Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Þórður Óskarsson Höfundur er sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, yfirlæknir á tæknifrjóvgunardeild kvennadeildar Landspítala Hringbraut. Tæknifrjóvganir á íslandi Þróun starfseminnar Lög um tæknifrjóvgun öðluðust gildi á íslandi 1. júní 1996. Þar er tœknifrjóvgun skilgreind sem getnaður er verður í framhaldi af tœknisœðingu eða glasa- frjóvgun. Tæknisæðing er aðgerð þegar sæði er komið fyrir í eða nærri kynfærum konu á annan hátt en með samförum. Glasafijóvgun er aðgerð þegar eggfruma sem numin hefur verið úr líkama konu er frjóvguð með sæðisfrumu utan líkamans. Reglugerð um framkvæmd laganna var sett 30. september 1997 af heilbrigðisráðherra. Tæknifrjóvgun má eingöngu framkvæma á heilbrigðisstofnun sem fengið hefur til þess leyfi ráðherra og undir eftirliti sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Meðal annarra ákvæða laganna er að konan, sem gengst undir að- gerðina, sé í samvistum við karlmann, í hjúskap eða óvígðri sambúð, sem staðið hafa samfellt í þrjú ár hið skemmsta. Aldur pars skal teljast eðlilegur með tilliti til velferðar bamsins á uppvaxtarárum. Konan skal þó aldrei vera eldri en 45 ára og eiginmaður eða sam- býlismaður að jafnaði ekki eldri en 50 ára þegar settur er upp fósturvísir. Bjóða skal upp á faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga. Andleg og líkamleg heilsa og félagslegar aðstæður parsins skulu vera góðar. Læknir ákveður hvort tæknifijóvgun fer fram en synjun má kæra til landlæknis. Gjafakynfrumur eru leyfilegar sam- kvæmt ákveðnum reglum, en skilyrði er að, að minnsta kosti önnur kynfruman komi frá parinu sjálfu. Þannig er gjöf fósturvísa óheimil sem og staðgöngumæðrun. Geyma má kynfrumur í allt að 10 ár og frysta fósturvísa má geyma í fimm ár. Rannsóknir, tilraunir og aðgerðir á fósturvísum skulu vera óheimilar. Þó skal heimilt að gera rannsóknir á fósturvísum ef þær eru liður í glasafijóvgunar- meðferð, ef þeim er ætlað að greina arfgenga sjúkdóma í fósturvísunum sjálfum, ef þær miða að framförum í meðferð vegna ófrjósemi eða ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Hámarks leyfilegur ræktunartími fósturvísa utan líkamans er 14 dagar. Óheimilt er að framkvæma einræktun. Upphaf tæknifrjóvgana á íslandi Tæknisæðingar með gjafasæði hófust á Islandi 1977- 1978. Fyrstu íslensku pörin fóru hins vegar í glasa- fijóvgunarmeðferð á Bourn Hall Clinic í Englandi 10 árum síðar þar sem íslensk heibrigðisyfirvöld höfðu gert samning um meðferð íslenskra para. Starfsemi tæknifrjóvgunardeildar Landspítalans hófst í október 1991. Á tæknifrjóvgunardeildinni eru nú 12 starfsmenn og sinnir deildin tæknisæðingum, glasafrjóvgunum og sæðisrannsóknum. Við upphaf starfseminnar var áformað að framkvæmdar yrðu 100-150 glasafrjóvgunarmeðferðir árlega. Eftir- spurnin reyndist hins vegar mun meiri og auk þess sem húsnæðið varð fljótt allt of lítið lengdist bið- listinn stöðugt. Eftir að deildin var flutt í stærra húsnæði í ágúst 1996 reyndist unnt að fjölga meðferðum, stytta biðlista úr rúmlega tveimur árum í eitt ár og taka upp ýmsar rauðsynlegar nýjungar. Nýjungar Frysting fósturvísa hófst í apríl 1996. Hjá um 40% para er unnt að frysta umfram fósturvísa en við uppsetningu þeirra þarf konan ekki að gangast undir örvun eggjastokka eða eggheimtuaðgerð. Þá hefur í nokkrum tilfellum verið hægt að frysta fósturvísa áður en frumudrepandi lyfjameðferð hefst hjá konum sem fengið hafa krabbamein. Ekki er hins vegar unnt að frysta ófrjóvguð egg sem takmarkar þessa meðferð við konur í sambúð. Reynt er að þróa þá tækni frekar víða erlendis. Smásjárfróvganir (intracytoplasmic sperm injection) hófust í mars 1997. Hér er einni sæðisfrumu sprautað inn í eggfrumuna. Þessi aðferð er notuð þar sem sæðis- frumur eru mjög fáar, með skertan hreyfanleika eða ef frjóvgun hefur verið dræm í fyrri glasafrjóvgunum. Þetta hefur opnað alveg nýja vídd þar sem þörf fyrir gjafasáðfrumur hefur minnkað mjög mikið. í árslok 1997 var tekin upp aðferð, „assisted hatching", til að auka líkur á legfestu fósturvísanna. Þá er rétt fyrir uppsetningu fósturvísanna gert svolítið gat á hlífðar- hjúpinn (zona pellucida) sem umlykur fósturvísinn. f samvinnu við þvagfæraskurðlækna Landspítalans var í ársbyrjun 1998 byrjað að sækja sáðfrumur í eistalyppuna (microsurgical ependidymal sperm aspiration, MESA) eða í eistað sjálft (testicular sperm extraction, TESE). Þessi aðgerð hefur gefið góða raun hjá allmörgum pörum þar sem engar sæðisfrumur finnast í sæðisprufunni. Á þessu ári hefur hluti þessarra aðgerða flust yfir á tækni- frjóvgunardeildina þar sem sáðfrumum er náð með Læknablaðið 2001/87 509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.