Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 74
152 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Kauðleitu loðstígvélin hans skullu við steinlagða götuna. Drengur- inn vildi óðfús heimsækja Yeru frænku. Nú var um að gera að flýta sér. Þegar mæðginin komu að húsi Pavlovski-hjónanna, brá þeim í brún. A veginum framan við húsið hafði verið kveikt bál, og kring- um það sátu þýzkir hermenn og ornuðu sér. Hliðinu var lokað með slagbrandi. Það var auðséð á öllu, að hér fór fram húsrann- sókn. Allir þeir, sem ætluðu inn í húsið eða út úr því, urðu að sýna skilríki sín. Móðirin lét sem hún væri að flýta sér. Hún gekk hratt fram hjá hliðinu. Enginn tók eftir henni. Nú fór drengurinn aftur að skjálfa. Móðirin tók hann í fang sér og hljóp við fót eftir götunni, sem lögð var blágráum hellusteinum. Enn á ný hóf hún stefnulausa för sína um götur borgarinnar. Henni fannst reyndar, að það væri all-varhugavert að hringsóla alltaf á sömu slóðum. Slíkt gæti vakið óþarfa athygli. Þá datt henni snjall- ræði í hug. Hún ætlaði að eyða þrem til fjórum stundum í ein- hverju kvikmyndahúsinu. Sýningar byrjuðu snemma, því að dauða- refsing lá við, ef menn voru á ferli á götunum eftir klukkan átta á kvöldin. Móðirin fann til klígju og svima, er hún kom inn í sýningarsal- inn. Loftið var kæfandi og þrungið megnri fýlu. Salurinn var þétt- skipaður hermönnum og borgurum, sem auðsjáanlega höfðu farið þangað inn utan af götunni til þess að hlýja sér. Móðirin fékk sér sæti svo lítið bar á og losaði um sjalið á hálsi drengsins. Hann hall- aði sér að brjósti hennar og sofnaði vært. Tvær myndir voru sýndar, án þess að móðirin gerði sér fulla grein fyrir efni þeirra. Fyrri myndin var víst fréttamynd frá víg- stöðvunum, og á eftir henni var sýnd einhvers konar gamanmynd, en móðirin átti erfitt með að skilja, í hverju það gaman var fólgið. Ógnarhraði og ringulreið var á allri viðburðarás myndarinnar. A tjaldinu sást yndisleg, Ijóshærð telpa, sem hallaði höfðinu að brjósti hávaxins, höfuðlauss manns, og þau sungu saman eitt lag með hljómsveitarundirleik. Rétt á eftir kom sama telpan akandi í litlum kappakstursbíl. Bíllinn flaug áfram yfir hvern sprengj ugíginn á fætur öðrum, hátt, skerandi hljóð kvað við, eins og verið væri að rífa þakjárn í stórar lengjur, moldarkögglarnir þeyttust hátt í loft
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.