Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2004, Side 65

Læknablaðið - 15.01.2004, Side 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAM HALDSNÁM HEIMILISLÆKNA Þörfin fyrir nýja heimilislækna hefur af ýmsum verið áætluð 20-25 á ári og segir Alma að í þeirri tölu sé reiknað með því að vinna upp mögur ár sem verið hafa síðasta áratuginn eða svo. „Það yfirgáfu all- margir stéttina á þessum árum og hópurinn hefur verið að eldast svo það er þörf fyrir nokkuð mikla endurnýjun á næstunni. Við munum ekki fullnægja þeirri þörf enda teljum við það af hinu góða að fólk leiti til útlanda eftir framhaldsmenntun." Hún segir að Framhaldsmenntunarráð lækna- deildar fylgist með þróuninni og vonast til þess að geta lagt eitthvað af mörkum til eflingar framhalds- náms í öðrum sérgreinum. „Það er kominn vísir að framhaldsnámi í geðlækningum, lyflækningum og skurðlækningum. Þessar greinar eru mislangt komnar í þróun á sínu framhaldnámi en trúlega ekki eins langt og við,“ segir Alma og bætir því við að ekkert nema gott geti hlotist af samvinnu þeirra sem standa að framhaldsnámi, hvort sem um kennslu eða þjálfun námslækna eða kennara er að ræða. Hún segir að velvilji ríki hjá stjórnvöldum í garð fram- haldsnáms í heimilislækningum eins og sjá megi af því að stöðum hefur Ijölgað og mun væntanlega fjölga um eina innan skamms. Guðrún Gunnarsdóttir og Stefán Hilmarsson syngja við píanóundirleik Eyþórs Gunnarssonar Árshátíð LR Breiðvangi, Hótel íslandi laugardaginn 24. janúar HLJÓMAR Skurðlæknar verða með óvænta uppákomu Veislustjóri: Margrét Oddsdóttir Matur að hætti hússins Læknablaðið 2004/90 65

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.