Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 94
Ólafur Gunnarsson Að kunna skil á sínu skaz-i Samvinna Ólafs Gunnarssonar rithöfundar og Ólafs Jónssonar bókmenntafrœðings á meðan skáldsagan „Ljóstollur“ var í smíðum. Ég vona að enginn fái mig á heilann fyrir dramb þó ég taki svo til orða að mér hafi stundum dottið í hug að yngri menn í skáldskap kynnu að geta haft af því bæði gagn og gaman að lesa um hvernig skáldsaga verður til. Kannski menn kynnu að hafa af því nokkur not sér til halds og huggunar við ritvélina að það eru fleiri en þeir sjálfir sem eiga í erfiðleikum með að koma saman þolanlegu skáldverki. Það var um mitt sumar 1979 að ég lauk við uppkastið af þeirri sögu sem var gefin út árinu síðar undir heitinu Ljóstollur. Ég hafði fyrst gert tilraun til að semja þessa bók fimm árum áður en mistekist og átti þess vegna úr töluverðum pappírshaug að moða þegar ég settist aftur við í ársbyrjun 1979, þá nýfluttur til Hafnar. Það gekk heldur dræmt fram til vorsins að ná tökum á viðfangsefninu í þessari nýju tilraun. Upphaflega gerðist sagan á þrem sögusviðum a) í gagn- fræðaskóla b) í timburverksmiðju c) á íþróttavelli og svo að nokkru í hugar- heimi söguhetju. Það voru skólakaflarnir sem vildu með engu móti lifna og urðu þeim mun kjánalegri sem ég erfiðaði lengur. Ég settist kannski við snemma morguns og tók mér penna í hönd og skrifaði: Kennarinn kom inn í stofuna, og leit yfir bekkinn. Svo varð mér ekki meira úr verki þann daginn. A þessu gekk fram til vors, og svo er það einn dag að ég ligg upp í sófa og segi við sjálfan mig: hverslags er þetta, ef eitthvað er leiðinlegt í sögu þá er ekki annað að gera en að sleppa því úr sögunni, þú yfirfærir þátt a) gagn- fræðaskóla, á þátt b) timbursmiðju og sleppir með öllu sögusviði a). Þetta kann kannski í fljótu bragði að sýnast harla einfalt, en er þó svo erfitt að stappar nærri ólíkindum, áður en maður uppgötvar það. Og nú tók það mig ekki nema hálfan mánuð að semja söguna. Gœlunafnið en svo hét Ljóstollur í fyrsta uppkasti gekk svo í gegnum þrjár gerðir þetta sumar þangað til forleggjari minn, Jóhann Páll Valdimars- 220
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.