Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 22

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 22
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22 Hugleiðingar í tilefni 25 ára afmælis HIV-Íslands í ár. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þess- um 25 árum frá stofnun félagsins og heilbrigði og aðstæður HIV-jákvæðra hafa batnað verulega. Ný og öflug lyf komu á markaðinn árið 1996 sem bættu líkamlegt heilbrigði þeirra og langlífi. Það var áhrifaríkt að sjá veikt fólk nánast standa upp úr hjólastólunum og fara út í lífið. Það var ekki alltaf auðvelt því stundum varð fyrst að vekja vonina sem hafði nánast horfið með tíman- um. Einnig gat verið erfitt að vita hvert skyldi stefna. Það er gleði- legt og í raun ótrúlegt að sjá hvað margir í dag lifa góðu lífi; stunda alls kyns nám og vinna mikilvæg störf í samfélaginu. Bara yfirleitt að lifa innihaldsríku og góðu lífi með eigin fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Miklar framfarir hafa átt sér stað í lyfjamálum HIV-jákvæðra frá árinu 1996. Inntaka lyfjanna er nú mun einfaldari en áður og nóg að taka eina töflu á dag í stað um 20 taflna eins og algengt var fyrir um 15 árum. Þetta hefur svo sannarlega einfaldað líf margra. Aukaverkanir af lyfjunum eru jafnframt hverfandi, en framan af þótti ekki óeðlilegt að vera til dæmis daglega með niðurgang og ógleði í tengslum við inntöku lyfjanna. Ánægjulegra kynlíf? Nýleg þróun á vafalaust eftir að hafa mikil og góð áhrif í lífi HIV- jákvæðra og landsmanna allra. Hún varðar kynlífsþáttinn sem mörgum sem greinast með HIV finnst oft hvað erfiðastur. Nýleg rannsókn á gagnkynhneigðum ein- staklingum sýndi að smithætta í kynlífi, sem oftast er undir 1%, minnkar um 96% til viðbótar séu HIV-jákvæðir í virkri HIV-lyfja- meðferð og í traustu sambandi. Enn vantar rannsóknir á sam- kynhneigðum og sprautu- fíklum. Telja má víst að þessi rannsókn eigi eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif á kynlíf HIV-jákvæðra og efla lífsgæði þeirra. Hún geti auðveldað þeim til- hugsunina um kynlíf eftir greiningu og dregið úr ótt- anum við höfnun þegar þeir segja frá smiti sínu áður en kynlíf er stundað. Sömuleiðis verði einfald- ara fyrir þá að stofna til tengsla við ósmitaða einstaklinga og ótt- inn við smitun í sambandi kann að minnka eða hverfa alveg. Áhrif- anna gæti jafnframt í barneign- um, því í stað tæknilegra lausna eins og „sæðisþvottar“, geti fólk í meira mæli stundað hefðbund- ið kynlíf við getnað. Hvert par þarf að ákveða fyrir sig hvort það hætti alveg smokkanotkun sé annar aðilinn í virkri HIV-lyfja- meðferð. Vafalaust kjósa sumir að nota alltaf smokkinn ef einhverj- ar líkur eru á smiti á meðan aðrir meta smithættuna það litla að það taki því ekki. Þetta verða pör að gera upp við sig eftir greinargóð- ar upplýsingar hjá sérfræðingi. HIV-jákvæðir og landsmenn allir þurfa að vera vel upplýstir um þessa nýjustu byltingu hvað varð- ar smithættu. Fordómar þurfa að víkja fyrir þekkingu sem ætti að auðvelda kynni HIV-jákvæðra við ósmitaða og efla gæði samskipta þeirra og tengsla. Þrátt fyrir miklar framfarir í heimi HIV-jákvæðra er enn mik- ilvægt að setja smokkinn á odd- inn; fyrir einhleypa og alla fyrsta hálfa árið í sambandi. Þá er kjörið að fara í kynsjúkdómaskoðun og breyta síðan yfir í hormónagetn- aðarvörn til dæmis pilluna. Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimil- um sem eru undir lágtekju- mörkum eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er stað- reynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvar- andi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakn- ingu um barnafátækt og afleiðing- ar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnis- legum gæðum kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástand- ið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafn- öldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangr- uð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til pening- ar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virð- ast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhuga- mál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfir- leitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mis- munandi, en gjarnan er langvar- andi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta vel- ferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textan- um „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur. ➜ Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort … ➜ Telja má víst að þessi rannsókn eigi eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif á kynlíf HIV-jákvæðra og efl a lífsgæði þeirra. Í BYKO velur þú draumajólatréð við kjör aðstæður inni, þannig að þú getur gefið þér góðan tíma og vandað valið. Valið á jóla trénu ætti þó ekki að taka langan tíma því BYKO býður eingöngu upp á hágæða sérvalin jólatré: Nor- mannsþin, íslenska furu og blágreni. Hluti söluandvirðis af hverju jólatré fer til Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar í Kópavogi. BYKO BÝÐUR EINGÖNGU UPP Á HÁGÆÐA SÉRVALIN JÓLATRÉ Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is. 100-150 cm .............................3.995 kr. 150-200 cm .............................7.995 kr. 200-250 cm ...........................12.955 kr. 100-125 cm .............................3.285 kr. 125-150 cm .............................3.985 kr. 150-175 cm .............................5.485 kr. 175-200 cm .............................7.485 kr. 200-225 cm .............................9.985 kr. 100-125 c m .............................3.595 k r. 125-150 c m .............................4.995 kr. 150-175 cm ... ... ... ....................6.795 kr. 175-200 cm .............................9.995 kr. 200-250 cm ...........................11.995 kr. Íslensk fura Normannsþinur Blágreni LIFANDI JÓLATRÉ Timburverslun Breidd Grandi Selfoss Virka daga: kl. 8-18 Laugardaga: kl. 10-17 Virka daga: kl. 8-19 Laugardaga: kl. 10-18 Sunnudaga: kl. 11-17 Virka daga: kl. 8-18 Laugardaga: kl. 10-18 Sunnudaga: kl. 12-16 Sölustaðir: Lifandi jólatré. Verð frá:3.285kr. SÉRVALIN JÓLATRÉ Það er erfi tt að vera fátækur Byltingarnar í lífi HIV-jákvæðra SAMFÉLAG Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheillum HEILBRIGÐIS- MÁL Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi hjá Embætti landlæknis og á Landspítala
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.