Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ættir að kaupa inn til heimilisins því ættingjar þínir munu líklega kíkja í heim- sókn. Dragirðu þig í hlé núna muntu iðrast sáran síðar. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er auðvelt að fyllast bjartsýni í vinnunni í dag. Undirmeðvitundin er á fullu að leysa vandamálin. Láttu það ekki trufla þig, því í raun liggur ekkert á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú þarf að hefja viðræður og kom- ast að samkomulagi. Mundu að kærleikurinn felst meðal annars í viljanum til að gefa og þiggja. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér líka. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að leita ráða hjá þér eldra fólki sem hefur meiri reynslu á ákveðnu sviði. Gakktu samt ekki fram af sjálfri/um þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekkert virðist of brjálað til að þú hafir ekki áhuga á því. Það er engin ástæða til að láta sem himinn og jörð séu að farast þótt all- ir hlutir gangi ekki upp. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er komið að því að þú uppskerð laun erfiðis þíns og samvinna við aðra ætti einnig að skila góðum árangri. Þú átt auðvelt með að vekja hrifningu annarra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að hafa alla hluti á hreinu áður en þú tekur ákvörðun í veigamiklum málum. Auðveldaðu vinum og fjölskyldu að koma með tillögur og bjóða þér aðstoð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt nútíminn sé nærtækastur er alltaf viturlegt að horfa fram á veginn og mönnum er hollt að hyggja að fortíðinni. Nú er rétti tíminn til að finna réttu lausnirnar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þú standir þína plikt, virðist öðrum sem kíkja á, að þú skemmtir þér stór- kostlega. Það er ekki alltaf svo að besta lausnin sé sú sem liggur í augum uppi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leyfðu ástvinum að eiga í sínum átökum. Reyndu að vinna sem mest ein/n og láttu félagslífið aðeins bíða. Ekki kaupa eitt- hvað sem þig vantar alls ekki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reiknings- yfirlit og þá sérðu hvert peningarnir hafa far- ið. Haltu þig við þinn eigin sannleika. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er upplagt að eyða smá tíma í það að sýna sig og sjá aðra. Einhver nákom- inn þarf virkilega á þér að halda. Sýndu skiln- ing á annarra axarsköftum. Guðmundur Arnfinnsson skrifarmér: „Þakka leiðréttinguna. Sá í Vísnahorninu að góðkunningi þinn, karlinn á Laugaveginum, kveið mjög fyrir vistinni í Hveragerði ef hann fengi þar kjöt af brúkunar- klár með kálinu í stað nautakjöts. Mér datt í hug limra af líkum toga: Krydd var ekkert í kökunni og kjöt var ekkert í bökunni, ekkert var eins og vera bar samkvæmt sýnatökunni. Og svo kemur limra af öðru til- efni: Ég heyrði um heimspeki rugla þrjá háskólamenntaða fugla, einn var mjög klár en annar blár, sá þriðji var útskorin ugla.