að vita meira um hvað þú varst að hugsa. Síðustu ár fékk ég að gægjast betur og betur inn í leyndardómsfulla hugarheiminn þinn og fékk þann heiður að fá að kynnast viðkvæmri og ofurblíðri sál sem mætti mér af miklum kærleika. Við áttum oft djúpar og fallegar samræður um allt á milli himins og jarðar og það kann ég ekki síður að meta en yndislegan húmor og fallegt bros og ég geymi ávallt í hjarta mínu yndislegu stundirnar í Akureyrarferðinni síðasta sumar. Það er svo margt gott sem þú hefur skilið eftir þig, afi, og þú hef- ur haft mikil áhrif á mín lífsgildi og annarra í kringum þig. Þú hafðir svo ríka réttlætiskennd og lagðir áherslu á að bera virðingu fyrir og hjálpa minnimáttar. Ég heyrði þig aldrei segja illt orð um aðra manneskju. Þú barst líka mikla virðingu fyrir dýrum og þóttir svo afar vænt um þau. Það er ómetanlegt að hafa átt svoleiðis fyrirmynd sem lítið barn. Þessi mikla virðing fyrir dýrunum speglaðist ekki síst í rebbasögun- um þínum sem við mörg erum svo lánsöm að hafa fengið að heyra. Þú varst alltaf tilbúinn að setjast niður og segja sögu eins og þú ættir þér ósýnilega fjársjóðskistu fulla af fallegum sögum sem þú lifðir þig inn í og hreifst okkur krakkana með á rebbaslóðir. Flestar eru minningarnar úr Goðatúninu og það var alltaf jafn mikill spenningur að fara til ömmu og afa í Goðatúni einfald- lega af því að þar var svo yndislegt að vera. Þar var mikill kærleikur og oft líf og fjör, sérstaklega þeg- ar sest var við spilaborðið. Fyrir mér er Goðatúnið alltaf staðurinn ykkar ömmu og ég heyri fyrir mér fallegu söngröddina þína óma um þetta yndislega hús sem þú byggðir sjálfur. Þú söngst svo fal- lega, beint frá sálardjúpinu, eins og þú værir að syngja til himna. Elsku afi, ég hugga mig við það að þú ert nú með Grétari syni þín- um og öðrum ástvinum sem farnir eru. Ég efast heldur ekki um það eitt augnablik að þú fylgist með og passir vel upp á þá sem sitja eftir með söknuð í hjarta. Takk fyrir allt, elsku afi minn, og Guð geymi þig. Við sjáumst síðar. Elsku Anna amma, pabbi, Ósk og fjölskyldan öll, Guð gefi ykkur styrk og umvefji ykkur hlýju og kærleika. Linda. Við systkinin ólumst upp með stóra föðurfjölskyldu. Flest fólkið okkar var austur á fjörðum, nokk- ur bjuggu í Eyjum eins og við og svo voru Óskar og Anna í Reykja- vík með börnin sín þrjú. Reyndar, ég komst ekki að því fyrr en við fluttum sjálf, þá bjuggu þau í Garðabæ. Þau, frjálslyndir vinstrimenn, í mesta sjálfstæðis- hreiðri landsins áður en Arnar- nesið byggðist. Þegar pabbi og mamma tóku sig upp og fluttu upp á land, þá voru það Óskar og Anna sem voru þeim stoð og stytta í þeim flutn- ingum, skutu yfir okkur skjólshúsi fyrstu næturnar og pabbi fór að vinna í múrverkinu hjá Óskari og svo var ég ráðinn í handlangið og stóð ekki út úr hnefa, stubburinn rétt orðinn þrettán ára og lítill eft- ir aldri. Það vildi reyndar þannig til að við fluttum einmitt á afmælisdag- inn hans Óskars, og ekki hvaða af- mælisdag sem var. Nei, þetta var fertugsafmælið hans og stór veisla. Ættingjar og vinir og Fóst- bræður eins og þeir lögðu sig og þeir voru miklu fleiri en fjórtán man ég. Borð svignuðu undan veitingum og söngurinn ómaði um stofur og ganga. Samt var ekkert mál að hýsa okkur fimm. Þannig man ég eftir Óskari frænda, alltaf fullum af krafti og áhuga og húmor. Stundum kom- inn á undan sjálfum sér vegna þessa að hlutirnir hefðu þurft að ganga hraðar fyrir sig. Til dæmis þegar hann sat undir stýri, þá gekk sjaldan nógu vel að koma bílnum áfram svo hann ýtti á stýr- ið til að flýta för. Alltaf tilbúinn að grínast, glettinn og glaðlegur og hláturmildur með broshrukkur í augnkrókunum. Og hún Anna hans Óskars, í hvert skipti sem við litum inn var eins og um höfð- ingjaheimsókn væri að ræða. Allt- af velkomin, alltaf svignandi borð og alltaf áhugi og hlýja sem mætti gestunum. Þau voru og eru gott fólk og góðir ættingjar. Þau hafa fengið sinn skerf af ágjöfum og meiri en margir en hafa samt alltaf pláss fyrir aðra. Takk fyrir samveruna, kæri frændi. Guð geymi þig, Anna, og börnin og allan ættbogann. Ágúst Pétursson. Kveðja frá Fóstbræðrum Hann var hógvær og hann var prúðmenni og söng annan tenór með sæmd í Karlakór Fóstbræðra í 22 ár. Þetta var Óskar Ágústsson sem við kveðjum í dag. Það er margs að minnast eftir að hafa starfað með góðum félaga um ára- tuga skeið, þar sem hlýja og vænt- umþykja hefur ráðið ríkjum. Ósk- ar var einn af þeim sem ekki drógu af sér að leggja kórnum lið, hvort sem var um að ræða söng- lega eða viðkom veraldlegum hlutum. Þegar Fóstbræður hófust handa við að koma sér upp fram- tíðarhúsnæði voru kórfélagar ein- huga um að vinna allir sem einn að byggingu félagsheimilisins. Þá var gott að eiga Óskar í hópnum, en hann var múrarameistari, og að mörgu þurfti að hyggja. Í þess- um efnum gekk Óskar heill til starfa og hafði metnað fyrir hönd Fóstbræðra að þessum hlutum væri sem best fyrir komið. Hann fann það eins og allir kórfélagar að þarna áttu sér stað viss straumhvörf hjá kórnum, að kom- ast í eigið húsnæði og þar með öll óvissa um húsnæðismál úr sög- unni. Óskar sat í byggingarnefnd Fóstbræðra frá 1967 til 1972. Þeg- ar söng hans lauk hjá starfandi kórnum 1985 starfaði hann með Gömlum Fóstbræðum. Óskar hlaut Gullhörpu Fóstbræðra 1982. Óskar Ingólfur Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.