Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / ÖNDUNARVÉLARMEÐFERÐ Figure 1. Number of admissions to Pulmonary division, Vífilsstaðir Hospital for diagnosis or treatment ofsleep disordered breathing in the period 1987-1999. andi þrýstingi í inn- og útöndun og sjúklingnum nægir að hafa grímu yfir nef eða nef og munn, án þess að beita þurfi barkaskurði. Einnig eru til rúmmáls- stýrðar öndunarvélar, sem eru einfaldari og tækni- lega fullkomnari en áður og hafa framfarir í öndunar- vélarbúnaði fyrst og fremst tengst aukinni tölvu- tækni. Jafnframt hafa orðið mjög örar tækniframfarir við greiningu öndunartruflana í svefni, samhliða áreiðanlegri tækni til þess að fylgjast með súrefni og koltvísýringi blóðs án slagæðaástungu, og notkun tölvutækni við að skrá og vinna úr margháttuðum líffræðilegum merkjum hefur aukist mjög (5). Þessi nýi meðferðarmöguleiki hefur náð almennri út- breiðslu á fáum árum og gagnast augljóslega vissum sjúklingahópum mjög vel. Við suma sjúkdóma svo sem hreyfitaugungahrörnun (NMD) er þó ennþá verulega óljóst hvort og hvenær eigi að meðhöndla (5,7). Sama gildir um sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT) (5,8,9). Markmið þessarar greinar er að gefa þverskurðar- mynd af þeim hópi íslenskra sjúklinga sem er heima og notar öndunarvél vegna öndunarbilunar í svefni, vöku eða hvoru tveggja. Efniviður og aðferðir Greining og meðferð sjúklinga með öndunartruflanir í svefni hófust á lungnadeild Vífilsstaðaspítala haustið 1987 og hefur sjúklingum sem eru innlagðir til greiningar eða meðferðar vegna öndunartruflana í svefni fjölgað mjög (mynd 1). Langflestir eru innlagðir vegna kæfisvefns, sem einkennist af öndunartruflunum í svefni (hrotum og öndunarhléum) sem leiða til svefntruflana, dagsyfju og dagþreytu (10). Allir þeir sjúklingar sem eru á meðferð með öndunartæki vegna kæfisvefns eða minnkaðrar öndunar í svefni eru á skrá á lungnadeild Landspítala Vífilsstöðum. Nákvæm skráning er á tegund tækjabúnaðar og fylgihlutum auk skráningar á öllum samskiptum við sjúklinginn og innlögnum. Kæfisvefnssjúklingar, sem voru með öndunarvél á vegum lungnadeildar Vífilsstaða þann 30. apríl 1999, voru alls 548. Ekki verður gerð hér nánari grein fyrir þeim sjúklingum, sem voru eingöngu með kæfisvefn heldur aðeins þeim sem voru með öndunarvélar heima af öðrum ástæðum. Meðferð sjúklinga sem voru með öndunarvél þann 30. apríl 1999 hefur borið mismunandi að. Hún hefur oft verið hafin í kjölfar þess að sjúklingi hefur versnað snögglega, sem leitt hefur til sjúkrahúsvistar eða sjúklingur hefur komið af biðlista að heiman. Minnkuð öndunargeta í svefni hefur verið staðfest með mælingu á súrefnismettun, hlutþrýstingi koltví- sýrings við húð, öndunarhreyfingum brjóstkassa og kviðveggjar, legu sjúklings og loftflæði við nef og munn. Undanfarin ár er í sívaxandi mæli farið að beita öndunarvélarmeðferð með nef- eða andlits- grímu hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu sem hefur versnað snögglega, þannig að leitt hefur til öndunarbilunar. Er sjúklingum snöggversnar á þann hátt eru þeir meðhöndlaðir strax á klínískum grunni og varir meðferðin frá klukkustundum til fáeinna daga. Framhaldsmeðferð þessa sjúklingahóps byggir á klínísku mat og oft næturmælingu. Hefðbundið mat sjúklinga á árunum 1987-1999 hefur einnig falið í sér mælingu á blóðgösum í slagæðablóði (ABL80, Radiometer, Kaupmanna- höfn). Blástursgeta hefur jafnframt verið mæld með öndunarmæli af gerðinni Vitalograph (Bechman, England) og heildarfráblástur (forced vital capacity, FVC) og einnar sekúndu fráblástur skráðir (forced expiratory volume in one second, FEVl). Gildin eru hér sett fram sem hlutfall af spáðu viðmiðunargildi sem reiknað eru með tilliti til aldurs, kyns, kynþáttar og hæðar, en hjá sjúklingum með verulega hryggskekkju var miðað við faðmbreidd í stað hæðar. Framkvæmd meðferðar með heimaöndunarvél: Þegar ákvörðun liggur fyrir eru sjúklingar undirbúnir fyrir væntanlega meðferð og valinn sá búnaður sem talinn er henta hverjum og einum best. Öndunar- vélarmeðferðin er gefin með nef- eða andlitsgrímu, sem er fest á sjúklinginn með sérstökum höfuð- búnaði (mynd 2 a-c). Val á grímu fer eftir því hvort sjúklingurinn er fær um að anda eingöngu með nefinu í svefni eða ekki. Ef eingöngu er um að ræða vandkvæði við að halda munninum lokuðum í svefni er fyrst reynt að nota hökuband til stuðnings en ef það nægir ekki er notuð andlitsgríma, sem nær yfir munn og nef (mynd 2b). Ein aðal forsenda þess að meðferð heppnist er að gríman passi vel. I seinni tíð hefur komið á markað mikið úrval af grímum og verið ör þróun í framleiðslu þeirra. Aður fyrr var algengt að sjá sáramyndanir í andliti undan 522 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.