Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir ingibjörg10@lhi.is „Við erum með þessari sýningu að kynna það allra besta í norrænni hönnun í dag,“ segir Harpa Þórs- dóttir, safnstjóri Hönnunarsafn Ís- lands, um sýninguna Norræn hönnun í dag sem sendiherra Svíðþjóðar, Anders Ljunggren, mun opna á mið- vikudaginn kl. 18. Sýningin kemur frá Röhsska hönnunarsafni Svía og er framlag Hönnunarsafnsins til Hönn- unarMars. Safnið hefur tekið þátt í HönnunarMars frá upphafi. Eftir að það var opnað á Garðatorgi hafa HönnunarMarssýningar Hönn- unarsafnsins verið opnaðar daginn fyrir sjálfa opnunarhátíðina en hátíð- in byrjar formlega á fimmtudaginn og mun standa fram á sunnudag. Sýningin mun þó standa í Hönn- unarsafninu til 26. maí en þaðan fer hún til Berlínar. Ein virtustu hönnunarverðlaun heims Sýningin er samsýning sex hönn- uða sem eiga það sameiginlegt að hafa hlotið hin virtu Torsten och Wanja Söderberg-verðlaun. Tveir af sex hönnuðum eru Íslendingar, þau Steinunn Sigurðardóttir fatahönn- uður og Sigurður Gústafsson hús- gagnahönnuður. Einnig eru sýnd verk sænska hönnunarteymisins Front, finnska vöruhönnuðarins Harri Koskinen, danska fatahönn- uðarins Henrik Vibskov og norska skartgripahönnuðarins Sigurd Bron- ger. Sá síðastnefndi er núverandi verðlaunahafi en hann mun einnig flytja erindi í Norræna húsinu um verk sín. Að hljóta Söderberg-verðlaunin er mikill heiður en þau eru talin ein virt- ustu hönnunarverðlaun samtímans. „Söderberg-fjölskyldan er mjög þekkt í Svíþjóð en hún var áður fyrr í stáliðnaði og styðja nú rausnarlega við menningu og vísindi,“ segir Harpa. Sjálf situr hún í dómnefnd sjóðsins ásamt hönnunarsafnstjórum hinna norrænu þjóðanna. „Í stað þess að verðlaunin væru aðeins fyrir sænska hönnuði ákvað Söderberg- fjölskyldan að gera norræn verðlaun en það finnst mér mikið örlæti.“ Það að verðlaunin séu norræn hefur ekki aðeins jákvæð áhrif fyrir hönnuði heldur einnig safnstjóra hönn- unarsafnanna. „Þetta gerir okkur safnstjórunum kleift að hittast og kynna okkur hvað er nýjast í hönnun hvers lands fyrir sig. Við erum því alltaf í endurmenntun. Við vinnum hvert fyrir annað og bendum hvert öðru á áhugaverða hönnun til þess að fylgjast með í hverju landi fyrir sig,“ segir Harpa. Verðlaunin eru ekki af verri end- anum en handhafi þeirra hlýtur pen- ingaverðlaun upp á eina milljón sænskra króna sem samsvarar um 20 milljónum íslenskra króna í dag. Síð- asti íslenski verðlaunahafinn var Steinunn Sigurðardóttir fatahönn- uður en hún hlaut þau árið 2008. Harpa útskýrir að Steinunn sé fyrsti fatahönnuðurinn til þess að fá þessi verðlaun. „Það þótti undrum sæta að fatahönnuður skyldi hljóta verðlaunin en hún breytti ákveðnu viðhorfi. Steinunn er fatahönnuður sem er á jaðri listsköpunar í hönnun sinni. Hún sækir innblástur sinn á mjög djúpan hátt en í verðlaunalínunni var inn- blásturinn sóttur til íslenskrar nátt- úru.“ Á sýningunni verður frumsýnd ný lína eftir Steinunni. Líkt og Steinunn Sigurðardóttir er danski fatahönnuðurinn Henrik Vibs- kov á jaðri fatahönnunar og listsköp- unar. Vibskov byrjaði að hanna föt fyr- ir karlmenn en hannar nú fyrir bæði kynin. Hann nálgast hönnun sína á frumlegan hátt en meðal annars skírir hann fatalínurnar sérstökum nöfnum. Línan sem verið er að setja upp í Hönnunarsafninu heitir Eat. „Henrik Vibskov sýnir ekki fatnaðinn á hefð- bundinn hátt heldur samtvinnar fata- línuna við sviðsmynd. Það er mikil upplifun að fylgjast með þegar lín- urnar hans eru frumsýndar. Fyrirsæt- urnar verða hluti af sviðsmyndinni og einhverskonar leikverki.