“ Ég þakka Guðmundi góð bréf. Veðurofsinn kallar á að rifjaðar séu upp nokkrar vetrarvísur og þykir mér vel við hæfi að fletta upp í Snót, hvað þar sé að finna. Jón Þorláksson á Bægisá orti: Margur fengi mettan kvið, má því nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að eta. Í Snót er þessi staka sögð eftir Jón Þorláksson prest en Sveinbjörn Beinteinsson telur hana eftir Látra- Björgu og skýrir „Ýmisbúkur = jörðin: Æðir fjúk á Ýmisbúk, ekki er sjúkra veður. Klæðir hnjúka hríð ómjúk, hvítum dúki meður. Gestur Bjarnason (Glímu-Gestur) orti: Hjalla fyllir, fenna dý, falla vill ei kári, valla grillir Ennið í; alla hryllir menn við því. Kveðið í harðindum: Hvað er að frétta? Harðindin. Hvað er starfað? Skorið. Hvað er dýrast? Heybjörgin. Hvað um bætir? Vorið. Sveinbjörn Egilsson orti: Þó landnyrðingur ljótur sé og lemji hús og fold; þó bresti hljóð og braki tré, og beri snæ sem mold, mitt skal ei hræðast hold, því blíðviðrið á byljavængjum hvílir. Gunnar Gunnarsson orti: Þorrahríðin enduð er, ei stóð þessi lengi, þurfum kvíða varla vér verði messa engi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kjöt var ekkert í bökunni Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ STARFSFÓLKIÐ SKIPTUM ÞJÓRFÉNU JAFNT. HVAÐ ER 50 KALL DEILT MEÐ 27?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar skynsamur tvíburi lætur stjórnast af tilfinningum. HUNDAGARÐUR VINSAMLEGAST HAFIÐ EIGEND- UR ALLTAF Í TAUMI. MAÐUR VINN- UR SEX DAGA VIKUNNAR ... ... OG HVERJU SKILAR ÞAÐ MANNI? RÉTTINUM TIL AÐ BYRJA AFTUR Á MÁNUDEGI? SVO ÞIÐ GRETTIR ERUÐ MEÐ ÁTVEISLU? ÞIÐ ERUÐ SAMT EKKERT Í RÓMVERSKUM SKIKKJUM? HA? MEIRI VÍNBER!Víkverji horfir sjaldan á beinar út-sendingar frá íslenskum íþrótta- leikjum. Honum er samt ljóst að beinar útsendingar eru erfiðar í framkvæmd og mega í raun teljast tæknilegt kraftaverk ef vel tekst til. Að minnsta kosti þegar ríkisfjölmið- illinn á í hlut. Víkverji hafði samt ekki gert sér grein fyrir því hversu næmt auga stjórnendur slíkra útsendinga þurfa að hafa fyrir fallegu fólki. Þannig kom það upp í gær að ljósmyndurum var bannað að fara inn á íþróttavelli eftir að handboltaleikjum lauk, því enn var verið að senda út. Framkvæmdastjóri HSÍ segist reyndar ekki sjá að þetta valdi nein- um vandkvæðum, þrátt fyrir að um úrslitaleiki hafi verið að ræða. Hann telur eðlilegt að ljósmyndarar megi ekki koma nær til að taka myndir af fagnaðarlátum, og að myndir af verðlaunaafhendingum séu alveg nógu góðar. Mikilvægast sé að tryggja „ákveðið vinnuumhverfi“ eftir óskum RÚV. Víkverji þykist sjá á þeim orðum að framkvæmdastjóri HSÍ er ekki vanur fjölmiðlamaður, og því ekkert skrítið að hann sjái ekki hvar vand- inn liggur. Því er nærtækast að líta til RÚV eftir skýringum. Getur verið að ljósmyndarar séu almennt slíkar ómyndir að það fæli áhorfendur og auglýsendur frá ríkismiðlinum ef þeir sjást í beinni útsendingu sinna vinnunni sinni? x x x Víkverji hefur reyndar aldreistarfað við beinar útsendingar en hann þykist þó hafa brúklegt fag- urfræðiauga og getur vottað það hér með að ljósmyndarar Morgunblaðs- ins og mbl.is eru allir yfir meðallagi myndarlegir, eða „fótógenískir“ eins og það heitir víst í þeirra heimi. Því leggur Víkverji til að RÚV veiti undanþágu frá þessu banni sínu fyrir fyrrnefnda ljósmyndara, enda gæti vera þeirra á skjánum aukið áhorf, frekar en hitt. Um ljósmyndara annarra fjöl- miðla skal ekki fullyrt hér, en Vík- verji býður hér með RÚV fram að- stoð sína við gerð staðals eða prófa til að skera úr um hvort ljósmynd- arar teljist nógu fagrir til að koma fyrir í sjónvarpi eða ekki. víkverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vor- ar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort. (Sálmarnir 68:20)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.