Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2004, Page 35

Læknablaðið - 15.01.2004, Page 35
FRÆÐIGREINAR / D-VlTAMÍNBÚSKAPUR magn. Vieth (44) komst að samsvarandi niðurstöðu með 100 gg á dag þar sem aukning varð úr 40,7 nmól/1 að meðaltali upp í 96 nmól/1. Jafnframt er styrkur 25(OH)D upp á 200 nmól/1 ekki óalgengur meðal heilbrigðra einstaklinga sem eru mikið út í sólskini (16). Pó ber að taka fram að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til kalkneyslu í þessum rannsóknum. Jafnframt þessu er talið að minnsti skammtur sem staðfest hefur verið að hafi óæskilegar afleiðingar, 95 pg á dag (10), sé byggður á röngum gögnum og sé í raun mun stærri (9, 44), jafnvel 1075 pg á dag (41). Okkar rannsókn er ein sú fyrsta sem leggur mat á D-vítamínbúskap svo stórs hóps einstaklinga af báð- um kynjum og spannar jafnframt svo breitt aldursbil. Þessi rannsókn hefur þó sínar takmarkanir. Hér er um þversniðsrannsókn að ræða og því er ekki verið að mæla sömu þátttakendur endurtekið. Æskilegt hefði verið að hafa með spurningar er vörðuðu utan- landsferðir og notkun ljósabekkja. I þessari rannsókn er mikill fjöldi eldri einstaklinga sem ekki er víst að muni allar fæðuvenjur sínar nákvæmlega. Ekki var unnt að gera greinarmun á milli mismunandi gerða vítamína sem neytt var. Að lokum er allur saman- burður milli okkar rannsóknar og annarra háður þeim annmarka að allt að 33% ósamræmi er á milli rannsóknarstofa í mælingum á 25(OH)D vegna mis- munandi mæliaðferða (38). Samantekt Verulegar sveiflur eru á styrk 25(OH)D í sermi fs- lendinga eftir árstíma, mismiklar eftir aldri, vítamín- inntöku og bætiefnainntöku. Tæplega 15% greinast með ónógt D-vítamín samkvæmt hefðbundnum við- miðunum en rúmlega þrefalt fleiri ef styrkur 25(OH)D í sermi þar sem neikvæð fylgni við kalk- kirtilshormón í sermi verður marktæk (45 nmól/1) er notuð sem viðmið og samsvarar inntöku 15-20 |xg af D-vítamíni yfir vetrartímann (meðalþörf). Ráðlagð- ur dagskammtur er nú 7-10 pg/dag en niðurstöður okkar gefa ástæðu til að ætla að dagskammtur þurfi að vera mun hærri ef tryggja ætti öllum nægilegt D- vítamín samkvæmt nýlegum skilgreiningum. Vissulega er þörf á frekari rannsóknum til að end- urmeta skilgreiningu á D-vítamínskorti í öllum ald- urshópum og þá ekki aðeins með tilliti til beinabú- skapar heldur einnig annarra áhrifa D-vítamíns, sér- staklega vöðvastarfsemi. Niðurstöður okkar gefa fulla ástæðu til að íhuga hvort auka beri D-vítamín- innihald matvæla hér á landi. Jafnvel þó að fólk taki lýsi eða bætiefni eins og æskilegt er eru engar líkur á að fleiri D-vítamínbættar matvörur geti leitt til of- skömmtunar á D-vítamíni. Þakkir Sérstakar þakkir fyrir aðstoð við framkvæmd og úr- vinnslu rannsóknarinnar fá Guðrún Kristinsdóttir, ritari fyrir yfirumsjón og skipulagningu, og Laufey Steingrímsdóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Manneldisráði Islands, fyrir úrvinnslu og umsjón mataræðisspurningalista. Höfundar vilja jafnframt færa þátttakendum í rannsókninni og öðrum sem komu að framkvæmd hennar bestu þakkir. Einnig fær Styrktarsjóður St. Jósefsspítala, Landakoti, þakk- ir fyrir veittan styrk til rannsóknarinnar. Maríu Hen- ley er þökkuð ritvinnsla þessarar greinar. Heimildir 1. Holick MF. Vitamin D: new horizons for the 21st century. Am J Clin Nutr 1994; 60: 619-30. 