Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 9
persónusafni ítölsku gamanleikjanna, commedia dell’arte. Þótti Harlekín ómissandi þátttakandi í öllum leiksýningum þessa tíma, jafnvel þeim sem voru af alvarlegra taginu. Þessu vildu forsprakkar klassísismans ekki una og kröfðust þess að hann yrði gerður útlægur úr virðulegu leikhúsi alvarleikans. Leikritaskáldið og gagnrýnandinn Gotthold E. Lessing, sem varð fyrstur þarlendra til að hrista af sér viðjar klassísismans og beina sjónum landa sinna að „óbeisluðum lífsþrótti og sköpunarkrafti“ Shakespeares,3 dró taum Harlekíns í þessum deilum, og svo gerði einnig Justus nokkur Möser í ritgerð sem hann kallaði „Harlekín, eða vörn fýrir hið grótesk-kómiska“ (Harlekin, oder die Verteidigung des Grotesk-Komischeri). Sagði Möser að þessi gróteski karakter væri hluti af sérstökum heimi sem hefði sitt eigið lögmæta skipulag og sinn eigin mælikvarða á fullkomleika sem lyti ekki estetík hins fagra og háleita. En glámskyggni höfundarins kemur meðal annars fram í því að hann leit á heim Harlekíns, commedia dell’arte, sem andstæðu hins „lágkúrulega“ leikhúss markaðstorgsins. (R/35) Ekkert var svo háleitt í heimi gróteskunnar að það ætti sér ekki sína skop- legu hlið. „Skrípalæti" neðri aflanna (les diableries) í mysteríuleikjunum sem Benedikt gerir að umfjöllunarefni voru dæmigerð birtingarmynd hins gróteska raunsæis, einn þáttur í margslungnu andsvari alþýðumenningar- innar við drungalegum alvarleika miðaldakirkjunnar. Gróteskt raunsæi er í hnotskurn andsvar við opinberri menningu. Það heldur fram þeirri hlið mannlegs veruleika sem ríkjandi öfl leitast við að bæla niður og breiða yfir. I ströngum trúaraga miðalda fengu menn létt af sér hömlunum í karnivali markaðstorgsins sem var eins konar umsnúinn heimur, skopstæling á venju- bundnum heimi hversdagslífsins, sem menn lifðu í dögum og jafnvel vikum saman. Grundvallaratriði í karnivalmenningunni var afnám allrar stigskipt- ingar. í heimi hennar voru allir jafnir, háir og lágir, ungir og aldnir, samskipti manna af öllum stéttum einkenndust af fullkomlega óheftum kumpánleika og frelsi undan velsæmisreglum hins venjubundna lífs. Þessi frjálslega af- staða og jafnræði breiddi sig yfir allt og alla og af sjálfu leiddi að gildi, hugsanir og fyrirbæri, sem samkvæmt stigskiptri opinberri heimssýn voru skýrt aðskilin og ósamrýmanleg, þeim var „hrúgað saman“, eins og Benedikt kallar það. Hið helga var tengt hinu vanhelga, hið háleita hinu lágkúrulega, hið viskufulla hinu heimska o.s.ffv. Þungamiðja karnivalsins var aftignunin sem fólst í því að draga hið háleita, andlega, niður í neðri hluta líkamsstarf- seminnar. — Það var því varla von að „fíflið mætti vanta“, því að lykilhlutverk þess var einmitt að flytja allt háleitt látæði sem laut að viðhöfn og helgisiðum yfir á hið efnislega svið. (R/20) — í aftignuninni afhjúpast „gleðiríkt afstæði“ karnivalmenningarinnar, hún er vitnisburður þess að allt er í heiminum hverfult, að endanlegur sannleiki er enginn tU. TMM 1994:3 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.