Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 20

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 20
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Ísland Vextir 6,75% Írland Vextir 3,25% Mánaðarleg afborgun af óverðtryggðu 20 millj. kr. láni með jöfnum afborgunum til 25 ára. 179.000 kr. 121.000 kr. Í aðdraganda og kjölfar hruns bankanna, hrundi íslenska krónan. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti enda á blessuð krónan sér mjög sveiflu- kennda sögu. Sveiflur á verðgildi íslensku krón- unnar gagnvart erlend- um gjaldmiðli viðskipta- landa okkar hafa valdið óhóflegri verðbólgu hér á landi. Á 8. áratugnum var árleg verðbólga um 35 prósent sem leiddi til þess að árið 1979 voru sett lög um verðtrygg- ingu af ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Óðaverð- bólga át upp sparifé og olli mikl- um skorti á lánsfé. Með verðtryggingunni breyttust aðstæður, auð- veldara varð að fá lán og hægt var að hefja upp- byggingu lífeyrissjóða. Á 9. áratugnum náði verðbólga nýjum hæðum og árlegt meðaltal þann áratuginn var um 48%. Eftir árið 1990 hefur verðbólga að jafnaði verið mun minni hér á landi þó hún hafi verið mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Ef við lítum t.d. til Danmerkur, Finn- lands og Írlands þá er vart hægt að bera saman verðlagsþróun þessara þriggja landa við Ísland. Á sl. 30 árum hefur verðlag tvö- faldast í þessum ríkjum en tólf- faldast á Íslandi. Já – þið lásuð rétt! Þrálát verðbólgusaga hefur áhrif á lánskjör. Þó verðtrygg- ingin hafi valdið mörgum lán- takendum búsifjum á síðustu árum þá er hún ekki rót vand- ans. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir hafa sýnt viðleitni til að bæta lántakendum verð- tryggðra lána upp kostnað síð- ustu ára en sú viðleitni dugir skammt. Verðbólga næstu ára mun verða fljót að hækka höfuð- stól lánanna aftur. Fleiri velja nú þá leið að taka óverðtryggð lán til að verja sig gegn höfuð- stólshækkunum sem verðtrygg- ingin veldur í mikilli verðbólgu. Í staðinn verður greiðslubyrðin þyngri og sveiflur í afborgunum meiri við vaxtabreytingar. Forsætisráðherra langar til að slá heimsmet. Honum hefur enn ekki tekist það. En það er ein leið fær í þeim efnum. Hún er sú að taka upp annan gjaldmiðil, evruna sem er gjaldmiðill okkar helstu viðskiptalanda. Með því móti gæti hann lækkað greiðslu- byrði húsnæðislána varanlega um rúm 30 prósent! Hver vill slá heimsmet? ➜ Sveifl ur á verðgildi íslensku krónunnar gagn- vart erlendum gjaldmiðli viðskiptalanda okkar hafa valdið óhófl egri verðbólgu hér á landi. Stjórnvöld fengu mjög skýr skilaboð í vikunni. Núverandi fyrirkomulag grunnskólanáms á Íslandi skilar ekki ásættanlegum árangri. Þótt PISA-könn- un OECD sé ekki upphaf og endir allrar umræðu um gæði menntunar væri afar skammsýnt að taka niðurstöðurnar ekki alvar- lega. Betri samanburður á frammistöðu nemenda er vandfundinn og rannsóknir hafa sýnt sterka fylgni á milli þróun- ar árangurs í PISA-könnunum og hagvaxtar. Ísland er í sérstakri stöðu hvað þessa hluti varðar. Fjárframlög hins opinbera á hvern grunnskóla- nema hafa farið vaxandi undan- farin 15 ár á sama tíma og dreg- ið hefur verulega úr framlögum á hvern háskólanema. Ísland er enn fremur eina þjóðin innan OECD sem ráðstafar meiri fjármun- um á hvern grunnskólanemanda en háskólanemanda. Þrátt fyrir þetta eru laun grunnskólakenn- ara á Íslandi í lægri kantinum og almenn óánægja með starfskjör. Það er óhugsandi að ekki sé hægt að nýta fjármunina betur. Nýjar leiðir hafa borið árangur Fjölbreytni í rekstrarformi opin- berrar þjónustu hefur skilað mjög góðum árangri, jafnt hérlendis sem erlendis. Á nýlegum fundi Samtaka