Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 54

Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 54
FÓLK Þó svo aö Albert Jónsson sé hættur sem fréttamaöur hjá ríkissjónvarpinu er ekki þar með sagt að hann hafi losað sig við tjölmiðla. Nýja starfinu hjá Öryggismálanefnd fylgir óumflýjanlega að vera oft kallaður frétta- mönnum til ráðgjafar og veita svör um marg- flókin öryggis- og vígbúnaðarmál. Albert, sem er stjórnmálafræðingur að mennt, tekur við starfi framkvæmdastjóra Öryggismálanefndar um miðjan mánuðinn og leysir þar Gunnar Gunnarsson stjórn- málafræðing af hólmi, sem hefur snúið sér að kennslu við Háskólann. „Ég hef unnið fyrir Öryggismálanefnd áður, skrifað bækur og lagt stund á fræði- mennsku á sviði vígbúnaðarmála, og því fannst mér mjög freistandi að taka við af Gunnari,11 segir hann. „Ég kem þó eflaust til með að sakna fréttamennskunnar því ég hafði mjög gaman af henni, bæði á frétta- stofu hljóðvarpsins, þar sem ég starfaði fyrst, og svo hjá sjónvarpinu.“ Albert segist reyndar ekki alfarið hættur fjölmiðlastörfum því undanfarið hefur hann unnið að undirbúningi nokkurra þátta fyrir sjónvarpið um ísland og umheiminn. „Síð- ustu vikurnar hjá sjónvarpinu var ég beðinn um að undirbúa og skrifa handrit að þáttun- um. Þarna er t.d. fjallað um hvernig sam- skipti íslands við umheiminn hafa breyst og hvernig eðli utanríkisstefnunnar hefur tekið stakkaskiptum. Þarna verður bæði mikið fjallað um utanríkisviðskiptinogöryggismál- in og svo sérstöðu smáríkja í alþjóðasam- félaginu, auk þess sem komið verður inn á hugmynd utanríkisráðherra um ísland sem griðastað þeirra sem reyna að koma á friði í heiminum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru ekki umræðuþættir heldur „pródúserað" efni sem tekur talsverðan tíma að fullvinna," segir Albert. Albert er menntaður í sögu og stjórnmála- fræði frá Háskóla íslands og lauk masters- gráðu frá London School of Economics í alþjóðastjórnmálum árið 1979. „Svo má segja að ég sé langt kominn með doktorsrit- gerð um þorskastríðin. Hún hefur þó verið sett talsvert til hliðar þegar sem mest hefur verið að gera í fréttamennskunni og í rann- sóknum fyrir Öryggismálanefnd." í ofanálag hefur Albert svo séð um stundakennslu í alþjóðastjórnmálum við Háskóla íslands. „Þetta er rökrétt framhald af þeim breyting- um sem gerðar voru á Rás 2 í vor og henni verður nú breytt úr glerhörðu poppútvarpi í dægurmálaútvarp - við gerum umræðu um hvers kyns málefni og fólk í daglega lífinu hátt undir höfði,“ segir Stefán Jón Hafstein forstöðumaður nýrrar dægurmáladeildar hjá • Bankastjórinn og hobbíið. gerðarfólk, þótti ýmsum sem tónlistarval rásarinnar væri að komast inn á einkennileg- ar brautir. „Þetta er misskilningur," segir Stefán, „ við stóðum fyrir þessu í dægur- máladeildinni við undirbúning breyting- anna. Við erum að tala um öðruvísi tónlist en leikin hefur verið á Rás 2 til þessa - góða morguntónlist - ogspurðum: Hvernig tónlist er best að vakna við? Auðvitað munum við eftir sem áður velja tónlistina sjálf, en þarna báðum við fólk um tillögur og því koma allar , stefnur í tónlist og frá öllum tímum, til greina. Fréttastofan verður að sjálfsögðu á sínum stað í dagskránni og við verðum með útsend- ingar af landsbyggðinni og frá fólki utan úr heimi," segir Stefán, og bætir við:„Þarna verður fjallað um allt milli himins og jarðar a aðgengilegan hátt fyrir fólk í dagsins önn." Á dægurmáladeildinni nýtur Stefán lið- sinnis margra gamalreyndra útvarpsmanna, s.s. þeirra Ævars Kjartanssonar, Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarsson- ar. • Bragi Hannesson er daglega bankastjóri í Iðnaðarbankanum - virðu- legur með ímyndina í fullkomnu lagi- Þegar dagsverkinu lýkur Iaumast hann hins vegar að málaratrönum og festir á léreft hugsýnir sínar og fær góða dóma gagnrýnenda. Nú rétt í þessu er að ljúka þriðju einkasýningu hans hjá Gallerí Borg. ríkisútvarpinu. Dægurmálaútvarp með nýju sniði fór í loftið fimmta október. Upplýs- inga- og fræðsluþáttur með fjölbreytilegu músíkþeli tekur nú yfir morgunútvarpið á rás 2 en gömlu og góðu morgunþulirnir leika lausum hala á rás 1 einsog á árum áður. Talmálsliðir aukast líka að umfangi í síð- degisdagskrá rásarinnar. Þegar fréttist að starfsmenn útvarpsins hefðu verið fengnir til að skrifa niður 10 uppáhalds morgunlögin sín í óformlegri skoðanakönnun, til hliðsjónar fyrir þátta- • Albert Jónsson: Kem til með að sakna fréttamennskunnar. • Stefán Jón Hafstein:„úr glerhörðu poppút- útvarpi í dægurmála- útvarp. 52

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.