Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar hann leggur mikla áherslu á að viðtakandi sjái jafnframt hve brýnt er að breyta þessum veruleika. Greinar Brechts í tilefni deilunnar um expressjónismann beinast mjög gegn Lukács. Brecht kallar hann „listdómara" sem setji fastar reglur um raunsæi og sé þar með að breyta því í „formalisma". Einnig ræðst hann heiftarlega á hugmyndir Lukács um hefðina, segir hann gjörsamlega van- rækja ljóðlist og leiklist, og helst líti út fyrir að skáldsagnahöfundar eigi að herma eftir nokkrum 19. aldar skáldsögum sem búið sé að næla í heiðurs- merki. Brecht hvetur til aukinnar meðvitundar um fjölbreytileika hefðarinn- ar en jafnframt til margvíslegra tilrauna: „Veruleikinn tekur breytingum, og til að túlka hann verður túlkunarmátinn að breytast.“ Raunsæið verður að fylgja á eftir raunveruleikanum, en að skrifa raunsætt merkir: Að afhjúpa félagslegt orsakasamhengi / að opinbera ríkjandi sjónarmið sem sjónarmið ríkjandi stéttar / að skrifa frá sjónarhóli þeirrar stéttar sem hefur til reiðu víðtækastar lausnir þeirra knýjandi vandamála sem mannlegt samfélag á við að stríða / að leggja áherslu á einkenni þróunarinnar / að gefa kost á bæði hluttækri (konkret) og sértækri (afstrakt) umfjöllun.12 Þessi pólitíska raunsæisskilgreining gefur höfundum lausan tauminn í formi og stíl, þó svo erfitt geti verið að dæma um hvenær henni hafi verið fram- fylgt í hugmyndafræðilegu tilliti. Það sem olli því að Brecht tók ekki þátt í sjálfri deilunni var ugglaust m. a. tvíbent afstaða hans til expressjónismans, og raunar til flestallra módernista. Brecht var nefnilega mjög í mun að formfrelsi og tilraunir gengju ekki svo langt að þær misstu sjónar á félagslegu hlutverki bókmennta. Stundum er eins og hann hafi ákveðin mörk í huga sem hann vill þó ekki skilgreina. Hann dáðist að James Joyce en þótti Ulysses ganga of langt í formbylting- unni. Hins vegar þótti honum raunsæisformið á skáldsögum Uptons Sin- clair úrelt. Það kann að virðast freistandi að leita með Brecht að einhverjum millivegi í þessum efnum, en Brecht gat þó að mínu áliti verið full einstreng- ingslegur í þeirri skoðun sinni að skáldverk eigi að vera hægt að skilja fullum rökskilningi, og í þessu tilliti er hann jafnvel stundum fastur í skyn- semishyggju svo að minnir á Lukács. Veruleiki okkar aldar birtist iðulega í rökleysu, í fáránlegum myndum; bókmenntir eru e. t. v. hæfasti tjáningar- miðill slíkrar lífsreynslu og geta örvað okkur til að vinna sjálf úr henni, í stað þess að láta beinlínis skýra hana fyrir okkur. 426
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.