verslunar og þjónustu um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila hélt fram- kvæmdastjóri Hjalla- stefnunnar, Áslaug Hulda Jónsdóttir, afar áhugavert erindi um starfsemi og árangur fyrirtækisins. Það bregður mörgum í brún þegar orðið fyrirtæki er nefnt í þessu samhengi, enda hefur aðkoma einka- aðila að opinberri þjónustu verið viðkvæmt viðfangs- efni á undanförnum árum. Þetta á einkum við þegar rætt er um menntun og heilbrigðisþjón- ustu. Slík viðhorf markast gjarnan af því að umræðu um fjármögnun og aðgengi að opinberri þjónustu er blandað við umræðu um rekst- ur hennar. Þegar horft er á þann árangur sem starfsemi fyrirtækis eins og Hjallastefnan hefur náð er óum- flýjanlegt að spyrja hvort hér liggi ekki hluti af lausn vandans í grunnskólakerfinu. Námsárang- ur nemenda innan Hjallastefn- unnar hefur verið góður, nemend- um líður vel og ásókn í skólana er langt umfram það sem starfsemin annar. Hér er ekki átt við að uppskrift Hjallastefnunnar sé sú eina rétta. Það sem velgengni hennar sýnir aftur á móti fram á eru þau miklu tækifæri sem samkeppni, nýsköp- un og fjölbreytileiki skapa. Í dag eru einungis 2,5% grunnskóla- nemenda í sjálfstæðum skólum og fæstir foreldrar standa frammi fyrir valkostum þegar kemur að grunnskólamenntun barna sinna. Þessu ætti að breyta. Tækifærin liggja víðar Að lokum er vert að benda á að vandinn í grunnskólakerfinu á sér sterka hliðstæðu í stærra við- fangsefni: Hvernig efla megi opin- bera þjónustu á sama tíma og dreg- ið er úr útgjöldum? Fram til þessa hefur aðferðafræði hagræðingarað- gerða í opinberum fjármálum fyrst og fremst gengið út á að reyna að gera sömu hlutina með sama hætti fyrir minni fjármuni. Í stað þess að hjakka í sama farinu verður að nýta þessar áskoranir með uppbyggi- legri hætti og spyrja í auknum mæli hvað megi gera öðruvísi. Þar spilar samstarf og verka- skipting hins opinbera og einka- aðila lykilhlutverk. Aukin aðkoma einkaaðila að opinberum rekstri getur skilað miklum ávinningi ef rétt er haldið á spilunum eins og dæmin sanna. Þessi ávinningur er ekki eingöngu fólginn í hagkvæmni í rekstri, heldur ekki síður auknu vali neytenda og hvötum til nýsköp- unar. Hleypidómar, íhaldssemi og tortryggni mega ekki koma í veg fyrir að allir kostir verði skoðaðir til hlítar á málefnalegan og skyn- samlegan máta. Að „hjallast“ úr sama farinu Ungir karlmenn í Reykja- vík eru margir illa staddir og ég hef áhyggjur af þró- uninni. Ef rýnt er í tölur um fjárhagsaðstoð er ljóst að stærsti einstaki not- endahópurinn í Reykjavík er ungir karlmenn. Það þýðir að þeir eru ekki í vinnu og líklega ekki í skóla, óvirkir þátt- takendur í samfélaginu. Við höfum séð hvað and- varaleysi gagnvart slíku ástandi getur þýtt. Óeirð- ir í París, London og Stokkhólmi á liðnum misserum voru afleiðing af vanmáttarkennd, áhrifaleysi og skorti á skilningi á aðstæðum ungs fólks, ekki síst ungra karlmanna. Rétt er að taka fram að íslensk ungmenni eru til mikillar fyrir- myndar heilt á litið. Þau stunda heilbrigðara líferni en fyrirrenn- arar þeirra og nýta vel þau fjölda- mörgu tækifæri sem hefur verið kappkostað að bjóða í námi, íþrótt- um og listum. Þegar svo vel tekst til við að umbreyta þeim slæmu siðum sem hér tíðkuðust áður verður sárara að sjá stækkandi hóp ungmenna sem sér ekkert í spilunum fyrir sig. Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því allra mesta sem gerist í heim- inum. Sjálfsmynd Íslendinga er að mjög miklu leyti samofin þátttöku á vinnumarkaði og á það sérstaklega við um karlmenn sem jafn- framt eiga sín sterkustu félagslegu tengsl á vinnu- staðnum. Þá er atvinnu- þátttaka kvenna óvenju mikil hér á landi. Almennt vinna Íslendingar marga og langa daga í samanburði við nálægar þjóðir og gild- ir það um ungmennin líka, sem vinna fleiri daga í viku meðfram námi en jafnaldr- ar þeirra annars staðar á Norður- löndunum. Þessi staða skapar tölu- verðan þrýsting á að fólk sé í vinnu og taki þeirri vinnu sem bjóðist. Þannig er okkar samfélagssáttmáli búinn að vera, þeir vinna sem geta og vinnan verður útveguð. Ekki má gefa eftir En hvað gerum við þegar ungt fólk fær ekki aðild að sáttmálan- um? Störfin bjóðast ekki eða þeim gefst ekki tækifæri til að vinna þau störf sem bjóðast. Hvað gerum við þegar uppeldi, skóli og atvinnu- líf hafa skapað væntingar um innihaldsrík og skemmtileg fram- tíðarstörf en engin slík verða til? Eða hvað gerum við þegar vænt- ingar um laun og starfsaðstæður eru órafjarri því sem menntun og árangur getur staðið undir? Til næstu ára litið þá er ekki mikil von til þess að ungir menn sem hafa verið óvirkir um hríð geti gert mikið til að rétta stöðu sína hjálp- arlaust. Þegar fram líða stund- ir geta þeirra vandamál undið upp á sig og þeirra vandi verð- ur vandi maka þeirra og barna. Ýmis virkniúrræði eru í gangi til að tækla þann vanda. Þar má ekki gefa eftir því öll virkni er leið til betri lífsskilyrða. Mest um vert er þó að skapa ekki aðstæður vonleysis hjá fleiri ungmennum. Mín tillaga er því sú að Reykjavíkurborg taki upp ung- mennatryggingu. Við sameinumst um að hver einasti einstaklingur á aldrinum 16-20 ára fái tækifæri til að mennta sig, stunda starfs- nám eða fái vinnu við hæfi. Stöðv- um brottfallið úr framhaldsskól- anum með því að finna fyrst nám við hæfi, styðjum svo við þá sem eru í hættu að flosna upp. Raun- ar ætti að ganga lengra og sýna hverju einasta ólögráða ungmenni að samfélaginu er ekki sama um framtíð þess og fylgja þeim betur eftir sem þess þurfa. Ungmennatrygging í Reykjavík MENNTUN Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ➜ Fjölbreytni í rekstrar- formi opinberrar þjónustu hefur skilað mjög góðum árangri, jafnt hérlendis sem erlendis. SAMFÉLAG Sverrir Bollason fulltrúi Samfylking- arinnar í velferðar- ráði Reykjavíkur- borgar ➜ Mest um vert er þó að skapa ekki aðstæður von- leysis hjá fl eiri ungmennum. FJÁRMÁL Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona Samfylk- ingarinnar L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N A L HORSE SHOW O F IC E L A N D 8.des. sun. kl. 20:00 Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld. Ræðumenn kvöldsins verða rithöfundurinn Jónína Leósdóttir og séra Hjörtur Magni Jóhannsson. Fram koma Bjarni Arason, Svavar Knútur, Kristjana Stefánsdóttir, Sönghópur Fríkirkjunnar, Barnakór Fríkirkjunnar, Tómas R. Einarsson, Matthías Hemstock og Gunnar Gunnarsson sem jafnframt er organisti kirkjunnar og stjórnandi sönghóps. Álfheiður Björgvinsdóttir er stjórnandi barnakórs. 15.des. sun. kl. 14:00 Guðsþjónusta 3. sunnudagur í aðventu. 22.des. sun. kl. 14:00 Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan haldið upp í Safnaðarheimili og sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla. 22.des. sun. kl. 17:00 Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. 24.des. þri. kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadagskvöldi Einsöngur Nathalía Druzin Halldórsdóttir. Sönghópur Fríkirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni. 24.des. þri. kl. 23:30 Miðnætursamvera á jólanótt. Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti! 25.des. mið.kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. 31.des. þri. kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund. Helgihald jóla og aðventu FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.