Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 61
.GNYÐJA MUNDU GRÍSIR‘ 139 árum. Nú vil ég spyrja: Er þjóðinni að fara svona stórum aftur andlega, að þær bækur, sem við lásum börn fyrir hálfum manns- aldri, séu ofvaxnar skilningi íslenzkra barna nú? Því fer fjarri. En með þessu barnalega „barnamáli“ erum við á góðri leið að gera börn okkar gersamlega fákunnandi í móðurmáli sínu. Nú er það mín reynsla, að andlega heilbrigð börn fælast alls ekki þau orð, sem í daglegu máli eru talin torskilin. Þau eru einmitt sólgin í að fá skýringu á hverju nýju orði, sem þau heyra eða lesa, ef aðeins er fjallað um efni, sem þau hafa ánægju af, og ef nógu snemma er hlúð að þessum eiginleika. Og því fleiri orð, sem þau hafa á takteinum, því auðugri verður hugmyndaheimur þeirra og andlegur þroski þeirra um leið meiri. En sú skoðun, að börnum sé ofvaxið að skilja aðrar bækur en þær, sem hafa sem allra fæst og fábreyttust orð að geyma, stefnir tvímælalaust norður og niður. Hvenær eiga börnin þá að læra málið, ef það er aldrei fyrir þeim haft? Sú þjóð, sem þannig er komin á flótta undan sinni eigin tungu, er að flýja sjálfa sig, og henni er glötunin vís. Hér verður þess vegna að stinga við fótum. Og þessu er auðvelt að kippa í lag af þeirri einföldu ástæðu, að við eigum ennþá andlega heilbrigð börn, þrátt fyrir allt. Síðastliðinn vetur gaf Heimskringla út barnabók með nýstárlegu sniði, en það var Ragnars saga loðbrókar, með lögboðinni nútíma- stafsetningu og skreytt myndum eftir Hedvig Collin. Mín eigin börn hafa marglesið þessa bók sér til óblandinnar ánægju, og hún hefur orðið þeim óþrjótandi uppspretta margvíslegra hugmynda og spurninga. Marga stund hafa þau lifað og hrærzt með söguhetj- unum og tekið sér orð þeirra í munn. Mér hefur oft verið skemmt, þegar þriggja ára snáðinn minn, sem hlustað hefur hugfanginn á systkini sín, hefur verið að tuldra í sínum digrasta rómi: „Gnyðja mundu nú grísir“. Þetta dæmi hef ég nefnt til þess að sýna, að við þurfum ekki að tala neina tæpitungu við börnin okkar. Þau hafa gaman af að læra málið sitt, og það er skylda okkar að hjálpa þeim til þess. Og þetta atvik sannaði mér enn betur, að í gullaldarbók- menntum okkar eru fólgnir þeir fjársjóðir, sem drýgstir verða í veganesti handa börnum okkar. í þeim úir og grúir af sögum og söguköflum, sem eru hið ákjósanlegasta lestrarefni handa börnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.