Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 77
FAÐIR VOR 155 neðan við hann tók við endalaust, ísilagt hafið. Hún vissi, að það var þar, þó að hún sæi það ekki. í þögn og friði kvöldsins skynjaði hún nálægð þess. Hún nam staðar og horfði á drenginn, sem nú var sofnaður í faðmi hennar. Sælubros lék um varir hans. Fram undan lá gatan, bein og breið. Það stirndi á malbikið í stjörnuskininu. Móðirin fór að virða fyrir sér trén fram með veg- inum. Hún þekkti þau undur vel. Þarna voru tré með löngum og mjóum hýðisaldinum, sem héngu niður, svo að neðri endi þeirra nam við jörðu. Þarna voru líka akasíur, hlyntré, lífviður og vínviðarrunnar. Hrímhvíta trjátoppana bar við himin. Þeir voru tilsýndar eins og litlu, hvítu skýhnoðrarnir, sem líða um loftið á hlýjum vordegi. Móðirin andvarpaði og gekk í hægðum sínum fram með enda- lausum röðum af auðum bekkjum, er stóðu í útjaðri Zevtsjenko- garðsins og ætlaðir voru gestum þeim, er heimsóttu garðinn að sumarlagi. Skyndilega nam móðirin staðar. A bekk einum skammt frá henni sat svartklæddur maður. Höfuð hans lá á bakbrún bekkj- arins og hann bærði ekki á sér. Móðirin gekk nær, og hjarta henn- ar tók að slá örar. Maðurinn var hrímugur frá hvirfli til ilja, augun voru hálfopin og tennurnar samanbitnar. Hann hafði sýnilega setzt þarna niður til að hvíla sig og frosið í hel. Það var svo friðsælt og rólegt á þessum stað, að móðirin gleymdi öllum kvíða sínum og áhyggjum. Undursamleg ró færðist yfir sálu hénnar. Hún fann nú, að hún var svo dauðans þreytt. I birtingu morguninn eftir óku vöruflutningabílar um borgina til þess að safna saman líkum þeirra, er orðið höfðu úti um nótt- ina. Einn flutningabíllinn ók hægt eftir breiðu, malbikuðu götunni hjá Zevtsjenkogarðinum. Hann nam fyrst staðar hjá bekk þeim, er gamli maðurinn sat á, gamli maðurinn svartklæddi, sem móðirin hafði séð kvöldin áður. Aftur nam bíllinn staðar — hjá bekknum, sem mæðginin sátu á. Móðirin hélt í hönd sonar síns og þau sátu hlið við hlið. Þau voru nálega eins klædd, í sæmilega góðum apa- skinnsfeldum, rauðleitum loðstígvélum og með marglita ullarbelg- vettlinga á höndunum. Það var engu líkara en þau svæfu vært. Þau voru föl ásýndum, og andlit þeirra voru alþakin hrími. Hermenn- irnir lyftu upp stokkfreðnum líkama móðurinnar og fleygðu honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.