Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 103
mikilvægra þátta, sem eiga eftir að koma svo greinilega í ljós í verkum Laxness. Fáeinar blaðsíður í þessum kafla fjalla síðan um Sölku Völku (98 — 102) undir fyrirsögnunum „Mellanlandning i en fiskeby“ og „Ideologisk utveckling“. En sá þáttur er einkennilega þunnur. Það er margt sem vantar hér tilfinnanlega í sam- bandi við „hinn hugmyndafræðilega og fagurfræðilega bakgrunn". Við vitum mikið um þjóðfélagslegar og pólitískar forsendur þeirrar þróunar sem á sér stað á Oseyri við Axlarfjörð. Samtíma heim- ildir eru margþættar og skýra ýmislegt í lýsingunni á þessu sjávarþorpi. En ekk- ert af þessu efni hefur AS notfært sér. Lýsing höf. á Arnaldi og ýmsum stig- um („stadier") í persónulegri þróun hans er að mínu áliti villandi. Þannig segir að Arnaldur nái „þriðja stiginu", „þegar kommúnisminn hverfur og taó- ískar skoðanir og kynferðislegar athafn- ir koma í staðinn", en í 18. kafla sögunn- ar sé hann „skyndilega" genginn yfir „til taóisma og almennra efasemda“ (98). Það er eitt útaf fyrir sig, að „taóisma" verður varla vart í þessu sambandi, enda skilgreinir AS hvorki hér né annarsstað- ar hvað hann á við með taóisma eða hvernig Laxness sjálfur skilur þetta flókna hugtak. En fyrst og fremst fer Arnaldur ekki af einu stigi yfir á annað. Hér er aðeins um að ræða aðra hlið persónuleika hans. Aðalhugmynd hans er að vísu að breyta þjóðfélaginu í sósíal- íska eða kommúníska átt, alveg einsog það var hugmynd skáldsins í Alþýdu- bókinni. En þrátt fyrir allt tal um hina þjóðfélagslegu heild er Arnaldi um leið ljós einmanaleiki mannanna. Þegar ein- staklingurinn fæðist og þegar hann gefur upp öndina, segir Arnaldur við Sölku, er ekkert „sem getur breytt hlutskipti Umsagnir um bœkur hans, hvorki guð né mergðin, ekki einu sinni verklýðsfélag, jafnvel ekki bylting. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er maðurinn einn, aleinn, — hann finnur það, þegar banastundin nálgast, þegar hann veit, að hann á að deyja sínum dauða — einn“ (322). Það er eitthvað af sömu spennu milli mannsins sem þjóðfé- lagslegrar einingar og sem einstaklings, sem Alþýðubókin ber vitni um. AS segist finna í Sölku Völku trúarlegt táknkerfi, en það kvað vera í því falið, að „Sölku má setja í spor guðsmóður, en Arnald má að nokkru leyti skoða sem Kristsmynd" (100). Þetta er í meira lagi einkennileg staðhæfing, enda ekki bent á neina staði í sögunni sem gætu rökstutt þessa skoðun og gert hana sennilega. Hinsvegar er ekki sagt frá alveg ótví- ræðu dæmi um Kristsmyndina sem tákn. Húsmóðirin Sveinbjörg, sem er að deyja frá börnum sínum í mikilli fátækt og eymd, ber á banabeði eigin þjáningar saman við þjáningar Krists. Þetta er í fullu samræmi við fróðlega grein eftir Laxness, „Inngangur að Passíusálmum", sem birtist fyrst í Iðunni árið 1932. I þeirri grein er hinum íslenska almúga- manni í þjáningum sínum einmitt líkt við Krist. ÁS ber einnig saman Alþýðubókina og Sölku Völku. En í hinni síðari segir hann að sé „tekið meira tillit til mannlegs breyskleika og mannlegrar „náttúru" en í greinasafninu"; hinn „hugmyndafræði- legi munur milli þessara tveggja bóka“ sé áberandi (102). Höf. talar ennfremur um að hinn pólitíski boðskapur í Sölku Völku sé veikari en í Alþýðubókinni (101). Eg efast um að hér sé um að ræða neins konar grundvallarbreytingu eða skoðanaskipti hjá skáldinu. Munurinn milli þessara rita, sem AS bendir á, virð- ist liggja í hlutarins eðli og stafa af því að 453
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.