Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar óttalegri, ég varð oft að fara yfir hengiflug, og loksins þraut vegurinn undir fótum mínum. Eg var öldungis óhuggandi, og grét og hljóðaði, svo það heyrðist aftur úr gjánum, og var svo óttalegt. Nóttin datt yfir, og ég leitaði mér að mosató til að liggja á. Mér gat ekki sofnast; alla nóttina heyrði ég undarlegar raddir, stundum hélt ég það væru villudýr, stundum vindurinn og væri að kveina í hömrunum, stund- um ókunnugir fuglar. Eg var að biðjast fyrir og sofnaði ekki fyrr en undir dag. Ég vaknaði við það, að dagurinn skein mér í andlitið. Fram undan mér var brattur hamar; ég klifraðist upp í þeirri von að finna þaðan veg úr óbyggðinni, og hitta menn eða manna-byggðir ef svo vildi verða. En þegar ég var komin upp, þá var allt, einsog það í kringum mig, svo langt sem ég gat séð, allt var svo hryggilegt yfir að líta, veðrið dimmt og óalegt, og hvurgi sá ég tré eða gras, og ekki svo mikið sem runn, nema fáeinar hríslur, sem sátu hnípnar og einmana í einstaka klettaskoru. Það er ósegjanlegt, hvað mig langaði til að sjá einhvurn mann, þó hann hefði verið mér öldungis ókunnugur, og þó ég hefði orðið að hræðast hann. Eg þoldi ekki heldur við fyrir hungri, ég settist niður og einsetti mér að deyja. En að stundarkorni liðnu fór mig þó aftur að langa til að lifa, ég herti mig upp og var allan daginn að ganga grátandi og hljóðandi að öðru hvurju; á endanum vissi ég varla af mér, ég var þreytt og af mér komin, ég vildi varla lifa, og var þó hrædd við dauðann. Þegar kvölda tók fór landslagið að verða dálítið viðkunnanlegra; hugur minn og óskir mínar fóru aftur að lifna, lífsfýsnin vaknaði í öllum mínum æðum. Eg þóttist heyra myllu-þyt langt í burtu; ég greikkaði sporið, — og hvað ég gladdist, hvað mér létti um hjartað, þegar ég var loksins komin út úr fjallbyggðinni og skógar og engjar og fögur fjöll langt í burtu voru fyrir framan mig. Mér fannst, einsog ég væri komin úr horngrýti í paradís. Nú hræddist ég ekki grand einveru mína og aðstoðarleysi. Þegar tilkom, varð fyrir mér foss, en engin mylla, og rýrði þetta stórum gleði mína; ég tók vatn úr ánni upp í lúkuna og fór að drekka, en á meðan þóttist ég allt í einu heyra hóstakjöltur spottakorn í burtu. Aldrei hefir mér þótt eins vænt um og í þetta sinn; ég gekk á hljóðið og sá þar við skóginn gamla konu, sem virtist vera að hvíla X 436
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.