Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 8
JÓN HELGASON: Arngrímur Jónsson lærði 300 ára minning Á árinu 1593 gerðist sú nýjung í menningarlífi íslendinga að prentuð var í Kaupmannahöfn lítil bók á latínu, samin af íslenzk- um höfundi: Arngrimus Jonas Islandus stendur á titilblað- inu, það er útlagt Arngrímur Jónsson íslendingur. Þetta er í fyrsta sinni að íslenzkur maður kveður sér hljóðs erlendis með því að birta á prenti bók á alþjóðatungu lærðra manna, sem þá var; í fyrsta sinni að bókarhöfundur kynnir sig fyrir heiminum sem Islandus, sem íslending. Og sjálf bókin hljóðaði líka um íslenzkt efni. Með henni, svo smávaxin sem hún er, var hafinn ritmennskuferill sem hefur orðið afdrifaríkari, dregið meiri slóða en flest annað sem íslendingar hafa gert á síðari öldum. Það er þá nokkur ástæða til að staldra við eitt andartak og virða fyrir sér þenna feril, á því ári þegar þrjár aldir eru umliðnar frá því að honum lauk með dauða Arngríms (27. júní 1648). Arngrímur Jónsson var náskyldur Guðbrandi biskupi Þorláks- syni og var studdur til mennta af honum, sigldi til náms við há- skólann í Kaupmannahöfn aðeins 17 ára gamall og kom heim aftur tvítugur 1589, var þá gerður skólameistari á Hólum; það má mikið vera ef sumir skólasveinarnir hafa ekki verið mun eldri en meist- arinn sjálfur. Síðar varð hann prestur á Melstað en hefur þó einatt verið á Hólum annað veifið og önnur hönd biskups. Þá var á Hólum miðstöð andlegs lífs á íslandi, þar var eina prentverk lands- ins og þaðan var dreift nýjum bókum út um sveitir á hverju ári. Nú er það alkunna að Guðbrandur biskup bar eitt mál fyrir brjósti framar öllum öðrum, og það var efling hins nýja siðar, hins lút- erska rétttrúnaðar, samfara niðurbroti þeirra leifa sem enn þóttu vera eftir af kaþólskum sið og páfavillu. Á þessu sviði reyndist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.