Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 47
orðum en hann vildi“ [32]. Hagmælskan er að sögn Níelsar lægsta stig skáldskapar en þó nauðsynleg skáldinu. Skáldum er að dómi Níelsar hollt að starfa eitthvað verklegt og hann fullyrðir að „sá sem lítið annað þenkir en um skáldskap, hann verður aldrei skáld“. Níels aðhyllist með öðrum orðum áhugamennsku í skáldskap, tóm- stundaskáldskap, fremur en atvinnumennsku. Hann telur að skáldinu sé hentugt að fá afþreyingu og innblástur við slátt eða smíðar: „Sértu bóndi kemur þú oftast þessu við (...)“ [40]. Níels leggur áherslu á að skáld þurfi að vera vel heima á ýmsum sviðum, og þurfi þau til dæmis að kunna skil á guðfræði, náttúrufræði, sagnfræði og lögfræði.18 En reikningur og ættffæði gefa skáldinu hins vegar að sögn hans „ekki mikil skáldskaparefni“. En umfram allt á skáldið að vita að „detti hönum nokkurntíma sá þanki í hug að hann sé orðinn fullkominn má hann hafa það að marki: hann er villtur.“ Níels telur að skáldgáfa sé að miklu leyti meðfædd, það séu örlög að vera skáld: „Þú getur eins lítið til lengdar drottnað yfir þinni kunstardrift og hvörju öðru í þínum forlögum“ [39]. En gáfan dugir skammt nema skáldið reyni að auðga hana og þroska. í lokakafla ritgerðarinnar segir Níels að „höfuðdeildir skáldskaparmennt- arinnar" séu eiginlega þrjár: (1) hagmælskan (sem er lægsta stig skáldskap- armenntarinnar), (2) orðríkislistin, „sem vekur og hrærir sálir til allslags tilfinninga" og svo æðsta stigið, sem er (3) hugsmíða- eða diktunarkonstin, en hún „verður aldrei útgrunduð, aldrei takmörkuð eða til lykta leidd“ [42]. Gaman væri að vita rætur þessarar kenningar, en hvað sem þeim líður er ljóst að hér er lögð mikil áhersla á að skáldskapur höfði til tilfinninga, sem tengja mætti tilfinningastefnu 18. aldar og rómantík. Og svo er hitt líka ljóst að áherslan á hugsmíðaþáttinn minnir sterklega á það gildi sem rómantískir höfundar (t.d. Coleridge) töldu ímyndunaraflið hafa í skáldskap. En þó að þetta þyki kannski minna á rómantískan hugsunarhátt er hitt meginniður- staða hér að Níels er í skáldskaparfræði sinni bundinn eldri tíma, og hug- myndafræði hans tengist miklu frekar 17. og 18. öld en þeirri nítjándu. Og þegar þess er gætt hvernig þræðir liggja frá Platoni, Aristótelesi og Hórasi til ritgerðar Níelsar skálda, verður manni kannski helst á að hugsa sér hann sem síðbúinn endurreisnarmann — í afskekktri sveit. Ef leggja ætti dóm á skáldskaparfræðiritgerð Níelsar skálda í heild er óhætt að segja að hún er þjóðleg og íhaldssöm, og því seinna sem hún er skrifuð, þeim mun íhaldssamari má hún teljast. Ritgerðin er forvitnileg sem heimild um sjónarmið rímnaskálds á þessum tíma og varpar kannski líka ljósi á skáldskaparfræðihugmyndir íslenskra höfunda á 18. öld. Níels gerist að vísu persónulegur á köflum og of bundinn sínum eigin verkum. En telja má TMM 1994:3 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.