Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 54

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐANEFND álitsgerðir þær sem lagðar voru fyrir héraðsdóm og framburð sérfræðinganna fyrir héraðsdómi hafi verið með þeim hætti að ineiðandi sé eða orðaval farið út fyrir þau mörk, sem eðilegt er að setja um- ræðu þar sem gagnrýndar eru niðurstöður ann- arra. Loks er það úrlausnarefni hvort þau ummæli í skýrslu læknisins að kærandi væri ekki haldin heil- kenninu áfallastreitu feli í sér brot á siðareglum lækna með því að þar komi fram greining sem styðjist ekki við skoðun á kæranda né heldur hafi samþykkis hennar verið aflað fyrir því. Þess ber sérstaklega að gæta hér að í inngangi skýrslu Högna Oskarssonar og í bréfi verjanda ákærða til hans kemur fram að viðfangsefnið var að meta hvort sú ályktun yrði dregin af skýrslu og fram- burði sálfræðings að kærandi væri haldin tilteknu heilkenni. Telur Siðanefnd að ljóst sé af skýrslu læknisins að hann er þar að fjalla um skoðun ann- arra á kæranda og að hann dregur ályktanir af því sem aðrir hafa sagt eins og óskað var eftir við hann. Umfjöllun að þessu leyti verður ekki jafnað til vottorðsgjafar sem gerð sé í óþökk sjúklings og án hans samþykkis. Hér er um að ræða mat á skýrslu sérfræðings og framburð hans fyrir dómi um tiltekið atriði sem snertir sérfræðisvið læknis- ins. Gilda hér sömu sjónarmið og að framan er lýst þegar tekin er afstaða til þess hvort lækninum var heimilt að gera skýrsluna. í áðurnefndri greinargerð, sem fylgir bréfi Sifj- ar Konráðsdóttur hdl. frá 1. desember sl. eru margháttaðar athugasemdir gerðar við skýrslu læknisins. Um þau atriði vísast til þess sem fyrr segir að Siðanefnd telur að álitamál af því tagi eigi ekki undir hana og verður ekki frekað fjallað um það á vettvangi nefndarinnar. Úrskurðarorð Högni Óskarsson, læknir, gerðist ekki brotlegur við siðareglur lækna í tengslum við gerð ofangreindrar skýrslu. Allan V. Magnússon ÁsGEIR B. ELLERTSSON Rgnólfur Pálsson Árshátíð Læknafélags Reykjavíkur Árshátíð Læknafélags Reykjavíkur verður haldin laugardaginn 22. janúar á Broadway Hótel íslandi. Hátíðin hefst kl. 19:00 með fordrykk. Borðhaldið hefst stundvíslega kl. 19:45. Árshátíðin er einkasam- kvæmi lækna. Að sjálfsögðu eru læknar frá öðrum svæðafélögum og unglæknar velkomnir. í tilefni af 90 ára afmæli félagsins og aldamót- anna er ætlunin að halda sérstaklega vandaða hátíð. Veislustjórar eru læknarnir Þórdís Guðmundsdóttir og Samúel J. Samúelsson Vönduð skemmtidagskrá Hljómsveitin Stjórnin ásamt söngkonunni Siggu Beinteins leikur fyrir dansi. Matseðill: Laxarós á skelfiskbeði. Heilsteiktur lambahryggvöðvi með gratíneruðum jarðeplum og púrtvínsbættri skógarsveppasósu. Grand-Marnier ístoppur með súkkulaðifrauð og karamellubráð. |£5| Hægt er að leita tilboða um gistingu á Hótel íslandi í síma 568 8999. Miðaverð er 7.500 (6.500 fyrir unglækna) og verða miðar seldir í miðasölu Broadway frá. 10. janúar. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 11.00 til 18.30. 48 Læknablaðið 2000/86 j

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.