Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLÞING FKLÍ Vel sótt málþing Félags kvenna í læknastétt á íslandi ÞANN 17. MAÍ SÍÐASTLIÐINN VAR HALDIÐ MÁLÞING UM stöðu kvenna í læknastétt á Islandi í húsi lækna- félaganna Hiíðasmára 8 í Kópavogi. Málþingið var tvískipt, fyrst voru framsöguerindi og þar á eftir pallborðsumræður. Ólöf Sigurðardóttir formaður FKLÍ bauð gesti velkomna og rakti aðdraganda málþingsins í stuttu máli. Þá vakti hún athygli á ýmsum atriðum er varða stöðu kvenna í læknastétt, ekki síst í ljósi þess hve margar þær eru í hópi unglækna. Vaktafyrirkomulag og vinnuaðstæður unglækna eru sérlega óheppilegar fyrir ungt fólk sem er að stofna fjölskyldur og ungar konur í FKLI hafa að undanförnu vakið athygli á þessu máli, sem ljóst er að þarf að lagfæra. Þá tóku til máls nokkrir af helstu ráðamönnum í heilbrigðismálum á Islandi: Nýskipaður heil- brigðisráðherra Jón Kristjánsson, ávarpaði þingið og Magnús Pétursson forstjóri Landspítala há- skólasjúkrahúss, Reynir Tómas Geirsson deildar- forseti læknadeildar HI og Sigurbjörn Sveinsson formaður LI héldu stutt erindi. I máli þeirra var meðal annars vísað til aldursdreifingarinnar í Litið yfir salinn. í fremstu röð eru Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ, Guðrún Agnarsdótir ein af skipuleggjendum málþingsins, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Jóhannes Gunnarsson framkvœmdastjóri Landspítala háskólasjúkrahúss og Magnús Pétursson forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss. Fyrir aftan þau má meðal annars sjá Margréti Georgsdóttur og Matlhías HaUdórsson. læknastétt og bent á það sem hluta af skýringunni á því hvers vegna konur sætu síður í stjórnunarstöðum en karlar. Það kom þó fram í máli Magnúsar Péturssonar að hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum hjá Landspítalanum væri lægra en aldursdreifingin gæfi tilefni til, ef litið væri á læknastéttina eingöngu. Lára V. Júlíusdóttir lögmaður bar saman lög- menn og lækna og stöðu kvenna í þessum tveimur greinum og vakti meðal annars athygli á því að ýmislegt af því sem verið væri að fjalla um sem réttlætismál fyrir konur væri í rauninni lögbundinn réttur sem ekki væri virtur. Ingibjörg Georgsdóttir læknir fjallaði meðal annars um baráttu kvenna fyrr á tímum fyrir því að fá að sækja læknanám og vitnaði til reynslu Elizabeth Blackwell sem fyrst kvenna lauk læknanámi í Bandaríkjunum (1849). Hún þurfti að sækja um 28 sinnum áður en henni var veitt innganga í læknadeild. I fjölmennu pallborði eftir framsöguerindin kom glöggt í ljós að mjög var misjafnt hvað fólk las úr þeim tölum sem komið hafa fram að undanförnu um stöðu kvenna í læknastétt, meðal annars í umfjöllun í Læknablaðinu. Það var einkum hlutfall kvenna í stjórnun og háskóla- kennslu sem brann á málþingsfulltrúum. Þor- gerður Einarsdóttir félagsfræðingur benti á að ekki væri nóg að bíða og vona að ástandið lagaðist, heldur væri nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða, og benti meðal annars á jafnréttisnefndir sem starfandi eru bæði innan háskólasamfélagsins og á sjúkrahúsum. í lok máþingsins var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Um tveggja ára skeið hefur verið starfandi Félag kvenna í læknastétt á Islandi - FKLI. Félagið hefur ýmis stefnumál á dagskrá sinni með megináherslu á stöðu kvenna innan læknastéttarinnar, hvemig megi bæta hana og efla. Nokkur kynning fór fram á félaginu, markmiðum þess og væntingum félags- kvenna í febrúar- og marsheftum Læknablaðsins 2001. Þar kemur meðal annars fram að fleiri konur hafa á undanförnum árum sótt nám í læknisfræði en áður. Þær hafa einnig í auknum mæli haldið af stað í sérnám og er vaxandi fjöldi kvenna starfandi í flestum sérgreinum læknisfræðinnar hér á landi. En þegar litið er til stöðuveitinga á stóru sjúkrahúsunum og innan Háskóla íslands, einkum varðandi stjórnun 552 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.