Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / VIÐ RÚMSTOKKINN I Samantekt og afdrif Fríðbjörn Sigurðsson krabbameinsdeild Landspítala: Eg vil þakka Brynjari fyrir stórglæsilega nálgun á þessu tilfelli. Við sem önnuðumst þennan sjúkling höfðum nokkrar viðbótarupplýsingar. Við nálguðumst þetta tilfelli í upphafi þannig að hér væri líklega um eitilfrumukrabbamein að ræða. í byrjun voru afbrigðilegu frumurnar í blóði eins og afbrigðilegar eitilfrumur en strokið sem sýnt var hér, var síðar í sjúkdómsferlinu og þá var klárlega um illkynja frumur að ræða. Til viðbótar þessum rannsóknum sem hér voru sýndar þá höfðum við beinaskann sem sýndi upptöku í höfuðkúpunni á þeim stað sem segulómun sýndi breytingu en ekki annars staðar og eins sýndu beinamyndir hvergi úrátubreytingar. Hér var því um að ræða plasmafrumsjúkdóm í merg, eitlum og blóði og sennilega í höfuðkúpu. Klínísk greining var því plasmafrumuhvítblæði. Er þetta þá sami sjúkdómur og myleoma? Ég get ekki svarað því, en hér er um að ræða plasma- frumusjúkdóm á mjög háu stigi. Hvort við köllum hann plasmafrumuhvítblæði eða myeloma skiptir ef til vill ekki öllu máli. Sumir hafa líkt þessu sjúkdóms- ástandi við langvinnt mýelógen hvítblæði (CML) en einstaka sinnum greinast sjúklingar með þann sjúkdóm í bráðafasa (blastic crisis). Konan var með vélindalömun og gat því ekki nærst vegna ásvelginga (aspirations). Meðferð var hafin með sterum í háum skömmtum með skjótum árangri, endurtekin kyngingarmynd sýndi næstum því eðlilega kyngingu fjórum dögum síðar. í framhaldi af því fékk hún krabbameinslyfjameðferð (CHOP) sem hún svaraði vel í byrjun, (LDH lækkaði hratt og líðan betri) og útskrifaðist. Næsta meðferð var fyrirhuguð þremur vikum síðar, en þá var sjúklingur orðinn mikið veikur með hratt vaxandi sjúkdóm, LDH rúmlega 5000, 40.000 hvít blóðkorn (verulegur hluti plasmafrumublastar) og lungna- bólgu. Þá var ákveðið að reyna aðra krabbameins- lyfjameðferð sem konan svaraði í fyrstu hratt (allir blastar hurfu í blóði og LDH varð nær eðlilegt). Hins vegar fékk hún einnig langvarandi neutropenia og Candida tropicalis blóðsýkingu sem hún síðar lést úr. Það er lærdómsríkt að á meðan á neutropenia stóð þá fundust ekki nein klínísk merki um sýkingu og lungnamynd var eðlileg. En um leið og hvítum blóðkornum fjölgaði þá fékk hún húðútbrot með graftarbólum (pustules) og lungnastarfsemi versnaði til muna. Hún lést skömmu síðar úr öndunar- og nýmabilun, vegna Candida blóðsýkingu. Sjúkdómsgreiningar (PAD) Myelonia multiplex (unaplastic type) með plasniat'rumuhvítblæði Risafrumuæðabólga (temporal arteritis) í gagnaugslagæð Heimildir 1. Keung YK, Yung C, Wong JW, Shah F, Cobos E. Association of temporal arteritis, retinal vasculitis, and xanthomatosis with multiple myeloma: case report and literature review. Mayo Clin Proc 1998; 73: 657-60. 2. Kyle RA. "Benign" monoclonal gammopathy-after 20 to 35 years of follow-up. Mayo Clin Proc 1993; 68: 26-36. 3. DeShazo RD, Chapin K, Swain RE. Fungal Sinusitis. N Engl J Med 1997; 337:254-9. 4. Freter CE, Cossman J. Angioimmunoblastic lymphade- nopathy with dysproteinemia. Sem Oncol 1993; 20: 627-35. 5. Herrada J, Cabanillas F, Rice L, Manning J, Pugh W. The clinical behaviour of localized and multicentric Castelman's disease. Ann Intern Med 1998; 128: 657-62. 6. Peterson BA, Frizzera G. Multicentric Castleman's disease. Sem Oncol 1993; 20: 636-47. 7. Miralles GD, OTallon JR, Talley NJ. Plasma-cell dyscrasia with polyneuropathy. The spectrum of POEMS syndrome. N Engl J Med 1992; 327:1919-23. 8. Garcia-Sanz R, Orfao A, González M, Tabernero MD, Bladé J, Fernández-Calvo J, et al. Primary plasma cell leukaemia: clinical, immunophenotypic, DNA ploidy, and cytogenetic characteristics. Blood 1999; 93:1032-7. 9. Strand WR, Banks PM, Kyle RA. Anaplastic plasma cell myeloma and immunoblastic lymphoma. Clinical, pathologic and immunologic comparison. Am J Med 1984; 76: 861-7. 10. Strickler JG, Audeh MW, Copenhaver CM, Warnke RA. Immunophenotypic differences between plasmacytoma/mul- tiple myeloma and immunoblastic lymphoma. Cancer 1988; 61:1782-6. 11. Warnke RA, Weiss LM, Chan JKC, Cleary ML, Dorfman RF. Tumors of the Lymph Nodes and Spleen. Bethesda: Armed Forces Institute of Pathology; 1995: 315-24. 12. Haga HJ, Eide GE, Brun J, Johansen A, Langmark F. Cancer in association with polymyalgia rehumatica and temporal arteritis. J Rheumatol 1993; 20:1335-9. Læknablaðið 2001/87 539
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.