Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar Þannig hafði veðrið verið undanfarna daga; hvassviðri úr ókunnri átt og nánast samfelld úrkoma. Maðurinn sýndi engin svipbrigði en starði á dropana safnast í smálæki á rúðunni og renna niður á gluggasylluna þar sem vindurinn feykti þeim aftur út í móðuna. Eftir nokkra stund fór hann fram í eldhús. Tók óhreinan pott upp úr vaskinum og skolaði að innan. Kveikti á eldavélinni og setti pottinn, hálffullan af vatni, á plötuna. A meðan hann beið eftir að suðan kæmi upp teygði hann sig í gula kaffikönnu og skrúfaði af henni lokið. Rótaði svo nokkra stund í skápnum en fann ekki það sem hann leitaði að. Eitt andartak stóð maðurinn kyrr og hélt niðri í sér andanum en beygði sig svo niður og dró gamlan kaffipoka úr ruslafötunni, hreinsaði innihaldið úr eftir bestu getu og setti hann síðan í trektina. Hann drakk kaffið svart en setti þrjár teskeiðar af sykri í glasið. Þurrkaði af borðinu með erminni og hélt áfram með kapalinn frá því í gær. Maðurinn hafði lagt þennan kapal á hverjum degi í sjö ár og gerði enga undantekningu núna. I þann mund er hann uppgötvaði að kapallinn gekk ekki upp sló kirkjuklukka í fjarska tólf högg. Maðurinn stansaði með spilabunk- ann í vinstri hendi og leit snöggt á dagatalið yfir ísskápnum. Augu hans lifnuðu. Hann reis hvatlega á fætur, tók dagatalið af naglanum og þreifaði eftir gleraugunum í skyrtuvasanum. Utan um þriðjudaginn annan febrúar hafði verið dreginn hringur með kúlupenna. Hann hengdi dagatalið aftur á naglann og gekk fram í dimma forstofuna. Spegillinn á veggnum var brotinn. Það gilti einu. Hann forðaðist hvort eð var að líta í hann en hafði af einhverri ástæðu ekki hent honum. Eftilvill út af rammanum. Maðurinn fór í ljósbrúnan frakka og vafði rauðköflóttum trefli um hálsinn. Stóð með húfu dálitla stund í höndunum en setti hana síðan aftur upp á hilluna yfir fatahenginu. Hann fór með skóna inn í eldhús, settist á stól og batt þá á sig. Leit einu sinni enn á dagatalið en gekk svo út. Á lyftuhurðina var límdur miði sem á stóð: Lyftan biluð. Hann varð því að labba niður þessar fimm hæðir ofaná jafnsléttu. 384
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.