Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 62

Fréttablaðið - 07.12.2013, Page 62
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 62 Fyndnast þegar fólk dettur á rassinn Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is Yfirheyrslan Óttar M. Norðfjörð rithöfundur Það voru margir hissa yfir ákvörðun bandaríska leikstjórans Spike Lee að endurgera suður-kóreska meistaraverkið Oldboy. Myndin kom út árið 2003 og var hluti af hefndarþríleik Park Chan-wook. Hún vann til verðlauna á Cannes og sjokkeraði fólk víða um heim fyrir gróft ofbeldi og senu þar sem aðalleikarinn leggur sér lifandi kolkrabba til munns. Spike Lee er hins vegar ekki þekktastur fyrir gróft ofbeldi eða dýraníð. Hans bestu myndir, Do the Right Thing, Malcolm X eða Mo‘ Better Blues, voru tímamótaverk – leikstýrt af svert- ingja, með svarta leikara í helstu hlutverkum og fjölluðu um menningu og sögu svarts fólks í Bandaríkjunum. Reyndar hefur Spike Lee aldrei fyrirgefið Óskarsakademíunni fyrir að „snið- ganga sig“ árið 1989 þegar Driving Miss Daisy vann Óskarinn en Do the Right Thing var ekki tilnefnd sem besta mynd þrátt yfir að hafa verið talin ein besta mynd þess árs. Nýja Oldboy-myndin hefur fengið misjafna dóma. Hún skartar Josh Brolin í aðalhlutverki sem þykir standa sig ágætlega. Suð- ur-kóreska útgáfan var skemmtilega „skrýtin“ en endurgerðin nær víst ekki að fanga anda fyrri myndarinnar. Enda hefur hún gjörsamlega „floppað“ í miðasölu. Framleiðendur áttu erfitt með að markaðssetja myndina, hún var sýnd í fáum sölum og halaði á endanum aðeins 1,2 milljónir Bandaríkjadollara í aðgangseyri. Myndin kostaði um 30 milljónir dollara í framleiðslu og því ljóst að einhverjir fjárfestar sitja eftir með sárt ennið. Gengi Oldboy setur spurningamerki við tilgang þess að end- urgera annars frábærar myndir. Stundum virkar það, eins og þegar Martin Scorsese endurgerði Infernal Affairs sem The Departed, en yfirleitt er endurgerðin aðeins skuggi af uppruna- legu myndinni og bætir litlu við. Ég hvet lesendur til að kynna sér hefndarþríleik Park Chan- wook. Þrátt fyrir að Oldboy hafi notið mestra vinsælda eru hinar tvær myndirnar, Lady Vengeance og Sympathy for Mr. Veng- eance, engu síðri. Allar fjalla þær um hefndina í margvíslegu formi. Kannski mætti lýsa þeim sem asískum útgáfum af Íslend- ingasögunum þar sem heiðurinn er framar öllu. Að minnsta kosti eru þær ekki fyrir viðkvæmar sálir. Símon Birgisson Fallandi gengi Spike Lee Spike Lee ákvað að endurgera suður-kóreska meistaraverkið Oldboy. Myndin hefur fengið slæma gagnrýni og hræðilega aðsókn. SPIKE LEE Frægðarsól hans er á hraðri niðurleið í Hollywood og Oldboy er enn eitt vindhöggið. Frítt app fyrir þá sem vilja búa til teikningar og listaverk. App vikunnar er teikniforritið Paper. Teikniforritið er ókeypis og er frá bandaríska fyrirtækinu 53 Studios. Appið, sem er um eins og hálfs árs, er eingöngu fáanlegt fyrir iPad og þykir einkar skemmtilegt og þægilegt í notkun. Forritið er kjörið til að halda utan um hugmyndir, hvort sem það eru teikningar, útlínur, litir eða bara hvað sem er. Paper er skemmtileg viðbót og það er einfalt að teikna flottar myndir í því. Hægt er að velja um mismunandi bursta og penna en sumir þeirra kosta aukalega. Maður býr til skissu- eða teiknibækur og getur skreytt þær að utan. Í hverja bók er svo hægt að teikna að vild og halda skipulega utan um listaverkin. Það er mikill kostur að þurfa ekki að dröslast með allar skissu- og teiknibækurnar með sér út um allt, nú er hægt að hafa allt í iPadinum. Mikið úrval er af litum, til dæmis er hægt að fá vatnsliti. Hægt er að sækja appið á AppStore og er það frítt. Paper virkar eingöngu fyrir iPad. Paper APP VIKUNAR Skýringar App fyrir Apple-tæki 8 Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? Ef ég er ekki sofandi sjálfur ligg ég líklega andvaka og bölva því að vera ekki sofandi. 1 Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Ég hef heyrt að fólk haldi að ég sé leiðinlegur. Það er alls ekki rétt. Ég er mjög skemmtilegur. 2 Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Að ég horfi á róman-tískar gamanmyndir og fótbolta. Fólki finnst það yfirleitt mjög skrítið en ég veit ekki hvers vegna.3 Hvað kemur út á þér tárunum? Krúttleg dýr, en ég myndi náttúru- lega aldrei viðurkenna það opinberlega. 9 Hvaða frægu persónu ertu skotinn í? Jennifer Connelly, Penélope Cruz, Monicu Bellucci. Og auð- vitað Ryan Gosling. 4 Hvað gerir þig reiðan? Mér finnst leiðinlegt að vera reiður, þess vegna reyni ég að verða ekki reiður, en uppsagnirnar hjá RÚV gera mig reiðan. 5 Hvað er fyndnast í heimi? Fólk að detta á rassinn. 6 Hvað fer mest í taugarnar á þér? Einfaldir hlutir sem verða einhverra hluta vegna flóknir. 7 Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Ég bý mikið á Spáni og þá fer maður sífellt að meta þögnina meira. 10 Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? How to Survive on a Deserted Island eftir Tim O’Shei, smáskífuna Always Look on the Bright Side of Life og The Great Escape með Steve McQueen. 11 Hver er fyrsta minningin þín? Þegar ég missti disk með brennandi heitum hafragraut yfir magann á mér. 12 Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Ég verð vonandi ennþá í 100% vinnu sem listamaður. Það er að minnsta kosti draumurinn. 13 Hvað myndirðu gera við milljón borðtenniskúlur? Fylla tóma sundlaug og synda í þeim. 14 Hver var æskuhetjan þín? Þær voru nokkrar en tengdust allar íþróttum, eins og Michael Jordan, Ian Rush og Þorgrímur Þráinsson. 15 Skapar fegurðin hamingj-una? Já, og öfugt. Þess vegna er hamingjusamt fólk fallegt og fallegt fólk er fallegt vegna þess að það er hamingjusamt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.