Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 115
DÍALEKTISK EFNISHYGGJA 193 legt sé, hefur heimsmyndin ekki orðið reglulegri eða samfelldari við það. Afleiðingin hefur þvert á móti orðið sú, að hið vísinda- lega kerfi, sem Newton hafði mótað og vísindamenn 19. aldar — að eigin hyggju — lagt síðustu hönd á, hefur farið að liðast og rofna. Þessar nýju vísinda-framfarir hafa leitt til harðrar gagnrýni og endurskoðunar á undirstöðum vísindanna. Og á þeirri gagnrýni er enn ekkert lát. Ef við athugum nánar þá endurskoðun hugmyndanna, sem fram hefur farið, kemur í ljós, að hún er oftast heimspekilegs eðlis og varðar undirstöðuatriði. Hún tekur ekki til raunhæfra eða hagnýtra vísindalegra úrlausna, heldur varðar frum-undirstöðuna. Og öll þessi endurskoðun virðist stefna í sömu átt, sem sé burt frá því, sem 19. aldar menn mundu hafa kallað „efnishyggju heilbrigðrar skynsemi“ í vísindunum. Slík gagnrýni hefur að sjálfsögðu valdið því, að ýmsir hafa gefið allt upp á bátinn og varpað sér út í dul- rænu og hjátrú. í þeim flokki eru m. a. nokkrir ágætir vísinda- menn.* Þeir neita því máski, að þeir hafi aðhyllzt nokkra heim- spekistefnu, en sú var raunin engu að síður. Og heimspeki þeirra var reist á grunni tvíhyggjunnar. Þar voru tveir heimar. Annars vegar var veröld hinna „hörðu staðreynda“, þar sem milljónir frumeinda voru samtengdar af öflum, sem hlíttu lögmálum Newtons. Hins vegar var svo veröld hugmyndaflugs, trúar og siðgæðis, sem var ýmist engum lögmálum háð eða hafði þau úr biblíunni. Eining vísindanna Nútímaþróun vísindanna hefur gert slíka skoðun eða afstöðu ótæka. Það sýnir sig, að veröld hinna „hörðu staðreynda“ er einmitt það reynslusvið, sem helzt samsvarar beinum skynjunum okkar eða líkamsreynslu, að því er tekur til stærðarstigs. Við vitum, hvernig borðið hagar sér eða borðknötturinn, af því að þau eru hæfilega stór fyrir okkur. Svo reynum við að fá frumeindir og stjörnuþokur til að hegða sér á sama hátt, og er þær gera það ekki, tölum við um, að alheimurinn sé orðinn óskynsamlegur. Vísindin hafa víkkað * Sjá Sir James Jeans: „The Mysterious Universe“ og Eddington: „The Nature of the Pliysical World“. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.