Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar eðli mannlegrar skynjunar. Því býður hann líka þeim þátttakanda sem að utan kemur, lesandanum, miklu fleiri möguleika á túlkun en sú orðræða sem leitast við að vera einræð. Varla getur skáldskap sem lætur minna yfir sér en náttúrulýrík; stundum svo hrein að hún virðist einföldust alls — og öfugt. Fullkomnar að léttleika eru margar japanskar tönkur og hækur: Létt stigin fótspor í sandinn á sjávarströnd — langur vordagur.7 Vegna hinnar táknbundnu skynjunar mannsins er slíkt ljóð ekki endilega náttúruljóð í merkingunni mynd náttúrunnar, stundum kannski allt annað frekar, margvíslegrar merkingar. I táknmynd þess sem er honum nákomnast er það vitnisburður manns um veruleika sinn, gert úr tilfinningum hans, reynslu, stund hans og stað, öllu sem er hann. Jafnvel náttúrujjóð sem túlkuð eru sem svo að náttúran sé beinlínis gerð að yrkisefni varða ekki hina ytri náttúru sjálfa eða mynd hennar eina heldur renna maður og náttúra saman í þeim, þau eru maðurinn í náttúrunni, eiginlega landslag hugar hans. Náttúrulýrík einkennir mjög skáldskap Einars Braga. í samræmi við það að í skáldskap eru raunveruleikatákn mannsins látin magnast upp og myndbreytast kemur gjarnan í ljós í náttúru Einars annarlegur heimur, e. k. abstrakt tímalaus kyrrleiki. Af þessu tagi eru t. d. „Landslag í Öræfum“ (82), „Við kvöldmál" (85) og „Þegar náttar“ (91). í „Stefi“ (75) bergmálar margfalt frá raunveruleika um tákn og ljóð til lesanda sem kann að nema aðeins fjarlægan óm af því sem orðin vísa til, náttúran orðin eitthvað allt annað í vitund hans; fljót í fljóti í fljóti í fljóti: Kvöldsnekkja snjóhvít. Snortið oddrauðum vængjum silfurfljót svefnhljótt. Sytrandi dropum telur eilífðin stundir okkar. og sólin gistir mig aftur Einmitt af því að náttúruljóð eru ævinlega dularfullir samfundir manns og náttúru vísa þau ákveðnar til samfélagsins en látleysi þeirra gefur til kynna. I ljóðum Einars Braga er náttúran oftast friðsæl og falleg — góð: 476
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.