Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 28
Steinunn Inga Óttarsdóttir Maðurinn er ekki einn gróteska í Önnu Guðbergs Bergssonar Bókmenntafræðingurinn M. Bakhtín, einn af forsprökkum rússnesku form- stefnunnar, ballaði um karnival, margröddun, aftignun og gróteskt mynd- mál í bók sinni um verk franska miðaldarithöfundarins Fran^ois Rabelais (.Rabelais and his World, 1968). Af borði Bakhtíns falla fróðleiksmolar sem nýta má við skilning og greiningu á hinu gróteska, líkamlega og forboðna í skáldsögunni Önnu (1969) eftir Guðberg Bergsson en Guðbergur á það m.a. sameiginlegt með Rabelais að vera berorður um líkamann í verkum sínum. Anna kom út árið 1969 og er ein af hinum svokölluðu Tangabókum Guðbergs sem um þessar mundir er verið að setja á svið í Þjóðleikhúsinu. Anna er með merkilegustu ritverkum hér á landi síðustu áratugi. Hún er margradda, módernísk, ofurraunsæ og „ólæsileg“ samtímaskáldsaga sem hverfist um sjálfa sig með flóknu sambandi sögumanns, höfundar og sögu- persóna. Hún lýsir innihaldslausum samskiptum fólks, ófullnægju, stöðnun og sífelldri endurtekningu. Flestar almennar reglur um það hvernig saga „eigi“ að vera eru þverbrotnar í þessari bók. Vægðarlaust er flett ofan af þeirri blekkingu skáldsögunnar að hún sé veruleiki, t.d. á þann hátt að sögupers- ónur eru flestar meðvitaðar um að tilvist þeirra er háð valdi duttlungafulls höfundar. Samhliða eru viðteknar hugmyndir vestrænnar menningar og heimspeki aftignaðar kyrfilega og blasa við í allri sinni nekt; hugtök eins og æska og elli, líf og dauði, ást og kynlíf, maðurinn og skáldskapurinn, eru höfð að skotspæni í sögunni og verða hjákátleg og klisjukennd. Loks úir og grúir af ýtarlegum lýsingum á líkamlegri líðan sögupersóna, allt frá blautlegum hugsunum þeirra til harðlífis og það er á því sviði sögunnar sem fyrirbærið gróteska stendur í miklum blóma. Gróteska er vandskilgreind en hún tengist náið alþýðumenningu evr- ópskra miðalda, karnivali og hlátri. Hún er óstöðug, ófullnuð, sundruð, tvíræð og takmarkalaus, hún er umbreytt veröld sem getur bæði birst í skáldskap og myndlist. I aðalatriðum er talið að hugtakið gróteska eigi við um árekstur ósamrýmanlegra fyrirbæra í bókmenntunum, svo sem þegar ýkt, ónáttúruleg eða forboðin fyrirbæri eru sett fram í raunsæjum búningi eins og ekkert sé sjálfsagðara. Viðbrögð manna við þessu áreiti geta verið á 26 TMM 1994:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.