Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Síða 34

Læknablaðið - 15.01.2004, Síða 34
FRÆÐIGREINAR / D-VÍTAMÍNBÚSKAPUR (30) og Bergen (Noregi; 61° N, engin framleiðsla frá október og út mars) (31) og því má teljast líklegt að hér í Reykjavík (64° N) sé engin framleiðsla á D-víta- míni í húð frá október fram í apríl. Bætiefnainntaka dregur úr árstíðasveiflunni þrátt fyrir að ná ekki að upphefja hana. Þannig er á heild- ina litið minnsta marktæka árstíðasveiflan hjá þeim sem taka lýsi en sú mesta hjá þeim sem taka ekki bætiefni. Þeir sem taka lýsi fara aldrei niður fyrir 45 nmól/1 í styrk 25(OH)D en það gera aftur á móti þeir sem taka bara vítamfn og að sjálfsögðu þeir sem neyta hvorki vítamína né lýsis. Samband 25(OH)D og PTH í sermi Þegar samband 25(OH)D og PTH er skoðað sést að styrkur 25(OH)D fór að hafa marktæk áhrif á seyt- ingu PTH neðan við 45 nmól/1. Þetta samband virðist vera svipað fyrir alla aldursflokka. Aðrir rannsak- endur hafa fengið svipaðar niðurstöður þrátt fyrir að gera megi ráð fyrir að mismunandi kalkneysla milli þjóða geti haft áhrif á innbyrðis samband 25(OH)D og PTH og mismunandi mæliaðferðir voru notaðar. Need og félagar (32) fengu marktæka aukningu seyt- ingar PTH neðan styrks 25(OH)D upp á 40 nmól/1 fyrir konur sem komnar voru yfir tíðahvörf (meðal- aldur 62 ár). Outila et al (18) fengu sömu tölu (40 nmól/1) fyrir stúlkur á aldrinum 14-16 ára búsettar í Helsinki (60° N) en Malabanan (17) dró mörkin við 50 nmól/1 fyrir 35 sjúklinga á aldrinum 49-83 ára. í rannsókn Gunnars Sigurðssonar og fleiri (33) hér á íslandi voru þessi mörk dregin sjónrænt við styrk 25(OH)D neðan við 50 nmól/1 fyrir sjötugar konur. Ef miðað er við mörk ónógs D-vítamíns þar sem hallatala línunnar verður sjónrænt frábrugðin núlli í okkar rannsókn, er hins vegar verið að tala um mun meiri styrk 25(OH)D, eða um það bil 80 nmól/1, en þá er styrkur PTH um 35 ng/1. Kinyamu fékk á þennan hátt út að konur á aldrinum 65-77 ára þyrftu styrk 25(OH)D upp á 122 nmól/1 til að ná meðalstyrk PTH ungra kvenna (3). Önnur rannsókn (28) tók til karla og kvenna á aldrinum 30-65 og þar byrjar aukin seyting PTH við styrk 25(OH)D neðan við 78 nmól/l en jafnvægið næst við styrk PTH upp á 36 ng/1. Þessi niðurstaða var óháð aldri og kyni þátttakenda. Samkvæmt Meunier (34) hafa þær rannsóknir sem sýnt hafa fram á vemdandi áhrif D-vítamíns gagnvart beinbrotum (27,35,36) einnig náð að lágmarka seyt- ingu PTH en þar sem það hefur ekki tekist hefur brotahættan ekki minnkað (37). Skaðleg áhrif lang- varandi vægrar hækkunar á PTH eru ekki nægilega vel þekkt en þessar rannsóknir benda vissulega til þess að slíkt ástand kunni að veikja styrk beina og stuðla að brotum (38). Allar ofannefndar tölur um lægri mörk á 25(OH)D eru augljóslega hærri en þær sem áður hafa verið notaðar, 20-37,5 nmól/1 en þau gildi eru mismunandi eftir því hvar í heiminum blóð- sýni eru tekin og eru reiknaðar sem meðaltalstöl í heilbrigðum hópi einstaklinga plús tvö staðalfrávik (nær til 95% einstaklinga) (10). Bent hefur verið á að þeir hópar sem notaðir hafa verið til að finna viðmið- unarstyrkinn hafi sjálfir verið haldnir D-vítamín- skorti (15). Flest bendir því til að sá styrkur 25(OH)D sem til þessa hefur verið notaður sem mælikvarði á fullnægjandi D-vítamínbúskap (20-37,5 nmól/1) hafi verið vanmetinn (17,18,39). í fyrrnefndri rannsókn í Helsinki (60° N) sem gerð var að vetri til voru 61,8% stúlknanna með meðal- styrk 25(OH)D undir 40 nmól/1 (18). í fyrri rannsókn á Islandi (33) sem spannaði tímabilið september-maí var meðalstyrkur 25(OH)D hjá 12-15 ára stúlkum, 34,6 nmól/1 og því má áætla að enn stærra hlutfall ungra stúlkna á Islandi hafi ónógt D-vítamín en sá aldurshópur sem okkar rannsókn nær til. Niðurstöður okkar benda því til þess að mörk ónógs D-vítamíns ættu að vera dregin við styrk 25(OH)D um það bil 45 nmól/1 samkvæmt okkar mæliaðferð. Samband D-vítamínneyslu og styrks 25(OHD ísermi og útreiknuð D-vítamínþörf Þegar samband D-vítamínneyslu og styrks 25(OH)D var skoðað sást mikil dreifing milli D-vítamínneyslu og styrks 25(OH)D sem skýrist væntanlega af mis- miklum áhrifum sólarljóss, ljósabekkja eða utan- landsferða í hópnum sem við höfum ekki upplýsingar um. Jafnframt getur óvissa í mati á D-vítamínneyslu og breytileiki milli einstaklinga, til dæmis hvað varð- ar framleiðslugetu D-vítamíns í húð, haft sín áhrif. Línulega aðhvarfsgreiningin greinir ekki á milli þess hvort styrkur 25(OH)D er tilkominn fyrir tilstilli sólar eða fæðu. Þar sem ekki er lengur talið eðlilegt að gera ráð fyrir framleiðslu D-vítamíns í húð yfir allt árið (40, 41) sem var þó gert við núgildandi ráðlegg- ingar (10) er best að áætla D-vítamínneyslu út frá elsta aldursflokknum. Sá aldursflokkur fer aðeins einu sinni með meðalstyrk 25(OH)D undir 45 nmól/1 yfir árið en meðalneysla D-vítamíns hjá þeim aldurs- flokki er 16,6 pg/dag. Því má áætla að æskileg meðal- neysla þyrfti að vera í kringum 17 pg/dag til þess að halda styrk 25(OH)D yfir 45 nmól/1 yfir árið. Sýnt hefur verið fram á að til að ná minnkaðri brotahættu hjá konum eftir tíðahvörf þurfa þær að taka að minnsta kosti 12,5 pg/dag (42). Ráðlagðir dagskammtar myndu verða mun hærri sé tekið tillit til þarfa 95% einstak- linga (3, 4, 43, 44). Einn rannsakandi hefur jafnvel gengið svo langt að segja að ráðlagðir dagskammtar nægi eingöngu til aðfullnægja 10% af D-vítamínþörf- um okkar sé miðað við æskilegan styrk 25(OH)D upp á 80 nmól/l (9). Til þessa hefur ekki verið talið ráðlegt að taka meira en 50 pg á dag af D-vítamíni að staðaldri (10) en nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að líklega er óhætt að taka mun stærri skammta. Heaney (9) taldi að æskilegir dagskammtar ættu að vera tvöfalt það 34 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.