Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 14
ÁRMANN JAKOBSSON íslenskum miðaldafræðum 20. aldar, Finn Jónsson. Um heimspeki sagði Finnur þetta:,Jeg hef aldrei ... litið í fílosófíska bók“.2 Þó að Finnur ýki hér meðvitað er það raunin að þegar Sigurður Nordal var að semja íslenzka menningu voru íslenskar miðaldabókmenntir rannsakaðar á textafræðileg- um, sögulegum og málfræðilegum grunni en ekki heimspekilega. Kenninga- smiðir voru litnir hornauga og allir stærðu sig af því að hugsa aðeins um staðreyndir. Það var því sæmilega róttæk afstaða að tilgátur væru að baki öllum vísind- um. En Sigurður Nordal gengur enn lengra. Á eftir þessu fylgir inngangur ritsins sem er sjálfsævisaga hans. Hann tranar sér sjálfum fram í umfjöliun um íslenska menningu miðalda þó að honum sé fullljóst að mörgum muni þykja það ógeðfellt: Yfirleitt þykir bezt á því fara, að höfundur oti sér ekki fram milli efnis og lesanda, tali sem fæst um sjálfan sig. Neyðist hann til þess að láta sín getið, er hæversklegast að gera það í þriðju persónu: „sá, sem þetta rit- ar“ o. s. frv. - í stað þess að trana fram orðinu eg, sem hverjum manni er ógeðfellt, nema þegar hann segir það sjálfur. (8) En þetta neitar Sigurður Nordal að gera og í þessari ævisögu koma m.a. fram afstaða hans til prófnáms (11) og áhyggjur af eigin heilsufari, jafnvel geðheilsu (24). Þessu otar hann framan í lesendur eins og til að ögra þeim. Það reynist snjall leikur því að þetta er einn endingarbesti hluti bókarinnar. Núna er flestum fræðimönnum í mannvísindum orðið ljóst að ekki er hægt að skilja á milli rannsakanda og rannsóknarefnis eins og ekkert sé. Víða er jafnvel komið í tísku að tengja sjálfan sig við rannsóknarefnið, eins og Sig- urður Nordal gerir þarna þegar árið 1942. Hvað sem líður þeirri tísku er afleiðingin sú að Sigurður afbyggir ritið sem á eftir fylgir. Hann hefur þegar kynnt sjálfan sig og eigin fortíð til leiks og síð- an fylgir greining á íslenskri menningu sem við vitum að er hans. Sigurður Nordal kemur ekki ffam eins og guð af himnum með algildan sannleik um íslenska menningu. Jafnvel þegar hann talar eins og sá sem valdið hefur og leggur eigin túlkun fram sem sannleikann vitum við samt að þetta er hans túlkun því að fyrst höfum við kynnst honum sjálfum. Hið íslenska sjónarhorn mótar verkið. Sigurður Nordal var þjóðernis- sinni og fór ekki í launkofa með það. Hann nefndi bók sína íslenska menn- ingu og hún kom út þegar ísland var á barmi fulls sjálfstæðis. í inngangi tekur hann fram að sagan sé nauðsyn fyrir þjóðina (37) og hún sé þjóðern- ispólitískt tæki. Á eftir inngangi er kafli um landnám íslands og þar leggur Sigurður Nordal áherslu á að íslendingar einir þjóða í Norðurálfu muni til upphafs síns. Og raunar gott betur; norræn saga hefjist með íslands byggð: 4 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.