Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Blaðsíða 99
Kristinn E. Andrésson, sem hlýtur að teljast traustur sósíalisti, samdi árið 1932 ritdóm um Sölku Völku, þar sem orðið snillingur og tilsvarandi lýsingarorð koma fyrir aftur og aftur, einsog AS bendir sjálfur á (65). En í næsta kafla lesum við: „Einn af snillingum liðins tíma, sem fjallað er um í Alþýðubókinni, er Jónas Hallgrímsson. Laxness telur hann snilling, af því að hann er „kristall- ur íslenskrar vitundar““ (92). Mig langar að bæta því við, að AS segist bera meiri virðingu fyrir Halldóri Laxness en fyrir nokkrum öðrum íslenskum höfundi okkar tíma (11). Er sú aðdáun hans þá líka „knúin fram af þjóðernisstefnu og snillingsdýrkun"? Sigurður Nordal er enn tekinn fyrir, þegar sagt er frá mati hans á innlendri og útlendri menningu: „Þegar íslenskar bókmenntir urðu lélegar var það útlend- ingum að kenna, en meðan þær voru góðar var það Islendingum að þakka.“ (51) Auðvitað er þessi staðhæfing ÁS til þess ætluð að leggja einu sinni enn áherslu á „þjóðernisstefnu" Nordals. En hún er röng. Reyndar hefur enginn Is- lendingur á djúpsærri hátt en Sigurður Nordal rætt um samspil innlendra og útlendra menningarstrauma. Hann hef- ur lagt mikla áherslu á að menn eigi að læra það sem lært verður af alþjóða- menningunni (enda hefur hann sjálfur fylgt þeirri reglu), en um leið verði menn að melta áhrifin og samlaga þau eigin menningararfi í frjósamri víxlverk- un. Það má benda á verk Halldórs Lax- ness sem stórkostlegt íslenskt dæmi um slíkt samspil á okkar öld. Sem nokkurs konar hámark í þessum kafla gerir ÁS samanburð á heimspeki Sigurðar Nordals og Friðriks Nietz- sches, en hann var e.t.v. „mikilvægasta hugmyndalega uppspretta „hinnar nýju Umsagnir um b<ekur rómantíkur““ (46). Nú hefur Nietzsche að vísu ekki skipt umtalsverðu máli í þróun Nordals, svo vitað sé. Að minnsta kosti hafa margir rithöfundar og fræði- menn á Norðurlöndum verið undir langtum sterkari áhrifum frá honum. En látum það vera. ÁS setur upp lista af tölusettum atriðum. Fyrst kemur það sem hann telur ólíkt með þessum mönn- um, en það eru þrjú atriði, hvorki meira né minna. Ut af fyrir sig hefði mátt láta þau vera þrettán eða fimmtíuogfjögur, að vild og hugmyndaflugi. En ég sleppi þeim og lít í staðinn á það sem kvað vera líkt með þeim félögum. Það eru samtals fimm punktar; sá fyrsti hljóðar þannig: „Báðir dást þeir að einsemd, sveit og dýrum (einsemdarhugmyndin ber vott um einstaklingshyggju)." Við þetta er að minnsta kosti tvennt að athuga. I fyrsta lagi forðast höf. að gefa okkur áþreifanleg dæmi með tilvís- un til ákveðinna texta; atriðin eru sett fram einsog hér væri um sjálfsagða hluti að ræða. I öðru lagi er aðdáun á einsemd o.s.frv. langt frá því að vera eins hjá fólki. Þegar talað er um einsemd hjá Nietzsche minnumst við ofurmennisins Zaraþústra, sem dvelur á fjöllum uppi, hátt ofar hversdagslegum mannkindum. Ekki er vitað til þess að Sigurður Nordal hafi haft slíka köllun eða löngun. Að því er best verður séð var hann eðlilega fé- lagslyndur maður. Annars hefði hann varla tekið að sér að vera sendiherra lands síns í Kaupmannahöfn, svo að eitt dæmi sé nefnt. Og hvað merkir það að dást að dýrum, hreint og beint? Eigum við að hugsa okkur hesta, kýr, sauðfé, hunda eða fugla? Var Sigurður Nordal meiri dýravinur en Islendingar yfirleitt? En þegar sagt er í fimmta punktinum, að báðir sveiflist „milli skynsemistrúar (,,rationalism“) og hins óræða („irration- 449
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.