Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar nýju mannskepnu er sem höfundar verði að byrja á núlli, því um arfinn sem Bennett og fleiri hafa þegið frá 19. öldinni segir hún: „Fyrir okkur er þessi hefð í rúst, þessi verkfæri eru dauðinn.“ (330) I orðum Woolf má greina þá ögrun og uppreist sem bjó í módernisman- um á fyrstu tugum aldarinnar. Hún lætur sem klippt hafi verið á þráð í bók- menntasögunni. Hefð 19. aldar hefur runnið sitt skeið og er nú dauð; menn geta svosem reynt að pjakka í erfiðan jarðveg nútímans með gömlu verk- færunum, en vænlegra er að smíða glæný tól sem beitt verður á annan hátt. I þessari tvískiptingu birtist róttæk nútíð módernismans í öllu sínu veldi, hin vísvitaða gleymska, svo ég búi til hugtak sem túlkar mótsögnina í þessari afstöðu. Því svona róttækt rof eða brot í þróuninni væri jafnframt skipbrot; ný kynslóð höfunda og lesenda brýtur ekki blað í sögunni nema hafa lesið það sem hinum megin stóð. Ritháttur, lestur og túlkun texta byggir á skilningi sem er háður öðrum textum, og þá ekki aðeins bókmenntaverkum, heldur hvers konar reynslu sem viðtakandi hefur orðið að túlka, setja í menningarlegt samhengi (þó svo að við bókmenntalestur reyni e. t. v. sérstaklega á reynslu af hverskonar lesmáli). I vissum skilningi má segja að ýmsir textar skrifi hinn nýja texta „í gegnum“ höfundinn (ekki þó vélrænt) og að ýmsir textar (að einhverjum hluta þeir sömu eða af skyldri gerð) lesi hann „í gegnum“ viðtakandann. Textinn er einungis til í flóknum (kannski óendanlegum) textatengslum,lb sem bókmennta- og táknfræðingar hafa mikið brotið heilann um síðustu árin. Módernistar gáfu frá sér ýmsar yfirlýsingar á borð við þær sem vitnað var til. Margir hafa tekið þær bókstaflega sem lýsingu á sjálfum verkum módernismans, og ráðist á hann fyrir að rústa allar hefðir og þar með söguna sjálfa, hrygglengju allra hefða. Það vill þá gleymast hversu ógerleg slík uppreisn er, því hún myndi brjóta niður öll boðskipti. Höfundur getur vissulega snúist gegn þeim textum sem í honum búa, en til þess þarf hann að vera sér meðvitaður um þá; ætlaði hann að ráðast gegn þeim öllum yrði hann að skapa nýtt mál, en úr hverju? Jafnvel þau framúrstefnuskáld frá og með Mallarmé (eða kannski Hölderlin) sem stundum búa sér til að því er virðist einangraðan skáldheim, reynum við að nálgast gegnum hefðina; ef aðförin ber lítinn árangur reynum við e. t. v. að sjá verkið sem „leynilega" umsögn um skáldskapinn sjálfan, mannleg boðskipti, túlkunina eða tungu- málið. Þrá okkar til að skilja á einhvern hátt gerir okkur býsna þrautseig við að hefðbinda verk. Sama er að segja um hið sögulega samhengi; við hneigjumst til að leita það uppi, og þannig getur minnsta látbragð, eitt hróp eða þögn öðlast gagngera merkingu. Hvað hefur orðið um hefðina á þessum áratugum síðan kunnustu módernistarnir brutust fram á sjónarsviðið? Þessa spurningu ber æ oftar á 428
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.