Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 30
í sögunni, t.d. þess að sunnudagsmaturinn iðar fyrir augum hans í takt við kynóra um sólbrúnar hórur og eítir matinn fróar hann sér á legubekk í stofunni. Annars eru kynlífslýsingar sögunnar misaðgengilegar, form þeirra er ýmist erótísk framandgerving eða hrá, ófegruð og berorð frásögn á borð við þessa: Maðurinn sleit sængina af henni. Konan hringaði sig á lakinu. Maðurinn urraði. Konan var vot í framan og maðurinn sleikti salt andlit hennar annað hvort af svita eða tárum. Þú ert enginn úlfur, sagði hún dauflega. Ég engin bráð. Maðurinn lyfti undir fætur konunnar, braut hana saman í böggul, glefsaði í rasskinnar hennar og milli fótanna. Þú rífur mig ekki í þig með þessu, sagði konan spriklandi. Hún sló sundur lærunum, brá þeim í snöru um háls honum og krækti saman brakandi tánum eins og krókapörum. Maðurinn beit hana í hlaupkenndan iðandi magann. Konan æpti. Henni brá og hún ropaði. Þá stóð maðurinn á fætur með konuna dinglandi framan á sér eins og risastórt snuð og dröslaði henni fram á gólfið ásamt sænginni... (224-5) Líkaminn er áberandi, ýktur og skrumskældur í Önnu. Hann er sviptur þeirri þögn sem jafnan umlykur ýmsa starfsemi hans, hann er aftignaður og meðhöndlaður eins og hvert annað kjötflykki. Allir hans fúlu vessar, safar og loftgufur flæða óhindrað um blaðsíðurnar. Hið bannhelga og sauruga er dregið fram í dagsljósið, teygt og togað, ýkt og orðum aukið, og slíkt vekur mönnum yfirleitt andstyggð eða ótta. En hér er það hvorutveggja ofurliði borið af hlátrinum sem fylgir skrumskælingunni, því Anna er óborganlega fyndin. Það er eins og Guðbergur hafi í Önnu viljað m.a. bæta fyrir það að líkaminn, starfsemi hans og möguleikar, hafði að mestu legið í þagnargildi í íslenskunr skáldsögum allt þar til sagan kom út og jafnvel allt fram á þennan dag. Hann afhjúpar þá fordóma sem felast óneitanlega í því að bókmennt- irnar hafa lýst margri misjafnri mannsævi án þess að söguhetjurnar þyrftu nokkurn tímann að pissa, hvað þá meir. Það að sætta sig við að sögupersónur skuli hafa líkamlegar þarfir eins og annað fólk; borða, hægja sér, æla, hafa samfarir, eldast, deyja og rotna; neyðir menn til að horfast í augu við þá staðreynd að maðurinn er ekki einn. Líkami manns er fjöldaframleiddur, einn af milljörðum eintaka sem allir hafa sama mekanisma. Þetta skyldu- bundna samkenni sviptir mann þeim órum og hillingum að maður sé einstakur, maður neyðist til að horfast í augu við óþægilegan sannleika. Guðbergur sýnir líkamann í „aksjón“, op hans og afurðir, án nokkurs tepru- 28 TMM 1994:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.