Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 71
„I gegnum list að Ijóssins viskusal horfi „að skoða lífið í æðra og tignara ljósi en það daglega líf veitir“ (B.G. IV:217-8). í þessari eigind listarinnar er fólgin ein meginþýðing hennar, segir Gröndal, hún stuðlar að því að vekja menn og efla vegna stöðugrar löngunar þeirra og kröfu um að gera ídealið að veruleika. Gröndal segir: En það er einmitt eðli og þörf mannlegs anda, að vilja hafa það sem ekki er: vonin og eftirvæntingin eru enginn veruleiki; framtíðin er ekki, því hún er ókomin, hún er enn ekki orðin til, hún er ímynduð, eftirvænting og von, eða þá ótti og kvíði. (B.G. IV:228) Út frá þessari eða viðlíka röksemdafærslu áttu rómantíkerar auðvelt með að réttlæta sína eigin list, og jafnvel staðhæfa að rómantíkin sé „sameiginleg eign allra höfuðskálda og í rauninni allra manna frá alda öðli“ (B.G. IV:232). Það er líka ljóst að öll list sem stendur undir nafni hlýtur ævinlega að vera í andstöðu við sinn eiginn veruleika, að öðrum kosti heldur hún ekki velli. Undir eins og listamenn taka að grundvalla verk sín eingöngu á því sem er, kyrrstæðum og viðurkenndum hugmyndum, leiðast þeir óhjá- kvæmilega út í líflausa formhyggju, klisjukennda eftiröpun. Þau urðu líka örlög rómantískrar listar. Þegar fram liðu stundir stóð hún ekki undir sinni eigin uppreisn. Með hraða eldflaugarinnar þaut veruleikinn fram úr þeirri hefð sem rómantíkin hafði smám saman myndað og fæddi af sér nýja drauma, vonir, eftirvæntingar, ótta og kvíða — í stuttu máli: nýja list. Grein þessi er skrifuð sumarið 1985. Margt er þó sótt í kandídatsritgerð mína sem fjallar um ljóðagerð og fagurfræði Benedikts Gröndals. Helstu heimildir: Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. Ritsafn I—V. Rvk. 1948—1954. Abrams, M.H. The Mirror and the Lamp. Romantic theory and critical tradition. Oxford University Press. 1953. Bowra, C.M. The Romantic Imagination. Oxford University Press. 9. útg. 1980. Lukács, G. „On the Romantic Philosophy of Life“, Soul and Form. Merlin Press. London. 1974. Prickett, S. (ed.) The Romantics. Methuen & Co., Ltd. London. 1981. Schenk, H.G. The Mind of the European Romantics. An Essay in Cultural History. Oxford University Press. 1979. 469
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.