Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 82
Tímarit Máls og menningar bók sinni, „Station Island" (1984), hagnýtir Heaney formið á hinu mikla ljóði Dantes í eigin þágu og tengir saman leitina að trúarlegri mýtu og sektarkenndina vegna atburðanna á Norður-írlandi. Þó formið á hinu langa miðkvæði í þessari bók sé þvingað og tilgerðarlegt, þá hefur ótrúlega máttugur orðstír Heaneys tilhneigingu til að blinda mann á gallana og sann- færa mann um að hér sé á ferðinni snilldarverk! „A Kite for Michael and Christopher“ er „tækifærisljóð“, þrungið þeirri flæðandi orku sem Heaney hefur nú fullkomlega á valdi sínu, hvert smáatriði lýtalaust og hárnákvæmt, málið áhrifamikið og stundum töfrum slungið, og bakvið alltsaman lífsviska sem er lifuð og fram borin af fullkomnu hispursleysi og heiðarleik. Meðal írskra ljóðavina og ljóðasmiða gætir undarlegrar beiskju í garbThom- asar Kinsella (f. 1928) og verka hans. Fyrstu ljóð hans auðkenndust af ljóðrænum þokka, sem sterk skynjun á landslagi dýpkaði (ytra og innra landslag urðu æ nákomnari), en birtu jafnframt aðþrengda heima og myrk átök. Eftir því sem bókum hans fjölgaði varð heildarverkið sífellt marg- brotnara, ósveigjanlegra og kröfuharðara jafnt vitsmunalega sem tilfinninga- lega. Tilfinning stefnumiðs og einbeitni í þessu verki frá fyrstu byrjun fékk okkur, sem hrifumst af ljóðum hans, til að trúa því að hér væri á ferðinni skáld sem smámsaman mundi skapa heilsteypt verk, þarsem hvert nýtt ljóð væri viðbót við allsherjarmynstur sem skáldið væri að vinna að, og svo sannarlega hefur sú reynst raunin. Athuganir Kinsella bregða upp snöggum leiftrum í ytra og innra myrkri; heilu bækurnar kanna æ rækilegar þessi myrkrasvæði og varðveita kynlega hljómfegurð í orðfæri og dularfullt vald á að einbeita sér að tilteknum blettum á feikistóru málverki sem gert er úr smáatriðum staðbundins og auðþekkts hversdagsveruleika. í eldri ljóðum sínum var Kinsella veikur fyrir ákveðinni skrúðmælgi að hætti keltneskra barða, og var þar undir áhrifum frá Yeats en dýpkaði þau með tilraunum til goðsagnakenndrar framsetningar. Seinna kom fram hjá honum ákveðin evrópsk tilfinning fyrir afleiðingum heimsstyrjaldanna. Þetta var kynlega nýstárlegt á Irlandi: skáld sem var opið gagnvart Evrópu og Ameríku gat tileinkað sér niðamyrkur styrjaldarreynslunnar og innlimað það í goðsögulega veröld eigin ljóðlistar. Og brátt tók hið tilfinninganæma skáld að kafa dýpra í eigin sál og kanna, að hætti Jungs, goðsögulegan myrkviðinn sem þar var að finna. Ljóðið „Our Mother“ birtir fyrstu með- vitund um vissa ábyrgð gagnvart þeim skelfilegu öflum sem tæta manneskj- urnar sundur. Þar eru fyrstu áfangar á langri ferð niðrávið að uppsprettum skelfingarinnar, undirrót þjáningarinnar, orsökum myrkursins. Það sem kann að vekja ama hjá lesendum Kinsella er sú kynlega árátta að 208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.