2. Holick MF. Vitamin D: photobiology, metabolism, mechanism of action, and clinical applications. In: Favus MJ, ed. Primer on the Metabolic Bone Diseases and Disorders of Mineral Meta- bolism. 4th ed. Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins; 1999: 92-8. 3. Kinyamu HK, Gallagher JC, Rafferty KA, Balhorn KE. Die- tary calcium and vitamin D intake in elderly women: effect on serum parathyroid hormone and vitamin D metabolites. Am J Clin Nutr 1998; 67: 342-8. 4. Glerup H. Mikkelsen K. Poulsen L, Hass E, Overbeck S, Thomsen J, et al. Commonly recommended daily intake of vitamin D is not sufficient if sunlight exposure is limited. J Intern Med 2000; 247: 260-8. 5. Icelandic Nutrition Council. Recommended Dietary Allowan- ces. 1996. 6. Manneldisráð íslands. Sótt 26.05.03 á vefsíðuna: www.manneldLis 7. Heaney RP. Lessons for nutritional science from vitamin D. Am J Clin Nutr 1999; 69: 825-6. 8. Nowson CA, Margerison C. Vitamin D intake and vitamin D status of Australians. Med J Aust 2002; 177:149-52. 9. Heaney RP. Davies KM, Chen TC, Holick MF, Barger-Lux MJ. Human serum 25-hydroxycholecaIciferol response to ex- tended oral dosing with cholecalciferol. Am J Clin Nutr 2003; 77:204-10. 10. Food and Nutrition Board. Institute of Medicine. Dietary reference inputs for calcium, magnesium, phosphorus, vitamin D, and fluoride. Washington DC: National Academy Press; 1997. 11. Holick MF. Environmental factors that influence the cutaneous production of vitamin D. Am J Clin Nutr 1995; 61 (Suppl): 638S-45S. 12. Sigurðsson G, Franzson L, Steingrímsdóttir L, Sigvaldason H. The association between parathyroid hormone, vitamin D and bone mineral density in 70-year-old Icelandic women. Osteo- poros Int 2000; 11:1031-5. 13. Bischoff HA, Stahelin HB, Dick W, Akos R, Knecht M, Salis C, et al. Effects of vitamin D and calcium supplementation on falls: a randomized controlled trial. J Bone Miner Res 2003; 18:343-51. 14. Holick MF. Vitamin D: A millenium perspective. J Cell Bio- chem 2003; 88: 296-307. 15. Holick MF. Too little vitamin D in premenopausal women: why should we care? Am J Clin Nutr 2002; 76: 3-4. 16. Vieth R. Vitamin D supplementation, 25-hydroxyvitamin D concentrations, and safety. Am J Clin Nutr 1999; 69: 842-56. 17. Malabanan A, Veronikis IE, Holick MF. Redefining vitamin D insufficiency. Lancet 1998; 351: 805-6. 18. Outila TA, Karkkainen MUM, Lamberg-Allardt CJE. Vitamin D status affects serum parathyroid hormone concentrations during winter in female adolescents: associations with forearm bone mineral density. Am J Clin Nutr 2001; 74: 206-10. 19. Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins. íslenski gagnagrunnur- inn um efnainnihald matvæla. Reykjavík: Fæðudeild RALA; 2002. 20. Hákarlalýsisperlur. Sótt 26.05.03 á vefsíðuna: www.lysi.is 21. Perry HM, 3rd, Horowitz M, Morley JE, Patrick P, Vellas B, Baumgartner R, et al. Longitudinal changes in serum 25-hyd- Læknablaðið 2004/90 35

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.