Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 89
John Fowles og Astkonan Skáldveruleiki Fowles ætlar sér bæði að halda og sleppa: að segja okkur sögu en minna okkur jafnframt á að það sem við upplifum er ekki bara sagan sjálf heldur líka tilurð hennar, það skapandi starf sem á sér stað bæði þegar saga er samin og lesin. Þannig ætlar hann að komast upp með að semja í senn hefðbundið raunsæisverk og nútímasögu í tilraunastíl. Til að slíkt takist verður lesandi fyrst að fallast á opinskátt samspil veruleika og skáldskapar sem höfundur byggir á. Islendingar hafa eignast allmargar vísvitaðar skáldsögur af slíku tagi á liðnum árum; lengst hafa gengið þeir Thor Vilhjálmsson og Guðberg- ur Bergsson.7 í verkum þeirra eru iðulega illgreinanleg skil á milli veruleika umhverfis og mannlífs sem við meðtökum og skáldskapariðkunar sem stýrir sjálfri tilurð verksins: nýjar sögur spretta í sífellu upp úr sögunni, sögusvið og mannverur taka hamskiptum, og persónur virðast taka meðvitaðan þátt í að véla sögur af sjálfum sér. Þó svo Fowles gangi ekki svo langt í Astkonunni býr þó sama hugmynd að baki: að skáldskapur sé ekki síðri raunveruleiki en hvað annað og að raunveruleikinn, líf okkar, sé morandi í skáldlegu samhengi, tilbúnum „textum" sem við lesum inn í lífið til að botna svolítið í því og eygja í því merkingu. Hef ég gerst svívirðilegur með því að brjóta niður tálsýnina? Nei. Persónur mínar eru ekkert síður til og það í veruleika sem er hvorki meira né minna raunverulegur en sá sem ég var að brjóta niður. Skáld- skapur er samofinn öllu, eins og Grikki nokkur hafði orð á fyrir hálfu þriðja þúsundi ára. (13. kafli) Niðurstaðan er sú að höfundurinn sé „samt sem áður Guð fyrst hann skapar". Jafnframt er „aðeins til ein góð skilgreining á Guði: frelsið sem leyfir öðru frelsi að vera til“. Hér talar guðlaus existensíalismi höfundar í gegnum sögumanninn. Fowles vill að nokkru veita því frelsi og svigrúmi til að skapa, sem háð er ákvörðunum mannsins en ekki æðri máttarvöldum, yfir til persóna sinna og lesenda. í því ljósi ber okkur að skoða hin tvöföldu sögulok sem saga þessi er líklega frægust fyrir (og sem Harold Pinter tókst svo listilega að koma til skila í handriti kvikmyndarinnar sem gerð var eftir sögunni). Að leiða sögur til lykta Þegar höfundar álíta það vandamál í sjálfu sér að segja sögu, þá verður vandinn hvað mestur er að sögulokum kemur. Hvergi birtist ljósar „guð- legt“ forræði höfundar en í því hvernig hann skilur við persónur sínar og 487
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.