Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 36

Fréttablaðið - 07.12.2013, Side 36
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Það fylgir ekki mikil sann-færing svarinu þegar ég spyr Eirík hvernig hann hafi það og hann svarar: „Bara ágætt.“ Kannski er það kuldakastið, snjórinn, honum kyngir niður, eða myrkrið. „Nei, ég er nú aðal- lega dapur út af Ríkisútvarpinu,“ segir Eiríkur sem vann á Rás 1 í fjölda ára, flutti pistla í Víðsjánni þar sem músík frá níunda áratugn- um og tilvistarheimspeki fengu að njóta sín til jafns. Hann er hætt- ur í útvarpinu, pistlarnir urðu að skáldsögum og nú hefur nýjasta bók Eiríks, 1983, litið dagsins ljós. Horfinn þorpsheimur Af hverju ekki 1984? „Það er nú til bók sem heitir því nafni og er framtíðarsaga. Bókin mín er fortíðarsaga. Hún lýsir horfnum þorpsheimi. Það verða miklar breytingar á íslenskum þorpum á þessum tíma. Segja má að 1983 sé eins konar vendipunktur. Það eru teknar ákvarðanir um fiskveiðar sem breyta samfélaginu. Og án þess að ég sé að skrifa bók um kvótakerfið þá er þetta tímabil sem mig langaði að skrifa um.“ Ertu haldinn fortíðarþrá? „Nei, ég held ekki. Ég myndi ekki segja að þesi bók sé beinlínis nostalgísk. Ætli hún sé ekki frekar melankól- ísk en nostalgísk ef við viljum nota falleg orð. Það er auðvitað ein elsta klisjan í heimi að skrifa þorpssögu en ég vona að mér takist að gera það á annan hátt en áður hefur verið gert. Ég minnist til dæmis varla á fisk nema í myndlíkingum. Ég er að beina sjónum mínum að krökkum og unglingum sem lifa á jaðri samfélagsins. Áherslan er á persónur en ekki fortíðina.“ Þorpssagan á sinn stall í íslensk- um bókmenntum. Til dæmis Þorp- ið eftir Jón úr Vör sem markaði að ákveðnu leyti upphaf módernism- ans í íslenskum skáldskap. Lýsing- ar Steinars Sigurjónssonar á Akra- nesi eða Guðbergs Bergssonar á Grindavík.“ Hvert sækir þú innblástur þinn? „Þetta eru allt höfundar sem ég veit afskaplega vel af. Ég þekki þeirra verk og ber virðingu fyrir þeim. Það er ákveðin áskor- un að nálgast efni sem aðrir hafa gert svo vel. Og líka að skrifa um gömlu góðu klisjuna, strák sem verður ástfanginn af ríku stelp- unni í þorpinu. Dáist að henni úr fjarlægð. Það var líka áskorun að skrifa sögu þar sem sögumaður- inn er tólf ára gamall en um leið mögulega miklu eldri. Hann vitnar jöfnum höndum í Simple Minds og Albert Camus. Mig langaði að búa til söguhetju sem veit í senn allt og ekki neitt!“ Lítur hörmulega út Hefur rithöfundurinn ráðið nið- urlögum fjölmiðlamannsins? „Já, hann hefur verið að taka yfir á síðustu árum. Ég vann alltaf að þessu jöfnum höndum til að byrja með. Skrifaði mikið fyrir útvarp- ið og sinnti skáldskapnum með. Svo kom að því að mig langaði til að athuga hvort skrif mín fyrir útvarpið gætu jafnvel staðið ein og sér án þess að það kæmi gott lag á eftir. Rithöfundurinn tók bara yfir. Ég hygg ekki á frek- ari störf á fjölmiðlum í nánustu framtíð, að minnsta kosti ekki meðan staðan á þeim fjölmiðli sem ég ber mestar taugar til er eins og hún er.“ Er Rás 1 „rjúkandi rúst“? „Þetta lítur hörmulega út í mínum augum. Það er dimmt ský yfir manni. Ég þekki auðvitað fólkið sem varð fyrir þessu og líka fólk- ið sem eftir situr með sárt ennið. Þetta hefur mjög mikil áhrif á mann og manni finnst eins og verið sé að gera Ísland enn óbyggi- legra en það var fyrir. Það er verið að eyðileggja eitthvað sem skiptir máli. Stjórnvöld hafa ekki sterkara bein í nefinu en þetta. Vega að Rás 1 og nánast skera hana á hol. Mér finnst það sorglegt, sérstaklega af því við höfum talið okkur eiga efni á að reka menningarstofnanir á borð við Ríkisútvarpið og Þjóð- leikhúsið á tímum þegar þjóðin átti varla til hnífs og skeiðar. Þetta svíður óendanlega.“ Hvernig er venjulegur dagur í þínu lífi? „Ég vakna á morgnana eins og flestir aðrir. Og reyni að skrifa á hverjum degi. Ég bý í vesturbæ Reykjavíkur og ætli það megi ekki segja að mikilvægustu punktarnir í mínu daglega lífi séu heimili mitt, Þjóðarbókhlaðan og Sundlaug Vesturbæjar. Þetta eru svona hornsteinarnir í mínu lífi. Ég er reyndar fæddur og uppal- inn vestur á fjörðum, í Bolungar- vík. Bjó þar til 14 ára aldurs. En ég hef búið hér í Reykjavík síðan.