“ Stál dansar tangó við tré Sigurður Gústafsson er hinn Ís- lendingurinn á sýningunni. „Af því að sýningin er á Íslandi ákváðum við að hafa ekki aðeins síðustu fimm verðlaunahafa heldur bættum við Sigurði við,“ útskýrir Harpa en hún segir kynningartækifæri fólgið í sýn- ingunni fyrir íslenska hönnun þar sem sýningin fer frá Íslandi til Berl- ínar og jafnvel síðar á fleiri staði. „Sigurður er arkitekt og tengir hönnunina við hugmyndafræði um byggingarlist. Hann hefur kafað of- an í listasöguna, sérstaklega þann hluta sem tengist byggingu.“ Þekkt- asta hönnun Sigurðar er stóll sem heitir Tango en stóllinn hefur gert garðinn frægan meira að segja á ís- Tango og töfrakommóða  Sýningin Norræn hönnun í dag verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands á miðvikudaginn  Samsýning sex hönnuða sem hafa hlotið hin virtu Torsten och Wanja Söderberg-verðlaun Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestur Christoffer Blom, sýningarstjóri frá Röhsska hönnunarsafninu í Gautaborg og Harpa Þórsdóttir með hestalampa Front-teymisins sér við hlið. HönnunarMars er haldinn í fimmta skipti í ár. Hátíðin hefst fimmtudaginn 14. mars en lýkur á sunnudaginn 17. mars. HönnunarMars er einn stærsti viðburður á sviði hönnunar á Íslandi. Hátíðin býður upp á ýmsa viðburði, innsetningar og sýningar. Meðal viðburða í ár eru sýningin Hringrás, þar sem veggir kaffihússins Mokka er myndskreyttir, og Flétta, en það er samsýning margra hönnuða í Þjóðminjasafninu. Líkt og fyrri ár hefst hátíðin á fyrirlestradegi. Í ár kallast dagurinn Um sköpunarkraftinn, en þar flytja fjórir fyrirlesarar erindi. Þema fyrir- lestradagsins í ár er sköpunarkrafturinn og þeir galdrar sem í honum fel- ast. Fyrirlestradagurinn er haldinn í Þjóðleikhúsinu og hefst klukkan 10. Fyrsta erindið flytur grafíski hönnuðurinn Inge Druckrey. Inge leggur áherslu á töfra augans, að nýta sjónina betur í hversdagslífinu og njóta þannig meiri fegurðar. Maja Kuzmanovich, stofnandi FoAM, flytur annan fyrirlestur dagsins. Leiðarljós FoAm er að rækta menninguna til að næra samfélag framtíðarinnar. Eftir hádegið mun Juliet Kinchin, sýningarstjóri í hönnunar- og arkitektúrdeild MoMA, flytja erindi en hún hefur skrifað um hlutverk nútímahönnunar í félagslegu og pólitísku samhengi. Síðasta fyrirlestur dagsins flytur Eley Kishimoto, annar af tveimur hönnuðum á bak við fatamerkið Eley Kishimoto. Fyrirlestradagurinn er opinn öllum hönnunaraðdáendum en nálgast má miða á heimasíðunni miði.is. HönnunarMars veitir innblástur og býður áhugasömum að vera þátt- takendur í sköpunarkraftinum sem ríkir innan hönnunarsamfélagsins. Frekari upplýsingar um dagskrá HönnunarMars má finna á heimasíðu há- tíðarinnar, honnunarmars.is. Einn stærsti hönnunar- viðburður ársins HÖNNUNARMARS Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) • Kópavogi • sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is ÞÉR ER BOÐIÐ Í FRÍA LEGU- GREININGU Rúmgott er eini aðilinn á Íslandi sem býður upp á legugreiningu. ÍS LE N SK GÆ I60 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.