Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2004, Side 63

Læknablaðið - 15.01.2004, Side 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMHALDSNÁM HEIMILISLÆKNA Höldum uppi metnaðarfullu framhaldsnámi - segir Alma Eir Svavarsdóttir kennslustjóri framhaldsnáms í heimilislækningum Framhaldsnám íslenskra lækna fer eins og kunnugt er að mestu fram utanlands. Oft er það talið vera styrkur fyrir faglega þróun læknisfræðinnar hér á landi að fá stöðugt aðstreymi erlendrar þekkingar og ekki spillir fyrir að íslenskir læknar stunda framhalds- nám við mörg af bestu háskólasjúkrahúsum veraldar. Samt blundar alltaf í stéttinni áhuginn á að koma á framhaldsnámi hér á landi og sá draumur er byrjaður að rætast. Nú stunda níu íslenskir læknar framhalds- nám í heimilislækningum hér á landi og það fer góð- um sögum af þessu námi. Námið er skipulagt þannig að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir námsstöður til þriggja ára í senn og ræður námslækna sem starfa hjá heilsugæslunni í fyrstu en síðan einnig við sjúkrahús meðan á námstímanum stendur. Sú sem heldur utan um þetta nám hjá heilsugæslunni er Alma Eir Svav- arsdóttir kennslustjóri og aðjúnkt við læknadeild HI. Læknablaðið bað hana að lýsa þessu námi fyrir les- endum. „Ef við horfum til baka þá verða straumhvörf í ís- lenskum heimilislækningum árið 1991 þegar ráðinn er prófessor í faginu við læknadeild Háskóla Islands. I starfslýsingu hans segir að hann skuli hafa yfirum- sjón með framhaldsnámi í heimilislækningum og þar er þetta nám skjalfest í fyrsta sinn. Tveimur árum síð- ar lýsti ráðuneytið yfir áhuga á því að koma upp framhaldsnámi og árið 1995 gerði það samning við læknadeild HI um tvær fastar námsstöður í heimilis- lækningum. Árið 1999 urðu önnur straumhvörf því þá varð reglugerðarbreyting þannig að nú fá kandídatar að verja þremur mánuðum kandídatsársins á heilsu- gæslustöð. Pá voru liðin hartnær fimmtán ár frá því héraðs„skyldan“ var aflögð en við það misstu kandí- datar af tækifærinu til að kynnast heimilislækningum og við misstum af þeim. Þetta var mikilvægt vegna þess að á kandídatsárinu eru menn að ákveða hvað þeir ætla að leggja fyrir sig. Við þessa breytingu jókst áhuginn á heimilislækningum og náminu hefur vaxið fiskur um hrygg. Eg var ráðin kennslustjóri árið 2002 og nú eru námsstöðurnar orðnar níu og við höfum góða von um að bæta þeirri tíundu við áður en langt um líður.“ Fylgjumst vel með framvindunni Það vekur athygli að framhaldsnámið tekur fjögur og hálft eða fimm ár en stöðurnar eru einungis veittar til þriggja ára. Hvað veldur? „Þetta er úthugsað,“ segir Alma Eir. „Við viljum halda uppi metnaðarfullu námi hér heima í þrjú ár en svo viljum við að þau fari út. Það víkkar sjóndeildar- hringinn að kynnast öðru landi og annarri þjóð. ís- lenskir heimilislæknar hafa lært víða erlendis og geta því komið námslæknum í samband og ráðlagt þeim um framhaldið.“ Náminu er skipt niður í heilsugæslu- og spítala- hluta. „Fyrstu tvö árin eru námslæknarnir í heilsu- gæslunni. Þeir fá leiðbeinanda eða „fóstra“ sem fylgir þeim í gegnum námið og metur hvað gengur vel og hvað mætti ganga betur. Hér í Efstaleiti eru tekin upp á myndband viðtöl þeirra við sjúklinga og fleira gert til að fylgjast með framvindu þeirra með nótnafund- um, tilfellafundum og margskonar mati. Þau eru átta eða níu hálfa daga á viku í móttöku sjúklinga en hafa svo hálfan dag á viku til að stunda rannsóknir, lesa fræðigreinar eða undirbúa fyrir- lestra. Að auki fá þau hálfan dag tvisvar sinnum í mánuði í formlega kennslu og Balintfundi. Þau þurfa einnig að standa vaktir og sumir námslæknarnir taka aukavaktir, ýmist hér eða á spítaladeildum. Við reyn- um að sérhanna námið fyrir hvern og einn og byggja það upp á þeirra styrkleika, veikleikum og sóknar- færum. Eftir þriggja mánaða dvöl hjá okkur hér í Efstaleitinu metum við stöðu þeirra og gerum við þá námsframvindusamning þar sem búin er til áætlun um hvaða námskeið þeir þurfi að sækja og hvernig þeir eigi að haga náminu. Það er mismunandi hvernig námið er á heilsugæslustöðvunum en viss kjarni sem þau fara öll í gegnum. Eftir tvö ár fara þau út á spítala þar sem þau starfa á deildum, barnadeild, slysadeild, geðdeild, kvenna- deild eða lyflækningadeildum. Þrátt fyrir að vera á spítaladeildum þá koma þau hingað tvisvar í mánuði, sjá sjúklingana sína og halda fund með fóstranum enda leggjum við mikið upp úr því að halda tengsl- unum við þau og fylgjast með þeim. Við viljum líka fregna hvernig gengur á spítaladeildunum." Innsæi heimilislæknisins „Námið byggist á marklýsingu sem unnin var á veg- um Félags íslenskra heimilislækna árið 1995. Það er merkilegt plagg sem margir lögðu sitt af mörkum til að skapa en nú er að hefjast endurskoðun á því sem á að vera lokið árið 2005. Svona plögg þurfa alltaf að vera í endurskoðun og við látum námslæknana lesa marklýsinguna og koma með hugmyndir um breyt- ingar. Auk þess hefur FÍH stofnað nefnd sem ég veiti Ahiw Eir Svavarsdóttir lœrði heimilislœkningar í Dartmouth í Bandaríkjun- um og sótti síðan nám í kennslufrœði heimilislœkn- inga og MSPH við University of Kentucky. Hún er kennslustjóri fram- haldsnáms og kandídats- náms í heimilislœkningum. Þröstur Haraldsson Læknaiílaðið 2004/90 63

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.