Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 5
Bernskuminningar í tali. Þegar ég var að semja þetta spjall í desember beindust hins vegar snör augu framvarðarins að þeim ungu höfundum sem „skrifa bernskuminningar sínar“. Eg dró þessi orð út úr málflutningi Ulfars Þormóðssonar í sjónvarpsþættin- um Geisla þar sem hann tjáði sig um Eftirmdla regndropanna eftir Einar Má Guðmundsson. Nokkru seinna benti svo Helga Kress í Veruviðtali á þá nýlundu í íslenskum bókmenntum að sumir ungir karlhöfundar nýttu sér bernsku sína til að skapa skáldverk og að sumir ungir karlgagnrýnendur væru svo langt leiddir af kyni sínu að þeir skrifuðu um sumar þessar strákabækur sem væru þær skáldverk. Hrafn Jökulsson skrifaði svo í fylgirit Þjóðviljans að Heilagur andi og englar vítis eftir Olaf Gunnarsson væri merk bók fyrir þá sök að þar færu ekki bernskuminningar — eins og hjá sumum. Staðhæfingin er að verða komin til ára sinna eins og ungu höfundarnir — sumir — en hefur mér vitanlega ekki verið rædd alvarlega. Aldrei verið rökstudd eða sett í eitthvert samhengi eða verið útskýrð á nokkurn máta. Þetta er bara eitthvað sem er sagt með þjósti eins og öllum hljóti að skiljast hve fráleitt athæfi það sé hjá ungum karlrithöfundi að skrifa um unga karlmenn. Efnislega minnir mig að í fyrrgreindum sjónvarpsþætti hafi Ulfar sagt eitthvað á þá leið að ungir höfundar héldu bersýnilega að bernska sín væri svo merkileg að þeir gætu rakið hana bindi eftir bindi, og fólst í orðum hans að sú trú þeirra væri á misskilningi byggð. En hverjir eru þeir, þessir sjálfhverfu höfundar sem teygja svo mjög lopann um viðburðasnauða bernsku sína, öllum til ama og sjálfum sér til vansæmdar? Leitin er hvorki löng né erfið. Svonefndir nýraunsæir pennar á síðasta áratug sem ég spyrði hér saman af illri nauðsyn um leið og ég minni á að nóg er komið af slíkum dilkadrætti í bókmenntaumræðunni, þeir skrifuðu ekki bernskuminn- ingar heldur sögur úr samtíð. Tveir höfundar af þessari kynslóð skrifuðu bækur um það tímabil íslandssögunnar þegar þeir voru sjálfir að alast upp: Pétur Gunnarsson skrifaði Andrabækurnar, Ólafur Gunnarsson skrifaði Milljón prós- ent menn. Þrír höfundar hafa einkum látið að sér kveða af þeim sem komið hafa fram á þessum áratug: Vigdís Grímsdóttir, Einar Kárason og Einar Már Guðmunds- son. Vigdís er sá ungi höfundur sem lengst hefur gengið í átt að módernisma, með tilheyrandi uppnámi tíma og umhverfis, en karlmennirnir báðir skrifa skáldsögur um Reykjavík eftir stríð. Einar Kárason skrifaði um strand tiltekins lífsmáta fólks úr hans eigin kynslóð í Þetta eru asnar Gubjón en hefur síðan í Eyjabókunum búið til braggahverfi einhvers staðar í Reykjavík og lýsir samspili þess, sem í fljótu bragði virðist vera sjálfumnægur lítill heimur, og stærri heims sem er utan við en hefur sífelld áhrif á litla heiminn. Ahrifin lúta þó ætíð eigin lögmálum. Hann lætur fjölskyldu í miðpunkti hverfisins binda verkið saman en sterkar aukapers- ónur gera það breiðara en svo að einungis sé um að ræða ættarsögu. Bernsku- minningar höfundar koma hvergi við sögu nema þá sem krydd eins og 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.