“ Líturðu þá á þig sem Reyk- víking eða lifir þorpið enn í þér? „Þegar ég bjó fyrir vestan leit ég ekki á mig sem Vestfirðing. Og hér ekki endilega sem Reykvíking. Ætli ég sé ekki bara klofinn. Ég er ekki mikið fyrir að skilgreina mig. Kannski nú, þegar maður eld- ist, leitar hugurinn meira til baka. Bernskan er mikilvægasta ævi- skeiðið.“ Ættum að reyna að ná sátt Nú er bókin þín með hinn svo- kallaða gullstimpil. Fáein orð um jólabókaflóðið? „Það fylgja þessum tíma blendnar tilfinning- ar. Það er gaman að hitta höfunda og lesa upp. En svo er maður líka taugaveiklaður og ómögulegur að einhverju leyti. Það er hægt að týna sér í þessu. Einn ágætur höf- undur orðaði þetta ágætlega um daginn. Maður er mella í mánuð. Ætli maður þurfi ekki bara að passa sig á að tapa sér ekki alveg í þessu. Svo fylgir þessu auðvi- tað fjölmiðlaharkið. Það er búið að veikja svo fjölmiðla á Íslandi og menningarumfjöllun í blöðum er minni en hún var. Það er minni umræða um það sem skiptir máli. Og þess vegna er enn sorglegra að vegið skuli að Ríkisútvarpinu á þennan hátt.“ Af hverju ríkir ekki meiri sátt um menningu? „Ég hef einmitt verið að hugsa það sama. Það er stórfurðulegt að árið 2013 skul- um við vera að standa í þess- ari umræðu. Þjóðleikhús eða Landhelgisgæsla, RÚV eða spít- ali. Ég skil þetta hreinlega ekki. Við gátum byggt upp grunnstoð- ir samfélagsins þegar við áttum miklu minni pening. En nú eru öfl á sveimi – raddir sem telja sig geta stillt þessu svona upp. Þetta er bara lýðskrum. Þessi öfl líta svo á að það þurfi ekkert að hlúa að menningunni og því lista- lífi sem dafnar hér í landinu og gerir landið byggilegt. Svo einfalt er það. En að við skulum þurfa að eiga í þessari umræðu, núna árið 2013, er út í hött. Maður gat kannski skilið það á fjórða ára- tugnum, í miðri heimskreppu, þegar þjóðin deildi um hvort hún vildi byggja sér Þjóðleikhús. En hér og nú. Það finnst mér algjör- lega óskiljanlegt.“ Jólaboðskapurinn í ár? „Ég held við ættum bara að reyna að ná ein- hverri sátt um hlutina. Reyna að komast að niðurstöðu um það þjóð- félag sem við viljum tilheyra. Ég held að stærsti hluti þjóðarinnar vilji hafa aðgang að kröftugu Rík- isútvarpi og Þjóðleikhúsi og ég held að það sé alveg mögulegt að ná um það sátt. En það er hræði- legt hvernig umræðan einkennist af skotgrafarhernaði þar sem hver höndin upp á móti annarri. Við sitj- um uppi með stjórnvöld sem hafa ekki mikinn áhuga á menningu en ég er svo bláeygður að ég held að sátt meðal þjóðarinnar felist í því að hlúa að þessum stofnunum sem sinna góðu starfi og skipta sköp- um fyrir tilveru okkar hér á þessu landi.“ Þessi öfl líta svo á að það þurfi ekkert að hlúa að menningunni og því listalífi sem dafnar hér í landinu og gerir landið byggilegt. Maður er mella í mánuð Eiríkur Guðmundsson rithöfundur var á dögunum tilnefndur til Íslensku bókmenntaverð- launanna fyrir bókina 1983– uppvaxtarsögu sem gerist í sveitaþorpi úti á landi. Hann segist hrygg- ur yfir árásum stjórnvalda á íslenska menningu, klofningnum hjá þjóðinni og samstöðuleysi. Símon Birgisson simon@frettabladid.is HEIMAVÖLLURINN Vesturbærinn er heimavöllur Eiríks Guðmundssonar, þar eru Þjóðarbókhlaðan, sundlaugin og heimilið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! SKOGSTAD SNAPP DÚNÚLPA Bleik og ljósbrún. Stærðir: 80–116. 13.592 KR. Verð áður 16.990 kr. COLUMBIA ALPINE ÚLPA Svört og græn. Stærðir: 104–152. 11.992 KR. Verð áður 14.990 kr. SKOGSTAD GLACIER DÚNÚLPA Græn, dökkblá og ljósblá. Stærðir: 80–116. 13.592 KR. Verð áður 16.990 kr. DIDRIKSONS BIGGLES LÚFFUR Grænar, fjólubláar, bláar, svartar, rauðar og dökkbláar. 2.392 KR. Verð áður 2.990 kr. 20% AFSLÁTTUR af öllum ÚTIVISTAR– VÖRUM* *NEMA DEVOLD KULDA- DAGAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.