Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar þetta eru tvær gerólíkar bókmennta- tegundir. Alþýðubókin er að verulegu leyti áróðursrit. Höfundurinn talar þar í eigin nafni og setur fram skoðanir sínar milliliðalaust. En í skáldsögu, þar sem persónur eru settar á svið og látnar lifa lífi sínu með þeim mótsögnum sem ein- kenna flestar mannlegar verur, verður óeðlilegt að fylgja kórréttri línu, enda þótt hugmyndaheimur skáldsins sé enn- þá sá sami. 5. kafli, „Mellankrigstidens sovjetskildr- ingar“ (103 — 17), fjallar um íslenskar ferðasögur frá Sovétríkjunum sem sér- staka bókmenntagrein, m.a. undir fyrir- sögnunum „Form“ og „Retorik“. AS sýnir fram á að þessar bækur eru yfirleitt með mjög svipuðu sniði, auðsjáanlega vegna þess að gestgjafarnir hafa skipu- lagt ferðirnar innanlands samkvæmt fyr- irfram ákveðinni áætlun. Þessi kafli er í sjálfu sér forvitnilegur, þó að hann sé útúrdúr innan ramma ritgerðarinnar. Af Sovétbókum Laxness er það einungis sú fyrri, I Austurvegi (1933), sem kemur beint við tímabilið sem ÁS hefur tekið til athugunar. Hún fjallar meðal annars um landbúnaðarmál og stéttarskiptingu bænda samkvæmt sovéskri skoðun. En einsog kunnugt er hefur Laxness að nokkru leyti notfært sér þá fræðslu í Sjálfstaðu fólki. Gerska œfintýrið (1938), sem er langtum mikilvægara verk en I Austurvegi, hefur af eðlilegum ástæðum lítið að segja sem „bakgrunnur" að Sölku Völku eða Sjálfstæðu fólki. Hins- vegar varpar sú bók nokkru ljósi á pers- ónusköpun skáldsins í Heimsljósi. Lokakaflinn, „Laxness politiska engage- mang“ (118—27), kemur manni dálítið á óvart á þessum stað, þar sem efnið hefur verið til umræðu fyrr í ritgerðinni. En fyrri þátturinn hér, „Laxness artiklar" (118—24), er nánast skrá yfir greinar hans og fjallað um sjónarmið sem þegar hafa verið rædd bæði í sambandi við Alþýðubókina, Sölku Völku og Sjálfstætt fólk. Þetta er að mér finnst frekar trufl- andi niðurskipun efnisins; ekki hefur þetta yfirlit heldur neinar umtalsverðar nýjungar að bjóða. Af einhverjum ástæðum heldur höf. einnig áfram (122 — 24) talsvert fram yfir tímatakmörk bókar sinnar, t.d. með ýmsar greinar Laxness frá 1939, um heimsstyrjöldina. Þetta kemur ekki heim við tilgang rit- gerðarinnar og hefur þar að auki verið rætt miklu ýtarlegar fyrr af fræði- mönnum. Loksins er á tveimur blaðsíðum eða svo fjallað um Sjálfstætt fólk, reyndar aðeins um eitt einasta atriði í þessari margþættu skáldsögu. AS gerir sem sé tilraun til að útskýra „skilninginn á nátt- úrunni" og setur frá því sjónarmiði upp fimm atriði. Lítum á þriðja atriðið, und- ir fyrirsögninni „Romantiken" (124- 25) . I sambandi við ungmennafélagið, sem fer í „skógarferð“ í íslenskum öræfum, „syngjandi ættjarðarljóð“, heldur hann því fram að náttúruskoðun þeirra sé „samkvæmt skáldsögunni vörn fyrir auðvaldskerfið. Hún gerir það mögulegt að skoða landslag sem fagurt og vegsama sveitina yfirleitt." Eg fæ ekki betur séð en að ÁS rugli hér saman tveimur hlutum, eða sjónar- miðum. Það er auðvitað ekki rómantísk náttúruskoðun sem slík, sem er „vörn fyrir auðvaldskerfið". Það er ekki fyrr en þeirri skoðun er beitt í áróðursskyni, til þess að sætta smábóndann við mis- kunnarlausa tilveru hans, sem hún getur fengið þá merkingu. Einsog allir lesend- ur Sjálfstæðs fólks vita nær rómantísk náttúruskoðun hámarki sínu í frásögn 454
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.