Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2004, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.01.2004, Qupperneq 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN ■ og hvar milli manna, og betur öllum væri lógað.“ Árið 1782 var prentuð á Hólum samantekt eftir íslenskan lækni, Jón Pétursson (1733-1801): Stutt Agrip umm Icktsyke Edur Lidaveike og þar boðar hann væntan- lega lækningabók sína. Það er þó ekki fyrr en áratug- um eftir að hann lést, eða árið 1834, sem lækningabók hans er gefin út, fyrst prentaðra lækningabóka eftir ís- lenskan höfund. Aðdragandi útgáfu hennar var langur og hefur Jón Steffensen rakið þá sögu í grein er birtist íÁrbók Landsbókasafns íslands árið 1986. Árið 1783 sótti Jón Pétursson um að lækningabókin yrði prentuð og urðu ýmsir til að tala máli hans. Þannig mælir Hálf- dan prófastur Einarsson með útgáfu hennar og þremur árum seinna segir Jón konferensráð Eiríksson í bréfi til Árna biskups Þórarinssonar að illt væri ef eigi yrði af útgáfu hennar. En enn átti eftir að líða hálf öld áður en á bókin kæmi á prent. Þegar loks kom að útgáfu bókar- innar var það Sveinn Pálsson læknir sem gekk frá handritinu. Það er þó ekki einungis í prentuðum bókum sem fróðleik um íslenska heilbrigðissögu er að finna. Tímarit og annálar voru oft vettvangur umræðu um heilbrigðismál. Þeim ritum safnaði Jón og gat það oft kostað mikið erfiði að ná þeim heilum saman. Þýski heimspekingurinn Walter Benjamin bendir, í frægri grein um bókasöfnun, á gildi þess að safna. Að ástríð- an felist ekki eingöngu í að eignast ritið heldur í leit- inni sjálfri. í áðurnefndu spjalli við Pál Skúlason segir Jón skemmtilega sögu af því hve sú leit getur verið löng og ströng og er vert að rifja hana upp með orðum Jóns sjálfs: „Og er þá komið að því ritverki er Jón Eiríksson hleypti af stokkunum er mér þykir vænst um, Rit þess íslenzka lærdómslistafélags, vegna hinna mörgu ágætu greina um hagfræði, læknisfræði og verkmenningu þjóðarinnar sem í því eru. Má vera að hluti af væntumþykjunni stafi af því hvað ég hafði mikið fyrir að ná því saman. ... Fyrsta bindi ritanna, fyrir árið 1780 kom út 1781 og síðan árlega til og með 12 bd.; 13. bd. fyrir árið 1792 kom út 1794 og 14. bd. kom út 1796, en prentun 15. bd. var aldrei að fullu lokið (vantar titilblað, félagatal o.fl., en allar aðal- greinar þess fullfrágengnar). Af manntalstöflum þess má ráða að því hafi verið ætlað að koma út 1801 eða 2; en fyrsta grein bindisins, Tilraun til að upptelia sjúk- dóma þá er að bana verða, og orðið geta, fólki á Is- landi, hafði Sveinn Pálsson sent ritara félagsins 1795. Það er skiljanlegt að hið ófullgerða 15. bd. er tor- fengnast allra bindanna og þó sérstaklega myndin í því. - Þetta ársrit er eitt hið vandaðasta sem út hefur komið á íslensku,... Vegna hinna mörgu mynda varð útgáfukostnaður mikill ... Sérprentaðar töflur og myndir vilja oft glatast úr bókum og hafa félagsritin gömlu ekki farið varhluta af því. Heil eintök eru því sjaldséð og menn hafa reynt að bæta sér það upp með ljósprentunum ... Það mun hafa verið laust fyrir síðari heimsstyrjöld að ég eignaðist 9. og 10. bd. ritanna og vantaði í þau allar myndir, en Regestur yfir íslensk Rit lærdómslistafélagsins úr safni Jóns Steffensen. sjúkdómanöfn eftir Svein Pálsson lækni, sem í þeim eru, freistuðu mín. Smám saman fjölgaði bindunum sem ég eignaðist bæði með gjöfum og kaupum, svo að 1955 átti ég tvö eintök en í þau vantaði 14 myndir til að geta náð úr þeim einu heilu eintaki. En þar sem eintakið var að öðru leyti gott lét ég binda það með festingum fyrir þær myndir er vantaði og fargaði hinu eintakinu. Og þegar ljósprentanir ... komu 1961 fyllti ég í eyðurnar með þeim. Síðan gerist það, að 1966 gerir Björgúlfur læknir Ólafsson er verið hafði læknir holdsveikraspítalans í Kópavogi síðan 1942, mér boð að finna sig. Erindi hans var að gefa mér eintak sitt af gömlu félagsritunum, sem áður höfðu verið í eigu Holdsveikraspítalans á Laugarnesi, það var 1. til 14. bd. heil og í góðu standi og með öllum myndum en Ijótur blekstimpill spítalans óprýddi titilblaðið. En harla feginn varð ég gjöfinni, því nú gat ég bætt mitt eintak til muna.... Og nú vantaði aðeins myndina í 15. bd. til að um heilt eintak ritanna væri að ræða, og satt best að segja gerði ég mér ekki vonir urn að eignast hana. Ég hélt þó áfram þeim vana að glugga í eintök af gömlu félagsritunum sem á uppboð komu. Og viti menn, 1970 fær Sigurður Benediktsson eintak af þeim á uppboð sem vantar í flestar myndir aðrar en þá í 15. bd„ og samdist svo með okkur að ég fengi þá rnynd, en léti í staðinn 5 frummyndir og það af Ijósprentunum ... sem á vantaði til að fullgera uppboðseintakið. Þannig lauk þrjátíu ára stríði mínu við að ná saman heilu ein- taki af gömlu félagsritunum." Opna úr Riti lærdómslistafélagsins. @9 5)335 Éfootí/ «25119? <stutt H9?25«9i-2533<Slt=n §?ferfítu 5fa(na ^onfrtna / SllíKuicflflwnr ^utrfmfediitiinfWf- oDut i S)0lt|Tu, ffl goih.-truDur BALTHAZARJOHANN DE BUCHWALD. Mcd. DnéT. 6c Mcd Provinc. Loll: & Fílll. ffrttu ^lrneifu wtínaeur íOfl'SlíruMrNgimi ejj fDHoAWlícrrMiin tSr. œfigfUifaJoríÖDiK. ‘PrfOfrtb TtiitdtNÍIOfl ‘JJrefuOr I ®h)f« ecgu. ^ötirftímaitTl'trhuncti^ Pcncftitt m íioclum I •£>iaHta.!3>«[, 8f íwWch iSrlfífeiM/174». B.J. de Bucliwald, Sá nýi yfirsetukvennaskóli (Hólum 1749). Læknablaðið 2004/90 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.