Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 129
UMSAGNIR UM BÆKUR LANDNÁMABÓK ÍSLANDS. Einar Arnórsson bjó til prentunar. Helgafell, Unuhúsi, Garðastræti 15—17, Reykjavík 1948. — xxxix + 408 bls. Mynd aftan á fremra titilblaði. Uppdrættir af öllu land- inu á 12 blöðum í sérstöku hylki. Ég beið þessarar útgáfu Landnámabókar með nokkurri eftirvæntingu, en varð skjótt fyrir vonbrigðum, þá er ég fór að kynna mér hana. Ég fæ ekki betur séð en hún sé mjög misheppnað verk. Landnámabók er hér gefin út ■eftir fjórum gerðum hennar: Sturlubók (S), Hauksbók (II), Melabók (M), brotunum, sem til eru, og Þórðarbók (Þ), en Skarðsárbókar (Sk) er getið á nokkrum stöðum. Utgáfunni er svo hagað, að þessum fjórum gerðum er steypt saman, og á að vera hægt að sjá í samfelldu lesmáli allt, sem í hverri þeirra stendur. Þó liefur ekki orðið komizt hjá athugasemdum neðan máls með öllu. Samsteypan er aðallega með tvennum hætti. Sums staðar er ein gerðin lögð til grundvallar, en orða- og efnismunar hinna, sumra eða allra, getið í megin- málinu. Á öðrum stöðum er mismunurinn of mikill til þess, að slíkt hafi verið hægt. Þar eru textarnir, sumra gerðanna eða allra, prentaðir hvor eða hver á •eftir öðrum. Sjálfsagt var að leggja S til grundvallar, með því að hún er elzt og ein heil af hinum eldri gerðum, sem til eru. Má og segja, að Einar Arnórsson (hér eftir skammstafað: E. A.) hafi gert það að nokkru leyti. Þó liefur hann vikið frá efnisskipun hennar og tekið upp efnisskipun Þ í aðal- atriðum, eins og gert er í útgáfu Landnámabókar frá 1925. En sú tilhögun styðst ekki við nægileg rök, því að efnisskipun Þ er aðeins blendingur úr efnisskipun M og Sk, sem er aftur samsteypa úr S og H. Ef M væri til heil, svo að hægt væri að leggja hana til grundvallar, gegndi öðru máli. Þá væri rétt að víkja frá S. Þeirri aðferð, sem hér er beitt við útgáfu Landnámabókar, hefur aldrei verið beitt við hana fyrr, en þó er hún ekki alger nýjung. Hinir fornu íslenzku ann- álar voru gefnir út á mjög svipaðan hátt í Kaupmannahöfn 1847, enda stendur )íkt á um þá og Landnámabók. Þeir eru af einum og sama stofni, sem hefur verið ýmislega aukinn í hinum einstöku gerðum. f rauninni eru Sk og Þ einnig sams konar samsteypur. Aðalmunurinn er sá, að E. A. steypir saman fleiri textum en höfundar þeirra og sýnir nákvæmlegar, hvað stendur í hverri gerð. Útgáfa annálanna frá 1847 hefur ekki þótt góð. En hvernig reynist útgáfa E. A. af Landnámabók? Hann hefur auðvitað ætlazt til, að mönnum yrði auð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.