Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 56

Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 56
BÍLAR Pjóðverjar og Fransmenn vari sig Reynsluaksturá Toyota Corolla LiftbackXL MEID IN DJAPAN - er þetta ekki bara ein- hver misskilningur? sögðu búralegir bíla- dellukallar fyrir rúmum tuttugu árum þegar fyrstu Toyoturnar komu til landsins. Þeir voru fullir tortryggni og trúðu því að engir gætu búið til bíla nema Ameríkanar og stöku Evrópumenn. Voru þetta ekki bara billegar eftirlíkingar? Þá var á fárra vitorði að Japan- ir höfðu smíðað bíla áratugum saman, þó þeir hefðu lítt runnið um vestrænar grundir. En Toyotan rann út og líkaði bara vel, og svo komu Honda, Mazda, Datsun (sem nú heitir Nissan), Subaru, Daihatsu, Mitsubishi og Izusu. Og seldust grimmt. Menn grunaði ekki um miðjan sjöunda áratuginn að tuttugu árum síðar yrði þriðji eða fjórði hver bíll á Hafnarfjarðarveginum japanskur. Og svo langt er um liðið að Toyota-umboðið hefur gefið gaum að gildi sögulegra minja og keypti fyrir skömmu aftur eintak af fyrstu árgerðinni, Toyota Corona 1966. Vonandi varðveita þeir hann vel og vandlega. Bíladellukallarnir hafa nú löngu viður- kennt að í bílabransanum sé Japaninn óneitanlega ansi glúrinn; Ameríkaninn sé orðinn gamaldags og jafnvel Þjóðverjar og Fransmenn megi fara að vara sig. Nú sitji þeir með sveittan skallann og skrúfi í sundur japanskar tækninýjungar og hugsi sitt. Hver var til dæmis fyrstur með fólksbíl með drifi á öllum og tók landann með trompi? Subaru! Og hver er að kynna bíla með stýri á öllum? Honda og Mazda! ASGEIR SIGURGESTSSON SJÖTTA Corolla-kynslóðin. En það er Toyota sem er á dagskrá að þessu sinni. Nýja Corollan, árgerð 1988, sjötta kynslóðin af Corollunni. Sú fyrsta leit dagsins ljós 1966 og síðan hafa nærri 13 milljónir eintaka runnið fram af færibandinu. Það segir tals- vert þegar litið er til þess, að Gamli Ford, T-módelið sem gerði bíla að almenningseign á árunum 1904-1927, var framleiddur í lið- lega 15 milljónum eintaka og það var fyrst fyrir nokkrum árum að Volkswagen-bjallan náði sama fjölda; hafði þó verið fjöldafram- leidd frá því í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Ég er einn af þessum bíladelluköllum sem var fullur af fordómum gagnvart japönskum bílum lengi vel, talaði með fýrirlitningu um „japanskar dósir“ þangað til ég eignaðist eina slíka. Nú hef ég ekið henni hæstánægður í þrjú ár og væri kominn tvisvar kringum hnÖttinn ef ég hefði farið þá leiðina. Og „dósin“ mín er enn ekki farin að bila. Hún heitir reyndar ekki Toyota og af þeirri tegund hafði ég enga reynslu þegar ég fékk í hendur splúnkunýja Toyota Corolla 1300 Liftback XL á dögunum og eyddi með henni einni helgi. BEINLÍNIS falleg. Nýja Corollan er til í ýmsum gerðum sem þær fyrri. Auk þeirrar sem ég nefndi, Liftback, er boðið upp á svo- kallaða Hatchback-gerð, sem er brattari að aftan og örlítið styttri, og Sedan sem er með hefðbundnu skotti. Liftback og Hatchback- gerðirnar eru svo aftur fáanlegar í tveimur útfærslum, annars vegar með 1300 cm 3 12 ventla vél, hins vegar með 1600 cnr’ 16 ventla vél og ýmsum öðrum aukabúnaði ytra sem innra. Pá heitir það GTi og verðið er auðvitað töluvert hærra. Sú gerð sem ég hafði undir höndum var með 1300 cm ’-vélinni. Ég fór reyndar líka stutta ökuferð á GTi-bílnum til samanburð- ar. Velja má milli fimm gíra beinskiptingar og sjálfskiptingar í Liftback-bílnum og fjögurra gíra skiptingar og sjálfskiptingar í Sedan og Hatchback, nema hvað GTi-gerðin af þeim síðastnefnda er fimm gíra. Það sem sló mig fyrst við nýju Corolluna er hvað hún er lagleg. Mér hefur hingað til fundist Toyotan harla hefðbundin í útliti og fyrri kynslóð Corollunnar þótti mér um of hornhvöss og lítt rennileg. Þetta hefur breyst til muna. Liftback-gerðin af nýju Corollunni þykir mér satt að segja með fallegri bílum. Það þótti vinum og vandamönnum líka og frændi minn á barnsaldri bætti við að hún væri „geimleg" (mér þótti vænt um að hann sagði ekki „speisuð") og átti við að hún værj rennileg og nýtískuleg, líkt og geimfar. I þessu efni verð ég að öðru leyti að vísa til mynda af bílnum og smekks hvers og eins. NÝR BÍLL á gömlum merg. í tæknilegu tilliti byggir nýja Corollan á fyrri kynslóðum, en talsverðar endurbætur hafa verið gerðar. Auk útlits varða þær einkum fjöðrunarbún- að, hljóðeinangrun og ryðvörn, samkvæmt upplýsingum umboðsins. Ekki hef ég samanburð við fyrri gerðir - og tíminn einn sker úr um ryðvörnina - en hitt get ég staðfest að fjöðrunareiginleikar nýju Corollunnar eru framúrskarandi. Það er sama hvort ekið er á rammíslenskum vegi með öllum hugsanlegum þjóðareinkennum (þvottabretti, lausamöl, hvörfum, stóru og smáu grjóti), olíumöl sem virðist hafa verið lögð beint ofan á kargaþýfi ellegar á renm- sléttu malbiki - bíllinn rann ljúflega yfir þeúa allt saman og minnti mig satt að segja a stundum á stóra Citroéninn, en hann þyk'r mér komast einna næst töfrateppinu í þessu tilliti. Fjöðrunin er mýkri en maður á að venjaSt í japönskum bílum, þó án þess að bíllinn hall' í beygjum eða emji undan meiriháttar holum og hvörfum. Hún skilar sér ekki bara a vondum vegum, hún hefur líka sín áhrit a aksturseiginleika bílsins á bundna slitlagmm Hann er prýðilega rásfastur í beygjum og þaö er beinlínis gaman að gefa honum inn undu þeim kringumstæðum. Og stýrið er létt og lipurt í akstri, en ég hefði ekkert haft á mot! því að hafa aflstýrið sem er í GTi-gefðin111 þar sem þröngt var um bílastæði. SKORTUR á hávaða. Það er ástæða til a^ hrósa hönnuðum nýju Corollunnar • >'r 54

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.