Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar Hin afdráttarlausa frumleikakrafa sem sigldi í kjölfar hugmyndarinnar um ímyndunaraflið í öndvegi og um Séníið — hinn mikla sjáanda inn í hulda heima — hlýtur óhjákvæmilega að leiða til sérlega persónubundins skáld- skapar; dýrkun einstaklingsins hlaut að verða til þess að hver og einn ræktaði með sjálfum sér af natni allt það sem gerði hann frábrugðinn öðru fólki. Arátta rómantískra skálda að flatmaga úti í náttúrunni og sjá sýnir losaði um táknmálið því öll voru þau að tjá einstæða reynslu sem fram- kölluð var með mætti hugans — þau voru að tjá sína reynslu, enda stóð hvert þeirra í nokkurs konar einkasambandi við guðdóminn. Og — leitin að því óspillta og upprunalega í þjóðarsálinni, þjóðerniskenndin og vitundin um sérkenni eigin þjóðar: allt þetta ýtti undir ólíka þróun í hverju landi — að ekki sé talað um gjörólíkar þjóðfélagsaðstæður í til dæmis Þýskalandi annars vegar og Englandi hins vegar. René Wellek hefur manna mest stuðlað að því að ekki var gefist upp á því að nota orðið rómantík. Hann telur að það fari ekkert á milli mála að um hreyfingu hafi verið að ræða í Evrópu, og að sú hreyfing hafi átt mikilvægari hluti sameiginlega en þá sem skildu á milli. Hin sameiginlegu einkenni telur hann vera: sama skáldskaparskilning og sama skilning á eðli og verkan hins skáldlega ímyndunarafls; sömu hugmyndir um náttúruna og samband hennar og mannsins — og í grundvallaratriðum sama skáldskaparstíl, og þar á hann við notkun myndmáls, tákna og goðsagna. Hann segir að einnig megi bæta við huglægni, miðaldahyggju, þjóðsagnaáhuga og fleiri atriðum, en til að afmarka hreyfinguna nægi þetta þrennt: ímyndunarafl um skáld- skaparskilning; náttúra um heimssýn og tákn og goðsaga um skáldskapar- stíl.4 Menn hafa vitaskuld fundið fleiri sameiginleg einkenni í rómantísku hreyfingunni. Algeng eru í þeirri umræðu orð eins og hugarflug, dulúð, „ahnung“, fjarlægð, miðaldir, rökkur, séní. Það yrði auðvelt að ganga á röðina og máta hvert þeirra um sig við ljóð Jónasar, og það tæki ekki langan tíma að sjá að ekkert þeirra á sérlega við hinn skynsama sóldýrkanda sem Jónas alla jafna er. En þar með er ekki sagt að ekki megi greina nein rómantísk áhrif á hann. Eflaust var þjóðernishyggja Jónasar af rómantískum toga, einkum hug- myndir hans um staðarval Alþingis sem stjórnuðust af fortíðardýrkun og hugmyndum um að í náttúrunni byggi andi sem yrði að virkja til farsældar mannlífinu. Kvæði Jónasar lsland ætri að vera nægilegur vitnisburður um þetta tvennt: þar skarta hetjurnar litklæðum en landið hefur fannhvíta jökla, bláan himin og skínandi bjart haf — hér er bláhvíti fáninn við hún. Og þarf frekari vitna við um rómantískan náttúruskilning hans en orð hans í bréfi til Páls Melsted? 418
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.